Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.10.1946, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Engilbertssúlan í Stokkhólmi. eins verið greidd af tæpri hálfri vísitölunni, en hjá okkur af henni allri. Og Svíar hafa varið ógrynni fjár til hervarna og þurft að hafa tugi þúsunda af ungum, vinnandi mönnum undir vopnum. Skattarnir eru gífurlega háir, en það vantar að vísu ekki hjá okkur heldur. Sviar hafa sparað stórlega við sig i mat og drykk og halda því áfram. En Stokkhólmur er samur og jafn — hið ytra. Ljósadýrðin á Kungs- gatan og Drottningsgatan er enn meiri en lhin var á stríðsárunum, þó að máltíðirnar á borðum íbú- anna séu fábreyttari en var. Búðar- gluggarnir á verslunargötunum eru kúfaðir af freistingum, sem allur þorrinn aðeins fær að sjá en ekki snerta. Það er minna keypt af lúxus- vörum en var, einkum innfluttum. Hinsvegar kaupir fóllc málverk og listiðnað alveg eins og Sigurjón á Álafossi stæði á hverju götuhorni og kallaði: „Kaupið innlendan iðn- að!“ Og fólkið skemmtir sér, það er meiri aðsókn að leikhúsum, kvik- myndahúsum, hljómleikum og sýn- ingum en áður var, enda er verðinu stillt i hóf. Engin 25 króna bílæti. — í leikhúsinu situr maður ágætlega fyrir 5 svíakrónur og kvikmynd fyr- ir 1.25. Verðlagið á að vera „demo- kratiskt“ en ekki „gullasch“. Á liin- um ódýru og hreinlegu matsölu- luisum kostar máltíð með köldu borði og einum heitum rétti 1 kr. og 30 aura og glas af öli, sem þó er hósköttuð framleiðsla, 44 aura, en á dýru veitingahúsunum kostar máltíðin 2-5 krónur enda er hún fjölbreyttari, og ölglasið 70 aura. Gengið er ísl. kr. 1.81 fyrir eina krónu sænska, og svo er liægt að bera saman. En Svium sjálfum finnst þetta dýrt og varpa öndinni þegar þeir minnast á gömlu góðu dagana fyrir stríð, áður en skattarnir hækk- uðu. En þó að Svíar spari hafa þeir ekki vanrækt að halda ásjónu höfuð- horgarinnar sinnar við. Húsin eru jafn þrifleg og göturnar jafn hrein- ar og áður. Og talsvert hefir bæst við af nýjum stórhýsum á stríðs- árunum, t. d. Södra Sjukhuset, sem talinn er fullkomnasti spitalinn í Evrópu nú, hið ytra tignarlegri en nokkur konugshöll og hið innra með algerleg'a nýju sniði. Þar er t. d. eld- húsið uppi á efstu hæð, til þess að forðast matarlykt á sjúkragöng- unum, en hún leitar upp á við eins og flest önnur lykt. Væntanlega verður tækifæri til þess að segja lesendum Fálkans frá Södra Sjuk- huset síðar og líka frá barnaheim- ilinu, þar sem allir gestirnir eru lrá eins til sjö ára. Þetta eru hvort- tveggja merkileg fyrirtæki og talandi tákn þess live framarlega Svíar standa í þeirri grein féalgsmála sem veit að heilbrigðri varðveislu heils- unnar. Blaðamannaþingið var sett í Kon- serthuset, hinni frægu hljómleika- höll þjóðarinnar, sem alið hefir Bellman, Wennerberg, Stenhammer og fleiri slíka. Konserthuset er ein glæsilegasta bygging Stokkhólms með gífurliáum súlnagöngum við framhliðina er veit út að Hötorget, en þar er markaður fyrri hluta dags. Önnur hliðin veit út að Iiungsgatan en á bak við er Drottninggatan. Fyrir framan inngöngudyrnar lengst til vinstri er hin fræga en nokkuð umþráttaða mynd Carls Milles af Orfeusi. Stóri salurinn í Konsert- huset er svo mikill um sig að liann hefði gleypt þátttakendurna í setn- ingarfundinum, og voru þeir þó um 800. Við vorum þessveg'na sett- ir í „Litla salinn“ en þar var nóg rúm. Þess verður að geta hér að í einum sal þessa húss eru myndir eftir íslending, Ásmund Sveinsson myndhöggvara, sem fenginn var til að skreyta hann lágmyndum, sem tákna ýmsar greinar listarinnar. Stokkhólmur er í hæsta máta borg fortíðar og nútíðar. í Gamla sta’n, fyrir utanl konungsliöllina, eru svo þröngar götur að ómögulegt er að mætast með kerrur þar, en hinsveg- ar er Narvavagen yfir 80 metra breiður. Víða má sjá einlyft gömul hús, sem nú eru umkringd af há- um steinhúsum, en hinsvegar eru „turnarnir“ frægu, Kungstornet og Drottningtornet 18 hæðir. í öðrum þeirra eru veitingasalir á mörgum hæðunum, og’ sér þaðan yfir alla borgina út um gluggana. Hin nýju St. Göran og drekinn. verslunarhús éru flest 6 til 11 hæðir, og eru með funkissvip og létt yfir þeim. Öðru máli gegnir um stór- liýsi frá aldamótunum og fram til 1920. Þar tekur maður mest eftir hve allt er stórskorið og þungt í vöfunum, eins og' t. d. Pósthúsið og' sumir bankarnir. Hinn rauði kalksteinn gefur mörgum af þessum húsuin sérkennilegan svip. Margar eldri byggingarnar t. d. konungs- höllin, er liinn frægi byggingameist- ari Tessin teiknaði, eru með léttara yfirbragði. En léttast er þó yfir sumum höllunum í nágrenni borg- arinnar, svo sem hinni undurfögru livítu liöll á Drottningholm, sem Hedvig Eleonora drottning lét byggja upp úr eldri liöll, eftir teikningum Tessins. Þangað lét Gustav III. flytja kynstur dýrgripa og svallaði þar og sólundaði uns hann var skotinn til bana i leikhúsinu i mars 1792. Það leikhús er enn við og við not- að, og blaðamenn fengu tækifæri til að horfa þar á skemmtilega og fróðlega sýningu gamanóperu frá 18. öld. Svíar liafa góðan liúsakost til að halda stór mót. Á verkfræðinga- móti Norðurlanda í vor sem leið voru til dæmis 2800 þátttakendur, en þá varð lika að liola gestunum Framh. á bls. 14 Kungl. Dramatiska Teatern í Stokkhólmi. \ Útsýn úr turni Stadshuset i Stokkhólmi. Nationalgalteriet, aðalmálverkasafn Sviþjóðar. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.