Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Mandini hló napurt. — Hefirðu gleymt 1000 dúkötunum, sem þú lónaðir honum bróðursyni mínum. Hann varð að skrifa á kvittun fyrir þremur þúsundum. — Haltu þér saman! öskraði Per- ez. — Eg tapaði þeim peningum. Hann liengdi sig í fangelsinu, af því að þú, föðurbróðir lians, vildir ekki hjálpa lionum. — Þið fáið nógu snemma að vita hvað þið liafið gert fyrir ykkur. Cæsar mun sjá um það. — Hvílík fantabrögð og liarð- ýðgi, veinuðu víxlararnir. — Þei, þei, sagði Gog, — þið megið ekki tala svona um okkar ógæta fursta. Hver veit nema hann heyri hvað það er sem þið segið. Þegar Cæsar fer að eiga við ykkur þá skulið þið ekki svara honum strax. En þegar hann er byrjaður fyrir alvöru, þá skuluð þið öskra eins og þið getið og svara játandi, öllu sem hann spyr ykkur um. Og ef liann er ekki sérlega upplagður eða verulega vondur þá hættir liann ekki sist vegna þess að hann er slæmur í löppunum, lia, ha, lia! — Það verður kannske ekki ann- að en þið verðið klipnir dálítið með töngum, þegar hann er búinn að ná næturkuldanum úr kroppnum ó ykkur, og svo eruð þið búnir í dag! Perez brópaði til Mandini: — Það ert þú, óþokkinn þinn, sem hefir komið mér i þessa bölvun — eða þá að það er Gallo. Já, það er Gallo. Gog liastaði á hann: — Þei, öskraðu ekki svona, því að þá vaknar Cæsar og kemur! Það heyrðist skruðningur fyrir utan dyrnar og Cæsar kom haltr- andi inn i pyntingarklefann, bölv- andi og ragnandi yfir löppinni á sér. Þegar hann sá Mandini og Perez skipaði liann samstundis að kveikja undir pottunum, livernig sem víxl- ararnir mölduðu í móinn. — Þögn! urraði Cæsar, — ég vil ekki hafa neinn kjaftavaðal i vinnutímanum. Þið megið öskra eins og þið getið en ekki neitt mas. Hann skipaði að setja fram teygi- bekkina og spönsku stígvélin og lét vinnumenn sína, sem komu með honum fara að glóðhita tengur og hita oliu. — Gog, kallaði hann, — brýndu gaddana á spönsku jómfrúnni, þó að þessir náungar séu orðnir svo gamlir, að þeir kæri sig varla um kvenfólk, — æ, æ, kveinaði liann, —- ég verð víst aldrei góður í þess- um fæti framar, og nú liefir Antonio fursti pantað 25 pör iijá mér — það verða 50 stigvél, sem þarf að prófa. Fari þau til fjandans. — Jú, en þú færð tuttugu dúkata fyrir hvert stígvél, og það verða 1000 dúkatar, svo að þú ert birgur ævilangt. — Þegi þú! öskraði Cæsar. Fjand- inn liafi þá peninga. Mig langar mest að komast sem lengst burt frá þessu öllu saman. En varðmenn- irnir hafa gát á mér. Bjóst jjú ekki einu sinni til einskonar hjálm með göddum i, Gog? — Það liefi ég aldrei gert, sagði Gog. — Eg er eldri og einfaldari en svo að ég geti gert þessháttar. Það þarf mciri menn en mig til slíks. Hvaða ræflar eru þetta, sem bér eru komnir? sagði Cæsar og benti á víxlarana. Héyrðu, þú með apa- nefið, hvað heitir þú? Gog sagði lionum nöfnin á nýju föngunum tveimur, sem biðu eftir pyntingunum. Eftir nokkurt rex urðu þeir Perez og Mandini sammála um að bjóða Cæsari 50 dúkata fyrir að sleppa þeim út. En þá varð Cæsar alvarlega reiður: — Haldið þið kjafti, annars sting ég glóandi töngum upp í skoltinn á ykkur. Það er þrefaldur vörður fyr- ir utan dyrnar, og hafi nokkur heyrt að þið eruð að reyna að múta mér, getur farið illa. í sama bili kom Antonio fursti inn. Hann liafði hlerað i næsta herbergi, gegnum ofurlitla lúku, sem ekki sést í pyntingarldefanum. — Jæja, sagði hann strangur á svipinn, — svo að þið ætlið að inn- ieiða mútuspillingu hér í pyntinga- klefanum líka, eina heiðarlega staðn- um, sem til er í ríki mínu! — Nei, tigni fursti, svaraði Perez. Það var Mandini, sem stakk upp á því fyrst. — Það er svívirðileg lygi, herra fursti! lirópaði Mandini. Það var Perez, sem átti tillöguna. — Ó, sannleikur, sagði Antonio angurvær, — hvi felur þú alltaf á- sjónu þína. Við verðum að láta Cæsar prófa hvor ykkar segir satt. ■—■ Náð, yðar iiátign, lirópuðu báð- ir vixlararnir livor í kapp við ann- an. — Við vorum báðir sammála um að bjóða Cæsari 50 dúkata til að sleppa okkur. — Þarna sjáum við, sagði Antonio. — En hversvegna reynduð þið ekki lieldur að múta mér? Hvað fæ ég fyrir að sleppa ykkur? — Ó, yðar hátign, stundi Perez — ég er fátækur maður. Hvað ætli ég gæti gefið yður? — Nei, nei, það er líklega synd að taka við peningum hjá fólki, sem á svo lítið að gefa. — 100 gullpeninga! lirópaði Mand- ini. — 200! sagði Perez. En Antonio hristi dapur liöfuðið. — Það er of lítið lianda mér og of milcið fyrir ykkur. Við verðum að láta réttlætið hafa sinn gang. Víxlararnir buðu 1000 gullpen- inga og' Antonio sagði, að þeir gætu talað um það seinna. En hann ætlaði að biðja þá ofurlítillar bónar. — Hvað er það, spurðu báðir kvíðandi. — Það er dálítið, sem kostar ekki neina peninga. Þá flýttu báðir víxlararnir sér að segja, að sér skyldi vera ánægja að ])vi að gera liverja þá bón, sem furstanum þóknaðist að fara fram á. — Eg hefi alltaf óskað þess, að þegnar minir gætu iifað í friði og sátt hverir við aðra, og þessi ó- friður mihi tveggja borgara hér í bænum finnst mér viðurstyggilegur og ókristilegur. Faðir ísak, sem stóð við hliðina á furstanum kinkaði kolli i ákafa og tautaði eitthvað fyrir munni ‘sér. — Þessvegna er það ósk mín, hélt furstinn áfram, — að þið sætt- ist og verðið vinir. Víxalararnir gutu liornauga hvor til annars, en svo kinkuðu þeir kolli, með scmingi þó. — Og svo ætlast ég til þess, Perez, að þú gefir Gallo, syni Mandini, Júliu dóttur þína, sem tryggingu fyrir því að vinátta ykkar haldist. — Nú, svo að það var þá Gallq, sem átti sökina, tautaði Perez fok- vondur. En Mandini flýtti sér að segja: — Ekkert væri mér kærara, en að fá hina dygðugu jómfrú Júlíu fyrir tengdadóttur. — Og ég, hélt Perez áfram, — hefi ailtaf óskað mér að eignast tengdason eins og hinn hrausta Gallo sem ekki kann að hræðast. Antonio liló hátt og sðgði, að það væri lieppilegt, að þeir skyldu hafa hittst. Hann gaf einum liirðmann- anna bendingu, og innan skamms komu Gallo og Júlía inn í pynting- arklefann. — Jæja, þá höldum við brúð- kaup bráðum, sagði Antonio og neri saman höndunum. Undir eins og Júlía sá föður sinn hljóp hún til hans og sagði grát- andi: — Ííæri faðir, þeir hafa von- andi ekki gert neitt illt? — Farðu! sagði Perez önugur, og reyndu að komast sem fyrst i hjónabandið, svo að ég komist upp ur þessum bölvuðum potti. Vatnið er alltaf að verða heitara og lieitara. — Það er ekki liættulegt, sagði Antonio og stakk fingrinum ofan i pottinn. En nú þarftu ekki að kynda meira, Gog. Svo hrópaði liann á böðulinn Cæsar og kroppinbakinn Kobo, og sagði þeim að þeir ættu að vera svaramenn, og lét siðan föður ísak gefa þau Gallo og Júliu saman. — Þú ert sannarlega svo falleg stúlka, Júlía min, sagði Antonio, að ég verð að biðja fyrir mér að ég leiðist ekki í freistni. * — Kæri sonur, sagði ísak, — ef herrann freistar þin mjög, þá er það kannske vilji hans að þú ieið- ist í freistinguna. Antonio tók liring með dýrum demanti af litlafingri og gaf Júliu í brúðargjöf. — Nú verður þú að láta mig vita, barnið gott, ef mað-, urinn þinn fer ekki vel með þig. Og livað gefur þú barninu þínu í brúðargjöf? spurði liann Perez. — Hvar eiga ungu hjónin að búa? — Yðar hátign, ég gef þeim höll- ina mína við Stóratorg. __ Og hvað finiist þér, Mandini, hæfilegt að Perez gefi dóttur sinni í heimanmund? — Hundrað þúsund dúkata, sagði Mandini ánægjulega. — Hundrað þúsund dúkata, orgaði Perez, og það ungum manni, sem ekki kann að fara með peninga. — Og þú Mandini, hvar eiga ungu hjónin að vera þegar þau dvelja í sveitinni? — Eg gef þeim óðal mitt, sem er tíu mílur héðan — 10.000 hektara lands. — Og hve mikla peninga finnst þér, Perez, að Mandini eigi að gefa syni sínum? — Tvö lmndruð ])úsund dúkata, sagði Perez og brosti í kampinn. — Ertu vitlaus! öskraði Mandini, — og Perez bara lielminginn? — Jæja, Perez, sagði Antonio, — þú gefur varla minna en Mandini. Og þegar Perez svaraði ekki bætti hann við: — Mér finnst vatnið nokk- uð kalt. Eg held að við kyndum dá- lítið meira, eða hvað finnst þér, Perez? — Náðugi fursti, ekki vil ég vera slakari en Mandini. Eg gef 200.000 dúkata. Bravó! sagði furstinn við fjár- málaráðherrann. — Skrifaðu skjöl- in. Eg vissi ekki að þessir kramar- ar ættu svona mikla peninga, Það er gott að vita hvar gullið er að finna. Og mundu, að ríkið tekur tíunda lilutann. Nú var gengið frá skjölunum i flýti. Og svo liélt Antonio áfram: — Viltu svo spyrja þá livaða gjafir þeir ætii að gefa mér. Eg vil ekki skifta mér af þessum fjármálum sjálfur. En ég var rétt búinn að gleyma, að við skuidum heilagri kirkju nokkuð iíka. Án liennar hefði .þessi hjúskapur ekki orðið. Vantar kirkjuna þína ekki ljósastikur úr gulli, ísak? ísak spennti greipar. Og okrar- arnir lofuðu andvarpandi, að þeir skyldu gefa sinn stjakann hver. — Já, kæru börn, og munið að ég vil helst stóra og þunga stjaka, þvi að þeim léttu hættir svo við að velta. — Og svo eru það 50.000 dúkatar til furstans, sagði Usuro. Hann skrifaði tvo víxla, hvorn 75.000 dúkata að upphæð, og bað vixlarana að skrifa undir. Viðauk- inn var bara þóknun fyrir umstang- ið, sagði liann. —, Mandini, venjulega eru það við sem tökum þóknun af öðrum, en nú heimtar hann 50% af okkur. Og svo skrifuðu þeir undir. — Þakkir, þegnar góðir, sagði Antonio. Eg vissi að þið munduð verða mér þakklátir fyrir náðina, sem ég hefi sýnt ykkur. Svo skipaði Antonio þá báða em- bættismenn. Mandini varð hirð-ölm- usu-útdeilandi, en Perez fékk sér til sárrar gremju titilinn: Vinur liinna hungruðu. Þeir voru færðir i skartklæði og nú fóru allir upp í hátíðasalinn, Fyrst gengu kertissveinarnir með stór kerti. Svo Perez og Mandini með marskálksstafi í hendinni og biskupaliúfu á höfðinu. Svo komu ungu hjónin og svara- menn þeirra, kroppinbakurinn Kobo og böðullinn Cæsar. Var nú sest að veislu undir dillandi liljóðfæraslætti. Þúsundir kerta brunnu i sainum, og á borðunum voru allskonar kræs- ingar, svo sem dádýr steikt í lieilu líki, fasanar og mannliæðar liáar posteikur, en gosbrunnarnir gusu ágætustu vínum. Fíflin ærsiuðust af kappi og dansmeyjarnar dönsuðu. Og nú fékk Camarillo að lesa kvæði sitt — lofkvæði til hins kæra fursta. En lionum til mikillar undrunar vakti ofurlítill viðauki, sem liann hafði gert á síðustu stundu, mestan fögnuð. Þar skýrði hann frá því hvernig Antonio með aðstoð guð- anna liefði gert kraftaverk — stigið ofan úr liásæti sínu til þess að sameina tvær elskandi sálir, sem hafði verið stíað sundur af mann- vonsku feðra þeirra. En furstinn hefði brætt klakahjörtu ])eirra, svo að þcir féllust i faðma eftir margva ára hatur. En mesta furðuverkið var að þessir tveir forhertu Jirælar Mammons höfðu sagt skiiið við af- guð sinn í auðmýkt og einlægni, til að helga sér líknarstarfsemi i víngarði herrans. — Þökk, kæru börn, sagði Anton- Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.