Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 8
Hermann Munter: Stolt fagmannsins Lögmaðurinn var nýbúinn aS kveikja sér í morgunvindlinum og farinn aö atliuga póstinn sinn, sem lá í kyrfilegri röð á skrifborSinu hans. Þetta var skrifstofupósturinn — opnaSur og skráSur. En þarna voru líka girnileg bréf, meS nettri rithönd á umslaginu og orSiS „Pri- vat“ skrifaS i liorniS. LögmaSurinn greip stórt og fall- egt umslag, liallaSi sér aftur á bak í stólnum og brosti. f ÞaS var drepiS á dyrnar. — Kom inn! Hann fleygSi bréfinu ergilegur niSur í skúffuna. Skrifstofustúlkan birtist: Herra Andersen vill tala viS lögmanninn! LögmaSurinn varS súr á svipinn. Andersen var frægur innbrotsþjóf- ur og skápasprengir, og alls ekki í tölu þeirra skjólstæSinga, sem lög- manninum var annt um. — Hvernig i dauSanum dettur ySur í hug aS koma hingaS? Eg hefi sagt ySur, aS ég mundi koma til ySar i varShaldiS! Þér hafiS þó víst ekki strokiS? Sei, sei, nei! Hann Evenensen — lögregluhundurinn — situr hérna frammi meS augu á hverjum fingri. En hann taldi óhætt aS sleppa mér einum hingaS inn til ySar. Hann veit aS ég strýk ekki frá ySur, lög- maSur. Því hanh’veit aS viö — viS höfum veriS saman fyrr, lögmaSur! — Jú, ætli þaS ekki. Þetta er nú í fjórSa skiftiS, sem þér.... — ÞaS held ég nú — og þess- vegna mátti ég til aS fá aS tala viS ySur einan hérna, en ekki þarna i tugthúsinu, þar sem þeir eru alltaf aS snuSra og hlera, því aS i þetta skifti, lögmaSur — í þetta skifti er ég alveg hreinn og sak- laus eins og nýfallinn snjór. Andersen, sem lika var kallaSur KetsnúSurinn, gerSi krossmark und- ir hökunni á sér, en augun voru á sifelldu flökti til og frá. Þau voru hvöss og þurftu aS athuga allt. Þau ljóma af ráSvendni, hugsaSi lögmaSurinn meS sér. — En vitan- lega er hann sekur. — AuSvitaS eruS þér saklaus! sagSi hann upphátt. ÞaS hafiS þér sagst vera i öll hin skiftin. KetsnúSurinn leit mildum álösun- araugum á lögmanninn. — Eg var sekur þarna í Ossean- málinu, eins og þér vitiS. En þá meðgekk ég líka. — Já, þegar þér voruS svo óhepp- inn aS missa húfuna ySar. Annars hélt ég aS þaS liefSi veriS hann Svaði, félagi yðar, sem hefSi veriS á ferðinni í það skiftið. — Hann Svaði félagi minn! Nú sýnið þér mér móðgun! Hann, sem ekki einu sinni getur boraS gat á járn. — Jæja. Eg hefi því miður enga ástæðu til að efast um sérkunnáttu yðar í innbrotafræði. En ég vildi bara óska aS aðrir efuðust um hana. En séuS þér kominn hingað til aS sannfæra mig um kunnáttu yðar og afrek í skápasprengingafaginu. þá verS ég aS biðja yður um að koma einhverntíma seinna. — Nei, það er nú eithvað annað — þér megið ekki skilja þetta svo, lögmaður. En í þetta skifti er ég alveg eng'ilsaklaus. Fyrr mundi ég sökkva í jörðina en. . . . Nú hringdi siminn. — Já, góðan daginn! Andlit lög- mannsins varð að einu brosi og það birti yfir þvi eins og sól kæmi fram úr skýjaþykkni. Röddin varð viðkvæm. — Já, biddu við. Eg ætla bara að fara í annan sima. Jú — sei, sei nei — ég á ekkert annríkt. Bíddu augnablik! LögmaSurinn spratt upp og fór inn i næsta herbergi. Nú fór breitt bros um andlitið á Ketsnúðinum. — Kvenfólk! tautaði hann og spýtti með undraverðri hittni tó- baksgusu i pappirskörfuna. KetsriúS- urinn var vel uppalinn og óhreink- aði aldrei gólfdúka. Það leið og beið að lögmaðurinn kæmi aftur. Ketsnúðurinn hafði gott næði til að litast um. Augun döns- uðu um alla stofuna. Um skrifborS- ið, og um bókahillur og skápa. — Skápa, já — og þarna stóð peninga- skápurinn. Peningaskápur. KetsnúSurinn ýtti frá sér með höndunum og lokaði augunum. — Ekkert bull, þetta kem- ur ekki þér við! Ketsnúðurinn leit viljasterkur og ákveðinn í hina átt- ina. En — það var eins og skápur- inn hefði langa sogarma, eins og kolkrabbi. Og þeir toguðu í Ket- snúðinn. — Bull! — það lá við að hann kallaði upp. Skápurinn bað um að sér væri veitt athygli. — Kæri Ketsnúður! lokkaði skáp- urinn og gamli og lélegi lásinn skotr- aði til hans augunum. — Kæri Ket- snúður, er ég þér einskis virði? Líttu innan i mig. Maginn á mér er fullur af peningaseðlum. Barma- fullur — þér til yndis og ánægju. Taktu mig, ég opna þér faðm minn, ef þú villt rjála við læsinguna á mér. Eg opna mig og gef þér aleigu mina. Æ, hvernig peningaskápar geta hrifið og lokkað þá, sem þekkja hve ónýtir þeir eru og hafa mætur á því, sem í þeim er! KetsnúSurinn engdist sundur og saman undan freistingunni. Hann einblíndi á gólfið eða negldi aug- un við loftið. Hann hélt dauðahaldi í stólinn. En hvað stoðaði það? LögmaSurinn ætlaði aldrei að verða búinn i símanum, og Ketsnúðurinn var ekki jafn staðfastur og Jósep var fyrir komu Pótifars. Skápurinn lokkaði h'ann eins og þýð rödd. Ket- snúðurinn gat ekki staðist. Hann gaut augunum kringum sig, hlustaði vel og vandlega og læddist svo eins og köttur að peningaskápn- um. Hann var sérfróður um lása og liafði séð á svipstundu hvernig þess- ari læsingu var háttað. — Lásinn var smíðaður 'fyrir aldamót og Ketsnúðurinn horfði fyrirlitlega á hann, — ekki nema fimm mínútna verk að ná honum upp. Hann hlust- aði aftur, en lögmaðurinn hafði gleymt öllu nema elskunni sinni, sem var að tala við hann í síman- um. Nú talaði samviskan aftur sínu alvarlega máli í brjósti KetsnúSsins. — Hún er kannske ólæst líka, nei, ég má ekki stela frá lögmannin- um — verjanda mínum. Er nokkur leið til þess? Og svo kom tóbaksgusa út úr Ketsnúðnum. í þetta skifti lenti hún á gólfinu, en fyrir utan dúkinn. — En ætlaði ég að gera eitthvað hérna? KetsnúSurinn horfði hugs- andi kringum sig. Og svo þessi hurð, hann leit á dyrnar á einkaskrifstof- unni, sem voru beint út á ganginn. — Hún er kanske ólæst líka, þessi hurð. Það er nú meira hvað fólk getur verið hugsunarlaust. í sama bili var tekið í dyrnar að hliðarherberginu. Ketsnúðurinn vatt sér til, eins og elding og færði sig á sinn rétta stað. Andlit hans starði lireyfingarlaust á lögmanninn. Hann hnyklaði brúnirnar. Hann liafði alveg gleymt Ketsnúðnum og þetta voru snögg umskifti og ill frá símasamtalinu til KetsnúSsins. — Eruð þér hér ennþá. Hvað viljið þér mér eiginlega? FlýtiS þér yður með erindið. Eg hefi lítinn tima. — Nei. Nú þykknaði í Ketsnúðn- um lika. — Eg skal ekki vera að ó- náða yður, herra lögmaður! — ÓnáSa? ÞaS glampaði á augu lögmannsins eins og blikandi sverð. ÓnáSa! Ekki varðar mig um þó að fjúki í yður. Farið þér nú — ég á annríkt. Eg skal tala við yður síðar, i fangelsinu. Verið þér sælir. KetsnúSurinn horfði um stund á lögmanninn, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en lögmaðurinn var þá kominn á kaf í póstinn. Ket- snúðurinn kreisti fingurna að húf- unni sinni og skelti svo hurðinni á eftir sér. Réttarsalurinn var troðfullur af fólki. Ekki vegna þess að skápa- sprengingarmál Ketsnúðsins þætti svo sérstaldega merkilegt heldur af því að lögmaðurinn hafði tekið að sér vörnina. Á hann vildu allir hlusta. Þessvegna voru áheyrenda- sætin fullskipuð. Ekki aðeins til hægri, þar sem glæpamenn, land- eyður og lýSurinn af götunni sat og fékk ókeypis námskeið í réttarfari til þess að nota sér við glæpastörf sín í framtíðinni, heldur líka liinu- megin, þar sem fullt var af fræða- þyrstum lagastúdentum ásamt tals- verðu af kvenfólki, upp á punt. BlaSamannaborSið var alsetið, og meira að segja gamlir lögfræðing- ar qg frægir höfðu komið í réttinn til að hlusta á starfsbróður sinn. Lögmaðurinn átti að láta til sin heyra. Og lögmaðurinn vissi af því. Jakkettinn fór honum vel. Rönd- óttu buxurnar voru með hárbeittri pressurönd, og í hnappagatinu var dálítiS krysantemumblóm. Einglyrn- ið skrúfaS fast í augað, og ekki eitt einasta af svörtum höfuðhár- unum lá öfugumegin viS reikina. Lögmaðurinn stóð upp. Kliður fór um salinn. — Þei! Lögmaðurinn er að taka til máls. — Háttvirtu dómarar — heiðraða lögrétta! Rödd lögmannsins var sterk og myndug, og hljómaði fall- ega í salnum. RæSa lians ljós og lipurt samin. Stundum varð liann hátíðlegur, stundum klökkur og lét persónulegar tilfinning'ar tala. Hann tætti allt sundur, sem ákærandinn hafði sagt, svo að það stóð ekki steinn yfir steini, tætti það í agn- ir og stráði þvi eins og hvítum snjó sakleysisins út yfir salinn. — Eg hefi þekkt þennan mann, sagði lögmaðurinn að lokum. Eg hefi þekkt hann og ég þekki aðra glæpamenn. Og af þeirri ástæðu get ég talaS með jafn mikilli vissu og ég geri í dag. Karenius Ander- sen liefir ekki lifað vammlausu lifi um dagana. Nei, ónei, — hin langa refsingaskrá lians er sönnun fyrir því. Hvað er skráð þar? Jú, þar eru réttarpróf eftir réttarpróf, heiðr- JOA\ BLONDELL Fræg filmstjarna „Mýkra og jafnara hörund Hversu *fallegt sem hörund yðar er, þá þarl það .samt slöðuga umhyggju Lux handsápunnar. Þessvegna nota 9 filmstjörnur af 10 þessa sápu til að halda hörupdinu sléttu, björtv og tjömandi. LUX HANDSÁPA Notud aj 9 filmstjörn- um af hverjum 10. rs 679-BaS

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.