Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Edmund Snell: Maðurinn með járnhöndina L -— Og að öðru leyti fylgist ég alltaf vel með. Eg liefi leyndarmál — og við höfum kannske báðir leyndarmál — eða hálft leyndarmál, sem falla livort saman við annað. Það er ekki gott að vita. Eg ræð yður til að hugsa málið betur og koma svo til mín á morgun. Hringið þér á und- an yður, og svo skulum við aftala tímann. Eg á nefnilega afar annrikt. Þegar greifinn var að standa upp, kon; gestgjafinn með kokkteilinn. Bernardi lyfti glasinu, hneigði sig til Armourer og drakk út i einum teig. Svo kinkaði hann kolli og» kvaddi og hvarf inn um dyr, sem tjöld voru dregin fyrir, en gestgjafinn trítlaði á eftir honum. Armourer hafði staðið upp í kurteisis- skyni, en settist aftur. Hann var rólegur á yfirborðinu, en innvortis var hann meira en órólegur. Þrátt fyrir þessa hálfgildings ákvörðun sína um að drepa sig, fannst honum enn lífið dýrmætt — að minnsta kosti svo dýrmætt að ekki mætti fleygja því burt til ónýtis. Það varð ekki annað séð en að örlögin hefðu ákveðið að hann ætti ekki að yfirgefa þennan heim ennþá, og ef liann ætti yfirleitt nokkurs völ, þá vildi liann tvímælalaust heldur lifa í hættu en að deyja. Vínið sem hann hafði drukkið á fast- andi maga rann um æðar honum eins og logi. Upp á vissan hátt, hugsaði hann með sér, væri gaman að etja kappi við menn sem svifust einskis, eins og i gamla daga. Kannske var það eitthvað í þessa átt, sem Bernardi hafði tæpt á — það og geýsi- legt kaup. Hann vissi hvernig tilviljun- in . gat ráðið hinu óvænta og ótrúlega, og það gæti orðið skrambi skemmtilegt að........ Hann ætlaði að fara að súpa á glasinu sínu aftur þegar myndin af litlum, fölum manni, sem hné dauður niður á gólfið, birtist fyrir hugarsjónum hans. Kluds- höndin. Hugsum okkur ef Bernardi væri eitthvað við það mál riðinn? Þá gæti það verið einhvers virði að taka tilboði hans, vinna tiltrú þessa dularfulla manns og fletta svo ofan af lionum á eftir! En fyrst varð hann að ná í Westall. Annars yrði allt hans starf í blindni. Hann vor sokkinn niður í þessar hugs- anir svo að hann tók ekki eftir að geng- ið var um dyrnar. En hann rankaði við sér þegar hann heyrði að rödd sagði skammt frá honum: — Bernardi greifi á von á mér! Hann leit upp og sá skrautbúna konu, sem stóð og var að tala við gestgjafann. Hann starði, deplaði augunum og spratt upp. — Helen! Unga stúlkan leit við, mældi hann ís- köldum augum og sagði: — Afsakið þér! Eg heiti Enid Mason, en ekki Helen. Eg man ekki til að hafa séð yður áður. Hún strunsaði framhjá honum inn um dyrnar bak við forhengið með gestgjafann á hælunum. Tjaldið lagðist fyrir dyrnar aftur, en Armourer spratt upp og, reif tjaldið til hliðar. Hann sá allt í rauðri þoku, lika kósakkaþjón Bernardis, sem stóð innan við tjaldið. —Ekki þessa leið, herra! urraði hann, og Armourer sá leiftra á stál i hendinni á honum. — Burt með yður! svaraði Armourer. — Eg þarfa að tala við húsbónda yðar um áríðandi mál! Oddurinn á rýtingnum kitlaði hann í síðuna. — I fyrramálið, herra, en ekki í kvöld. Hans hágöfgi bað mig gefa yður nafn- spjaldið. Þjónninn lyfti hendinni, ýtti Armourer til hliðar, og þungt forhengið féll aftur fyrir dyrnar. Ungi Englendingurinn stóð um stund og hugsaði ráð sitt, enþá tók hann eftir að svo sem þumlungs langur sláloddur stóð út úr forhenginu og var nafnspjaldi fest á oddinn. Hann hugsaði sig um sem snöggvast, tók svo kortið milli þumalfingurs og vísifingurs og gekk að borði sínu með það. Úti í horninu á matstofunni lék sigau- nahljómsvéitin „Valse macabre“ pam- kvæmt beiðni hans. Það heyrðist suð af röddum og glamur í bollum. Hann tók upp glasið og drakk út úr því. Umhugsun- in um að Helen ætti að borða kvöldverð með greifanum alein gerði hann örvíln- aðan. Vitanlega var þetta flónskulegt af honum, þegar á það var litið að þau voru ekki trúlofuð lengur, og hún hafði opin- berléga neitað að kannast við hann. En livað átti allt þetta að þýða? Hversvegna var hún komin þarna? Hann gat ekki fundið neina skýringu á þvi, hvernig sem hann reyndi. Hann starði á spjaldið án þess að geta lesið hvað stóð þar. Hún hafið kallað sig Enid Mason. Það gat hugsast að Mason væri nafnið, sem faðir hennar hafði tekið sér um stundarsakir. — Honum fannst vera að rofa til. — Serge Bernardi, greifi, stóð á nafn- spjaldinu. — Castello Negro, Grimaldi, Italia. — Hann fékk ákafan hjartslátt. Castello Negro — það var ítalska og þýddi „Svarta liöllin!“ Það v'ar að minnsta kosti að rofa til yfir málinu að nokkru leyti. Og Grimaldihéraðið lá rétt fyrir hand- an landamærin, lítið meira en hálftíma leið þaðan sem hann var staddur. IV. kap.: Agndúfan. — Faites vous jeuz, messieurs, mes- dames. Spilapúkinn, sem var að minna gestina á að leggja undir, talaði með miklu nefhljóði og röddin var skerandi: — Les jeux sont faits. Rien ne va plus! Tréskálin, sem hafði innanborðs vonir svo margra manna hægði á snúningnum og stóð loks kyrr. Litla, gljáandi kúlan breytti stefnu, hoppaði upp eins og hún væri ekki lengur nein kúla heldur hugs- andi vera, hikaði á mörkum rauðs og svarts og rann svo loksins ofan i holu. — Öreigi! sagði Armourer upphátt, en enginn hlustaði á hann. Nefhljóðsröddin heyrðist aftur, og spilapúkinn hafði nóg að gera. Eftirvæntingin, sem lá i loftinu, hafði sefast dálítið. Fólk talaði aftur með eðlilegri rödd og á furðulega mörgum tungum. Hin venjulega skipun spilapúk- ans heyrðist aftur, og skipaði að halda reglu! Á andlitunum kringum borðið gat Armourer glöggt þekkt .viðvaningana frá atvinnuspilurunum — þeir sem höfðu gert fjárhættuspilið að kaupsýslu, gagnstætt hinum, sem komu þarna inn svo sem klukkutima i senn til að skemmta sér. Þarna voru mörg andlit, sem aðeins sjást í Monte Carlo — samsettur hópur Mamm- onsdýrkenda. Háir, snyrtilegir Italir inn- an um Austurlandabúa, Ameríkumenn, Englendinga og Aregntíumenn. Upplitað- ar ekkjur, alstráðar demöntum, tötraleg- ir æfintýramenn og meyjar, strákar og stelpur nýkomin af skólabelcknum. Hann sundlaði. Loftið kringum hann var allt í einu orðið þungt og kæfandi. Hann fann að liann varð að komast út eitthvað langt i burt. Það var heldur eng- in meining í að vera þarna lengur, þvi að vasar hans voru tómir, og litla hrúg- an af spilapeningunum, sem hann hafði byrjað með, var notuð upp til agna. Hann ætlaði að fara að standa upp þegar hendi var stutt á öxlina á honum og lionum ýtt niður aftur. Þegar hann leit upp sá hann dömu með slæðu fyrir andlitinu standa yfir sér. — Hreyfið yður ekki, hvíslaði liún á slæmri ensku. — Eigum við að spila sam- an? Upp á helmingsskifti? Hver veit nema að hamingjuhjólið snúist þá? Hún þrýsti nokkrum spilapeningum í lófann á hon- um. — Við leggjum allt undir i einu, cheri, og i sama lit. Hvaða lit stingið þér upp á? Armourer hugsaði sig um. — Svart! sagði hann loksins. Svolítill trilluhlátur heyrðist bak við bláu slæðuna. — Ef þér segið svart þá setjum við á rautt. Armourer féllst á það. Hann stóð upp úr stólnum sínum og fékk hana til að setj- ast á liann í staðinn. Um leið og liann gerði þetta rak hann olnbogann í magann á digrum Portúgala, sem stóð bak við liann. Hann sneri sér við til að biðja af- sökunnar, en daman með slæðuna tólc í handlegginn á honum og benti með rauð- lalckaðri nöglinni: — Rautt sagði hún sigri lirósandi. — Eg færi yður gæfu, sjáið þér. Við tvö-' földum viðurlögin. Armourer laut fram og brosti ofurlítið og sópaði til sín spilapeningunum. Tím- inn leið og fyrir hvert skifti sem hjólið snerist fjarlægðust sjálfsmorðshugsanirn- ar. Þau spiluðu eftir vitfirringardjörfu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.