Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Fagra veröld Fegurstu ljóð samtíðarinnar. Mest eftirspurða bókin síðustu árin. Komin út í undurfagurri útgáfu, myndskreyttri af Ásgeir Júlíussyni, og með málverki af Tómasi eftir Blöndal. Fegursta og vandaðasta bók haustsins. — Fallegasta gjöfin. Vinur mannsins og félagi. Einn traustasti máttarviðurinn hefir þú verið í menningarlífi þjóðarinnar og þróun í þúsund ár. Horfnir góðhestar eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp, stílsnillinginn næstum sjötuga. Hér hafa bjargast á síðustu stundu merkilegustu sagnaþættir er þjóðin á í fórum sínum um norðlenska góðhesta. Síðan dr. Broddi Jóhannesson flutti í Útvarpið á síðastliðnum vetri þáttinn um Nótt á Svignaskarði, og þjóðinni þar með gefinn kostur á að kynnast þáttum þessum, hefir útkomu þeirra verið beðið með mikilli eftirvæntingu um land allt. Vegna erfiðleika á útvegun pappírs er upplag bókarinnar mjög lítið, og ættu menn því að tryggja sér hana strax i dag. Bókin er 407 blaðsíður í stóru broti auk mynda af ýmsum mönnum og hestum. í eftirmála segir höfundurinn m. a.: „.... Hestarnir hafa borið oklcur á sínum fimu og styrku fóturn frá vöggunni til grafarinnar. .. . Feður og mæður okk- ar hittust á liestbaki við hoppandi og hljómfagra lækinn eða við kyrrlátu lindina i faðmmjúka blóma- hvamminum, þár sem Freyjuklettir og ástaguðir með sínum töfrasprotum settu á hreyfingu þær magn- þrungnu kenndir, sem sameina karl og konu og sköpuðu nýtt líf, nýjan blómknapp .... Þá var nú alkunna þeysireiðin og þrelcraunin fyrir hestana, þegar anuna lag'ðist á sæng og von var á, að nýr íslendingur bættist í búið. En þá reyndi nú fyrst á fjör og þrek hestanna, þegar börnin lögðust í barna- veiki eða afi í lungnabólgu og þetta gerðist innst í afdölum og heiðabýlum um hávetur við fannkingi, úmbrotafærð, stórhriðar og jökulvötn.... Og að lokum. Ekki varð komist af án aðstoðar hestanna við það kyrráta ferðalag, þegar afi og amma voru flutt siðasta áfangann.“ Það hlýtur að vera bjartur geislabaugur um legstað þesstr horfnu góðhesta „Kona gekk frá hesthúsinu heim að bænum með fötu i hendi. . hún kom frá því að kveðja vininn sinn hinztu kveðju. . og sólin brosti gegnum þokutjaldið, eins og hún vildi senda geisla sina í kveðjuskyni yfir þetta fræga fallna náttúrubarn, sem lnin liafði alið og fóstrað og gefið lífsmagn til hinstu stundar. Nú eru þeir horfnir, þessir yndislegu vinir, en minning þeirra eú skráð, sem einn dýrmætasti gimsteinn islenskra bókmennta. — Bókin, sem allir þurfa að eiga. Komin til allra bóksala. Ilelgrafelft Laugaveg 100 — Aðalstræti 18 Garðastræti 17. STOKKHÓLMUR. Framh. af bls. 5. niður hjá einstöku fólki. Á blaða- mannaþinginu voru ekki nema 130 útlendir gestir og fengu vitanlega allir herbergi á gistihúsi, en húsnæð- ið hafði lika verið pantað i júní i vor, þvi að gistihúsekla er mikil í Sviþjóð þó að hún sé minni en t. d. í Oslo eða Helsingfors. En í Stokkhólmi er mikið af svonefnd- um „resanderum“ hjá fólki, sem leigir herbergi. Verðið er lítið hærra en á gistihúsunum nema um lengri tíma sé að ræða, en vikagjaldið er lægra. Síðan gengi sænsku krónunnar hækkaði er álitamál, hvort það borg- ar sig að kaupa í Svíþjóð það sem hægt er að fá í Reykjavík. Sumt er dýrara þar en heima, t. d. skófatn- aður, en hinsvegar eru föt miklu ódýrari í Sviþjóð. Og silfurmunir og þessháttar er fáanlegt i Svíþjóð með góðu verði, en það er undir liælinn lagt, hvort hægt er að fá útflutnings- leyfi fyrir slíku. — — Til þess að kynnast Stokk- hólmi til hlítar þarf maður að hafa góðan tíma. Umfram þau áhrif sem fyrsta sýn gefur er ómögulegt að kynnast borginni til nokkurrar hlit- ar á minna en einni viku, og verð- ur maður þá að keppast við frá morgni til kvölds. Því að Stokk- hólmur er i rauninni margar borgir, hver með sínum svip. Hver bæjar- hluti hefir til síns ágætis nokkuð og það er ekki aðeins einstaklings- smekkurinn heldur áhrif sundur- leitra landshluta, sem endurspeglast þarna hver á sínum stað. „Þjóðirn- ar“ svonefndu, sem stúdentarnir í Uppsölum, Lundi og Gautaborg skift- ast í, eru ekki einar um átthaga- ræknina; í Stokkhólmi eru í raun- inni líka „þjóðir“ (þó sænskar séu), sem setja hver um sig' svip á sinn bæ. t Þrátt fyrir stærð þjóðarinnar cr höfuðborg Svía ekki stærsta borg Norðurlanda, heldur Kaupmannhöfn Hún liefir nú miljón íbúa, en Stokk- hólmur nærfellt 700 þús. Meðal- fjölgun er um 20.000 á ári og eftir nokkra áratugi verður bórgin milj- ónaborg. Borgin er fyrst nefnd i fornum ritum árið 1292, en löngu fyrr kom Stokksund við sögu, en það er nú í útjaðri borgarinnar. Kaupstaðar- réttindi fékk borgin 1436. Sú borg var öll á Slotsholmen, þar sem nú er „Gamla Sta’n“. Annars er Birgir Jarl talinn stofnandi borgarinnar. Nú stendur minnismerki lians, gert af Fogelberg um miðja 19. öld, á torginu, sem við hann er kennt, og horfir á umferðarelfuna á einni fjölförnustu götu borgar hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.