Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN NÝJA Stefán Jóhann Stefánsson r-i Bjarni Ásgeirsson. Síðastliðið mánudagskvöld, laust fyrir miðnætti, var mynduð ríkis- stjórn undir forsæti Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. Það er þrír flokkar sem standa að þessari stjórn- armyndun, Alþýðuflokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn. Hefir hver þeirra 2 ráð- Kálfur með þrjá haia fæddist fyrir styrjöldina i Bænum Besitz i Meckl- enburg. Að öðru leyti var hann alveg eins og aðrar kýr og dafnaði vel og er nú besta mjólkurkýr og græðir auk þess peninga á að sýna á sér halana. Tvíhöfðaðir þursar, eða þrihöfðaðir eru oft nefndir i þjóðsögunum. En tvíhöfðaðir menn hafa líka verið til. Frægastur þeirra var Skoti einn, sem var uppi á 15. öld. Hann hafði ágæta söngrödd í báðum börkum og vann fyrir sér með því að syngja „dúett“ með sjálfum sér. Sagan segir að hann hafi verið nískur, og ekki tímt að kaupa sér nema einn hatt, en þessvegna ofkældist hann og dó úr lungnabólgu á hátindi frægðar sinnar. STJÓ Bjarni Benediktsson Eysteinn Jónsson herra. Verkaskipting verður sem hér segir: Stefán Jóhann Stefánsson verður forsætis- og félagsmálaráð- herra, Emil Jónsson samgöngu- og viðskiptamálaráðherra, Bjarni Bene- diktsson utanríkis- og dómsmálaráð- herra, Jóhann Þ. Jósefsson fjár- mála- og sjávarútvegsmálaráðherra, „Betra hefði verið að drekka mjólk!“ sagði forstjórinn fyrir „Sol- bjerg“, einu stærsta mjólkurbúi í Danmörku, þegar lögreglan tók hann fyrir að liafa ekið bifreið undir áhrifum víns. Blóðraunin sýndi að hann var „í meðallagi ölvaður“. Hann viðurkenndi fyrir lögreglunni að hann hefði drukkið nokkur brennivinsstaup á mjólkurbúsfundi, en bætti því við að framvegis mundi hann ekki taka fram hjá sinni eigin framleiðslu lieldur alltaf drekka mjólk i staðinn fyrir brenni- vín. Þverárskötur og Lagarfljótsormar sjást víðar en hér á landi. Þannig þykist fólk sem býr við Stórasjó i Jamtalandi sjá vatnaskrimsli á hverju sumri, þegar heitast er, og RNIN Jóhann Þ. Jósefsson Emil Jónsson Eysteinn Jónsson menntamála- og flugmálaráðherra. Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarmálaráðherra. Stjórn þessi tók við embætti á ríkisráðsfundi á þriðjudag, en á Al- þingi skýrði hún frá stefnu sinni á miðvikudag. 1938 samdi Torsten Löfgren lands- höfðingi ítarlega skýrslu um skrímsl- ið, byggða á framburði sjónarvotta. Á Suðurhafseyjum rekur stundum vatnaskrímsli, sem sverja sig i ætt við risadýr liðinna jarðsögualda og eru um 15 metra löng, og í Frakk- landi hefir rekið skrímsli, sem var 8 metra langt. Frægt er og skrímslið í Loch Ness i Skotlandi, sem gerði síðast vart við sig sumarið 1941. Sumir telja þessi vatnaskrímli vera risavaxna ála. Eftir 50 ár. — 15 ára drengur var að handleika skammbyssu á safni í New Plymouth á Nýja Sjálandi, sem ekki hafði verið snert i 50 ár. Allt í einu reið skot úr byssunni og drap drenginn á svipstundu. GUNNAR THORODDSEN BORGARSTJÖRI Bjarni Benediktsson, borgarstjóri, hefir beðist lausnar frá embætti, þar sem hann tekur nú sæti í hinni nýju ríkisstjórn. Samþykkti bæjar- stjórnin samhljóða að verða við þeirri ósk. Síðan var próíessor Gunnar Tlioroddsen kjörinn í hans stað. Bjarni liefir setið i borgarstjóra- embættinu siðan 1940 og verið vin- sæll mjög en áður var hann pró- fessor við lagadeild Háskóla ís- lands. Gunnar Thoroddsen liefir sem kunnugt er, sömuleiðis verið prófessor við lagadeildina um hrið. 1 bæjarstjórn Reykjavíkur liefir hann setið síðan 1938, og auk þess hefir hanji gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Á Alþingi hefir hann átt sæti um nokkurt skeið, og hefir rækt störf sín vel i hvívetna. \ÚI \» I STAÐA BAKVðRÐ UNARTÆ HNI Friðrik A. Jónsson, útvarpsvirkja- meistari, sem dvalist hefir í Eng- landi um hríð, telur að Decca stað- arákvörðunartækin séu hentugust og best fyrir íslenska staðhætti. Frið- rik liefir kynnt sér þau og stjórn- að þeim og talar þvi af reynslu. Hann segir að auðvelt sé að finna veiðarfæri í þoku eftir þessum tækj- um, og telur ólíldegt, að þoka þurfi að hamla síldveiðum. Stór kostur á tækjunum er lika það, að þau eru einföld í notkun og það tekur aðeins stuttan tima að læra á þau — stundarfjórðung eða svo. Decca staðarákvörðunartækin eru nú mjög að ryðja sér til rúms, bæði innan Bretlands og viðar. Frú ein liafði fengið mann til að hóna gólfið og spurði svo hvort liann héldi að þetta væri nú vel gert. —- Þér skuluð spyrja forstjórann hérna á Njarðargötunni. Hann hélt dansleik í fyrradag og þar fótbrotn- uðu sex á gólfinu, og hann faðir hans hálsbrotnaði i stiganum. Það var ég sem bónaði gólfið og stig- ann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.