Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN DREXELL DRAKE: 6 »HAUKURINN« — Þú veist hvar Kolnik á heima? — Já, í Bronx. — Honum líður ekki vel. — Get ímyndað mér það. — Fór heim í þessu. Skilið? — Skilið! — Þú og drengirnir verða að sinna hon- um. — O. K. — Ekkert annað? — Ekkert annað! Svo gekk Ballard inn i mannlausan har- inn. , — Svolítið glas, Dick! — Sjálfsagt, lautinant. Ballard tæmdi glasið í einum teig og fékk tvö til. — Nú er víst kominn liáttatími, Dick. Góða nótt. — Góða nótt, lautinant. Bifreið Ballards beið á horninu. — Það er best að koma sér heim, Gerk! Og bifreiðin þaut inn Broadway. IX. 1 ÞOKUNNI. Síðari bifreiðin úr Hálfmánakjallaranum ók mjög varlega. Það var auðséð að menn- irnir, sem í henni voru, vildu ekki tefla á tvær hættur. Því að það hefði getað orð- ið örlagaríkt fyrir þá, ef þeir hefðu lent í áakstri eða orðið fyrir öðru óhappi. Að vísu var umferðin nauðalítil á þessum tíma sólarhringsins, en þokan gerði allan akstur erfiðan. Á hvaða augnabliki sem vera skyldi gat bifreið lcomið fram úr ein- hverri hliðargötunni, og þá var slysið ekki lengi að vilja til. Það munaði minnstu að árekstur yrði á horninu á 96.götu. Þar kom bifreið á fleygi ferð frá vinstri og snerti hjólhlifina á stóru bifreiðinni. — Þú ekur kannske of nærri miðri göt- unni, sagði einn maðurinn við þann, sem sat við stýrið. Þeir í stóra vaginum sinntu þessari bif- reið ekki frekar. En hinsvegar tóku þeir vel eftir henni, sem voru í litla gráa tvíset- anum, sem kom á eftir. — Þekktuð þér þennan bíl, Sarge? spurði Haukurinn. — Það er ekki annað sýnna en að Kolnik eigi að fara að gefa lögregl- unni skýrslu. Það var leiðinlegt að lautin- antinn skyldi vakin af sínum væra svefni okkar vegna, og svo svikinn um bráðina i þokkabót. Sarge var niðursokkinn í sínar eigin hug- renningar. — Þér megið ekki misvirða við mig, þó . að ég segi yður nokkur sannleiksorð, hús- hóndi. — Eg hefi heyrt mörg sannleiksorð af yðar munni, Sarge. Sum þeirra hefi ég lagt mér á hjarta en sum ekki. Hvað haf- ið þér á samviskunni? Er það með hattinn minn? — Já, einmitt, húshóndi. Eg veit að yður þykir gaman að hafa nafnið yðar með gyllt um stöfum í hattinum, og við því er ekk- ert að segja. Eða réttara sagt: við því er ekkert að segja svo lengi sem þér hafið hattinn á höfðinu eða nálægt yður. En í nótt varð mikið uppistand út af þessu. — Haukurinn svaraði ekki. — Og setjum svo að Kolnik gefi lögregl- unni lýsingu af yður? — Kolnik hefir svo margt annað að liugsa um að hann gleymir alveg hvernig ég lít út. Hann mundi auðvitað þekkja mig ef hann sæi mig aftur — en, ég verð nú tek- inn fyrr en að hann fái þá ánægju í ann- að sinn. Og hin tvö — það eru 'vitanlega möguleiki á því. En ég geri ráð fyrir, að þér séuð enn sá eini, sem veit um leyndar- mál mitt, Sarge. — Kannske, sagði Sarge. En framvegis vil ég helst fá að hafa hattinn yðar undir höndum þegar svo ber undir. — En skiljið þér etkki, Sarge, ef ekki hefði verið hatturinn þá hefði ég ekki feng- ið að upplifa þetta með lautinantinn. það gefur okkur góð spil á hendina síðar, sannið þér til. Þessi orð gáfu þeim tilefni til að minnast erindisins, sem þeir liöfðu átt í Hálfmán- ann þetta kvöld og liins óvænta árangurs, er af þeirri heimsókn varð. Sarge gætti þess að vera í hæfilegri fjar- lægð frá rauða ljósinu á stóru bifreiðinni. Hún beygði í áttina til Hudsonsfljólsins við Catliedral Parkway og liélt áfram norð- ur, áleiðis lil Drive. Þegar hún kom i út- jaðar Manhattan herti hún á ferðinni. Svo beygði hún allt í einu við Trinity-kirkju- garðinn og ók svo niður á Broadway aftur. Þeir höfðu elt hana nokkra kílómetra er þeir heyrðu hvell, og undireins á eftir sá Sarge að fjarðlægðin til rauða ljóssins var orðin miklu minni. Hann nam staðar og sá nú að stóra bifreiðin stóð kyrr. — Gat á lofthringnum, sagði Sarge. — Okkur er víst óhætt að aka ofurlítið nær og sjá hvað þeir gera. Hann ók hægt áfram svo að þeir gálu nú greinilega séð ummót vagnsins. Þokan var svo þétt að það var engin liætta á að hinir tækju eftir þeim. Fjórir rnenn höfðu komið út úr bilnum og stóðu vinstra megin við bifreiðina. Svo fóru þeir útaf strætinu, tveir og tveir saman. — Getið þér séð hvar við erum, Sarge? spurði Haukurinn. Sarge kinkaði kolli. — Það er gamla Schwerdtmanns-húsið, sem stendur þarna uppi. Vinstra megin vegarins sáu þeir óljóst nokkur tré, og lilheyrðu þau leifunum af eina hóndabænum á Manhattan. — Þetta er ekki afleilur felustaður að vetrarlagi, sagði Haukurinn. — Nei, mér sýnist þeir hera eitthvað á milli sín. — Tvö lík. Já, stóra bifreiðin hefir hvergi numið staðar síðan hún ók út úr bílaskál- anum undir Hálfmánanum. Haukurinn? opnaði hifreið sína og steig út. — Eg lield að ég verði að labba þangað. Hafið þér gát á mér á meðan, Sarge. En hreyfið þér yður ekki héðan nema eitthvað komi fyrir. Áður en Sarge gat maldað í móinn var Haukurinn kominn spölkorn fram á veg- inn og hélt sig hægra megin. Bráðum sást hann aðeins sem skuggamynd í bjarman- um frá rauða bílljósinu. Haukurinn gerði ráð fyrir að einn mað- ur væri kyrr í bílnum, nefnilega hilstjór- inn. Hann dró sjálfskeiðung með heittu blaði upp úr vasa sínum. Og þegar hann var kominn að bílnum var liann fljótur í snúningunum. — Annað afturhjólið var sprungið. Hann boraði stórt gat á hitt lijól- ið. Og það var aðeins eitt .varahljól á bif- reiðinni. IJann var varla búinn að þessu þegar hann lieyrði fótatak nálgast. Og áður en mennirnir fjórir komu fram úr þokunni hafði liann fleygt sér flötum í skurðinn meðfram veginum. Mennirnir settust inn i bifreiðina og óku af stað án þess að hafa skift um hjól. Þeir óku mjög hægt. Þegar bifreiðin var kominn í hvarf slóð Haukurinn á fætur og henti Sarge, sem kom akandi til lians. — Eg liugsa að við getum snúið við, sagði hann. -— Við höfum átt erfiða nótt og höf- um sjálfsagt gott af að komast í rúmið. — Já, og svo væri þægilegt að geta notað framljósin á bílnum í svona þoku, svaraði Sarge. Haukurinn hallaði sér aftur i sætinu. Það liafði ekki gengið sem verst í nólt, hugsaði liann með sér. Það sem hann var ánægðastur yfir var þetta, að nú vissi liann hvað orðið var af manninum, sem hafði verið skotinn i Hálfmánanum. Þessi sprunga á gúmmíinu hafði komið á allra lieppilegasta tírna. X. Árla morgunkaffi. Næturvörðurinn á Copley-Vendome varð að líta á töfluna einu sinni enn og gá að hvort sér liefði ekki skjátlasl. Númer 917 átti að vekjast klukkan 6. Það voru ekki margir gestir á Copley-Vendome, sem áttu nokkurt erindi á fætur svo snenima. Og allra síst númer 917. En þarna stóð það skýru letri að liann skyldi vakinn klukk- an 6. Númer 917 voru eflirsóltustu húsakynnin i hótelinu Copley-Veildome. Þau voru á annari liæð og með ágætu útsýni yfir noklc- urn liluta Central Parks og Broadway. Úr gluggunum var einnig hægt að sjá Empire State Building og Paramount Tower. Næturvörðurinn hringdi á aðstoðarmann sinn. — Heyrið þér, Ilarmsley, er það á- reiðanlega rétt, þetta með 917?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.