Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 BAÐIŒR, VASKAR, málmhlutir, gólf, trémunir VIM-hreinsunin heldur þeim skínandi eins og nýjum JOSEPHINE BAKER hin frægn franska, súkkulaðibrúna negrastjarna er ekki álveg af baki dottin þó að hún sé farin að fullorðnast. Hún er sem sé í þann veginn að giftast jazzleikaranum Jo Boullion. Á stríðs- árunum lét Josephine mikið að sér kveða og stóð framarlega í flokki andstöðuhregfingarinnar frönsku og lék oft á Þjóðverja. Fyrir þetta hef- ir hún verið sæmd hárri orðu. — HERMINE ekkja Vilhjálms fyrrver- andi Þýskalandskeisara „týndist“ eft ir að fíússar komu inn í Þýskaland, en er nú fundin aftur og dvelur í Frankfurt an der Oder með flótta- mannafjölskýldu frá Ukraninu. Hún er undir rússnesku eftirliti og fær að , fara um bæinn. En umsókn hennar um, að flytja í eitt af húsum Hohen- zollenaranna i Berlin var hafnað. Hún kvað vera hin ernasta ennþá. HREINSAR FLJÓTT OG ÖRUGGT X-V 444-825 Góðir skór — Parisardömurnar, sem lengstum notuðu skófatnað með há- um hælum og þunnum sólum, hafa nú látið tilleiðast að taka upp sportskóna, vegna þess hve miklu þægilegri þeir eru. Þetta er svo- kölluð Jordanmodel, úr gulbrúnu rúskinni og með þykkum óslítanleg- um gúmmísóla, sem ver rakanum frá götunni. Umgerð um skartgripina. — Hár- snyrtingunni og flegna kjólnum er hvorttveggja œtlað að gefa húlsmen- inu hina réttu umgerð. Það er eftirlíking af snjókrystalli sem hang- ir við festina, og sama mynd kem- ur einnig fram á armbandinu og eyrnahringunum. Nýtísku samkvæmisskór. — Þessir skór hafa hlotið nafnið cocktail-skór og eru gerðir sem mest lokkandi. Öklinn frjáls, hœlreimar og stór slaufa að aftan. Þessir skór eru framleiddir í London og einkum ætlaðir til útflutnings. Dömunum í ameríku er ætlað að kanpa þá og þeir eru dýrir. ***** Þægilegur filthattur. — Þessi litli flókahattur, sem nær ekki niður fyrir liárlokkana i enninu, er mjög hentugur við Chignon-hárgreiðsluna, sem nú er í tísku. Hann er reimaður saman að aftan, en að framan er dálitil flauelsslaufa til skrauts. — Hettan sem sýnd er á myndinni er með breiðum „tyll“-borða að fram- an, og hann er alsettur „chenile- kúlum", sem minna á snjókorn. — ***** Kúgarinn skemmtir sér. Frh. af bls. 9. io. — Þökk. Meðvitundin um að hafa gert góðverk er mér kærasta um- bunin, jafnvel þó að það sé alltaf gott að heyra þakklæti lika. Allir gleðjast yfir því, sem orðið er. Elskendurnir, Gallo og Julia hafa fengið hvort annað. Mandini og Perez eru sáttir, og skattineistarinn liefir fengið.... Hann leit spyrjandi á Usuro. Eitt hundrað þúsund sem gjöf og sextíu þúsund í stimpilgjald, svaraði Usuro. — Jæja, 160.000 dúkatar, liélt Antonio áfram, — og hvað eigum við að gera við þessa peninga? Eigum við að fara í stríð eða byggja kirkju. Ef í harðbakka slær munu mínir kæru þegnar aldrei bregðast furstan- um á stund neyðarinnar. Hann klappaði Perez og Mandini á öxlina. En víxlararnir tveir voru alls ekki ánægðir á svipinn. Kobo ætlaði að segja eithvað, en Antonio benti lionum og hélt áfram: — Stríði get- ur maður kannske tapað, en ef við byggjum kirkju fáum vér betri fót- festu í liimnaríki og drögum fróma menn hingað i borgina. — Strið gegn villutrúarmönnum, yðar hátign, sagði faðir Isak. — Já, við getum talað um það í ráðinu, en nú skulum við njóta lífsgleðinnar meðan hún er. Við vit- um aldrei hvað morgundagurinn ber i skauti sínu. *fi Allt með íslenskum skipum? •§»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.