Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN I greipum Grænlandsísa Lang-ur janúarmánuður. Hjá mönnunum við sleðann var janúar nauðalíkur desember, að því fráskildu að janúar voru þeir alltaf á sama stað, og að dagurinn fór að lengjast eftir mánaðarlokin. Hinn 5. janúar varpaði Turner til þeirra hernaðartilkynningu, sem gladdi þá. Þeir fengu að vita, að Rommel hafði beðið ósigur, og þeir lásu um orusturnar í vetrarhörkunum í Rússlandi og í hitunum á Salómons- eyjum. Spencer hafði áður flogið herflutningavélum i Suður-Ameriku og Afríku, og það er enginn vafi á að hann hefði langað til að lenda í þesskonar flugi einmitt núna. O’Hara komst furðanlega af. Nokkr um sinnum var hann með óráði og svo var ólag á meltingunni. Þeir voru vanir að mata hann á súpunni, sem sleppt var niður til þeirra, og þegar hún var búin suðu þeir eins- konar graut úr pemmikaninu, sem þeir höfðu. En O’Hara þoldi ekki þann mat. Hinn 6. jan. fleygöi Turn- er niður smurðu brauði: sjúkling- urinn fékk það, en liinir átu sinn venjulega mat. O’Hara þoldi smurða brauðiö betur. Þeir þremenningarnir kynntust til hlýtar, eigi aðeins af því, sem þeir sögðu hverir öðrum af sjálfum sér, heldur af því að þeir sáu hvað í hverjum bjó. Þeir urðu ekki leiÖ- ir hver á öðrum. Og þeim sem loksins björguðust, þykir gaman að vera saman enn þann dag í dag. Þann 21. jan. fleygði Turner nið- ur frétt, sem jók þeim kjark á ný. Þar var sagt að Catalinavél væri á ieiðinni til björgunarstöövarinn- ar og mundi lenda þar fyrsta dag- inn, sem gott veöur kæmi. Með þessari tilkynningu komu sköft og rauðar dulur til að festa á þau, önnur í toppinn og hin niður við snjóinn, til þess að hjálpa flug- mönnunum að átta sig í lending- unni. Tilkynningunni lauk þannig: „Viö hittumst bráðlega,“ og var undir- skrifuð: „Strákarnir". Og utaná- skriftin var: „MótorsleÖinn". Því að ekki vissu björgunarmennirnir hvaða menn voru á hvorum staðn- um. Spencer var æfður flugmaður; hann valdi lendingu á sléttum og sprungulausum stað og kannaði hann nákvæmlega. Svo setti hann upp flaggstengurnar. Það varð löng bið á því að „fyrsti góðviðrisdagurinn“ kæmi. Catalina- vélarnar komust á björgunarstöðina, en svo gerði illviðri og þær löskuð- ust. Þeir urðu að lokum að taka varahluti úr annari vélinni og setja í hina, svo að ein vél yrði að minnsta kosti í lagi. Þegar janúar lauk var björguninni ekki komið lengra en lofað var í tilkynning- unni frá 21. jan. 1 mánaðarlokin tók Spencer eftir að Tetley var farinn að verða þung- búinn útaf því að 1. febrúar nálgað- ist. Þá var afmælisdagur Tetleys. Konan hans og hann voru fædd sama daginn og höfðu alltaf haldið hann hátíðlegan saman síðan þau giftust. Þau voru fædd í sama þorp- inu og nú fór hann að útmála fyrir sér, hvað þau-mundu hafa gert ef hann hafði verið heima. Og hann var að ígrunda hvað fjölskyldan mundi segja núna, hvað þau mundu borða og hverjir mundu verða gest- komandi. Sjálfan afmælisdaginn var Tetley daufur í dálkinn. En svo kom Spenc- er með dálítið óvænt. Það kom á daginn að hann hafði geymt lieilan sígarettupakka; nú gaf hann félaga sínum liann í afmælisgjöf. Þó að þetta væri ekki nema smávægilegt, þá liafði það sin álirif. En Spencer fékk sín laun jafn óvænt. Þennan dag kastaði Turner pósti til þeirra, bréfum að heiman og' peysu, sem kona Spencers hafði prjónað handa honum í jólagjöf. Tetley fékk ekkert. Því miður hafði póstur lians verið sendur á aðra stöð og komst ekki í tæka tíð. O’ Hara fékk heldur ekki neitt. En bara þetta, að póstur kom var í sjálfum sér lífgandi. Hópur manna Mjög falleg frú er á gangi með drengsnáða sínum, og maður einn veitir þeim eftirför. Hún kaupir sér bíómiða og fer inn með strákinn, og maðurinn fær sér miða á næsta bekk beint fyrir aftan. Hann þorir varla að ávarpa konuna af hræðslu við að strákurinn kjafti í föður sinn, en dettur loks í liug að hvisla á frönsku: — Afsakið þér, frú, má ég segja nokkur orð við yður? Þá snýr stráksi sér við og svarar vann- ekki aðeins að því að bjarga þeim en fórnaði sér lika fyrir að útvega þeim þa ðsmávægilega, sem er svo nauðsynlegt til að gera lífið lífvænlegt. Það var alls eng'inn hægð- arleikur að koma pósti til manna, þarna norður á hjara veraldar. Með póstinum kom líka tilkynning, undirrituð Strákarnir. Þar sagði að Catalinavélin væri þar tilbúin til flugs og að hún mundi lenda hjá þeim eftir nokkra daga. „Og þá skul- ið þið komast með, stóð á seðlinum. Hinn 3. febrúar kastaði Turner niður taltæki, sem sent hafði verið sunnan frá Bandaríkjunum. Þeir reyndu að tala i það, en trektín fylltist af ís frá gufunni í andar- drættinum. Þeir fóru þá inn með tækið og þýddu það, iögðu síðan sokkbol yfir trektina og þá gekk allt vel. Engin lendingartilraun var gerð þennan dag; það var of hvasst og tveggja metra þykkur skafrenning- ur á ísnum. En nú gátu þeir talað við þessa ókunnu stráka á björg- unarstöðinni. Daginn eftir var heldur ekki flug- færi til elndingar. En Turner sveif á frönsku: — Ef þér viljið það, þá skal ég túlka fyrir yður. Hún mamma skilur nefnilega ekki frönsku. Frá Hollywood. Greta Garbo hefir undirritað samn- ing við kvikmyndafélag á ný, og þess veröur ef til vill ekki langt að bíða, að hún l^ti ljós sitt skína aftur. Jack Agar, eiginmaður Sliirley Temple, hefir verið ráðinn kvik- yfir þeim og talaði við Spencer um lendingarstaðinn. Hann sagði að mennirnir á björgunarstöðinni efuð- ust um að hann væri nothæfur, og að betra mundi að reyna að kasta niður varahlutum i sleðann og koma honum i lag. Veðrið færi batnandi og dagurinn lengdist, svo að ekki var fortakandi að þeir gætu komist burt á sleðanum. Spencer svaraði: — Sannast að segja höfum við verið að grafa i snjónum í margar vikur, en finnum hvergi sleðann! Turner sneri á burt eftir að hafa gefið þeim von um að lendingartil- raun mundi gerð daginn eftir, og að ekki mundi verða liugsað til að gera við þennan sleða, sem var að minnsta kosti undir fimm metra snjólagi. O’Hara, sem hafði staðiö sig eins og hetja þrátt fyrir kalið og kol- brandinn, hafði lilakkað mikið til þess að flugvélin lenti. En því þyngri urðu vonbrigði hans við frestunina. myndaleikari hjá Selznick. Þau hjón- in verða því sjaldan langt frá hvoru öðru, þar sem þau leilca hjá sama félagi. Nú er farið að hljóðna um dans- arann fræga, Cesar Romero, sem sást um tíma i svo mörgum mynd- um hér, bæði dansmyndum og skop- myndum. Ástæðan er sú, að hann var rekinn úr ameríska sjóliernum fyrir tæpu ári, og hefir liann ekki verið eftirsóttur leikari síðan. Bezta tryggingin fyrlr öruggri raf suðu er ESAB rafsuðuvír. Ýmsar tegundir fyrirliggjandi. Einkaumboð fyrir E.S.A.B.-verksmiðjurnar í Kaupmannahöfn. LUDVIG STORR Framh. í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.