Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Ljósmyncl.: V. Sigurgeirsxon Afmælissamtal V. S. V.: Blaðasölumaðurinn í Bankastræti 85 ára VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3( Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Þó að ísland geymi livorki kola- námur né olíulindir er hver ís- lendingur eigandi meiri náttúruorku, en borgari nokkurs annars lands í heimi. Vatnsorkan nemur mörg- um milljónum hestafla og enginn veit enn til hlítar live mikil orka er fólgin í hverunum. Og svo litið er enn notað af vatnsorkunni að þar sér bókstaflega „ekki högg á vatni“. Fyrir 30 - 40 árum komst hreyf* ing á vatnsorkumálin hér á landi. Spekúlantar tryggðu sér vatnsrétt- indi í ýmsum stærstu fallvötnum landsins, áætlanir voru gerðar um stofnun G orkuvera i Þjórsá og er- lend félög stofnuð í því augnamiði að braska með þessi réttindi og selja þau öðrum. í Noregi hafði kveðið mikið að þessu og starfa þar enn félög, sem nota hina ó- dýru vatnsorku til þess að sjóða aluminium úr innfluttu hráefni og bræða nikkel úr málmi, sem flutt- ur er frá Kanada. Hér mun það einkum hafa verið aluminiumsuða, sem menn höfðu augastað á. En með fossalögunum var þessi hreyfing stöðvuð. Vatnsorka fyrir 'ofan ákveðið hámark var dæmd eign ríkisins og strangar skorður settar við sérleyfisgjöld til að reka stóryðju með vatnsafli. Eftir á munu flestir viðurkenna að þetta var rétt spor. Með stór- felldri fossavirkjun og iðnaði hefði komið inn i landið fjármagn, sem algerlega hefði borið þjóðareignina ofurliði, og jafnframt erlent fólk, sem ef til vill hefði orðið svo margt, að þjóðerninu hefð stafað hætta af. Stóriðjan i jafn fámennu landi og ísland er, gat orðið til þess að stofna sjálfstæði landsins i voða. Nú er stefnt að því að virkja fall- vötn i smáum stíl og eingöngu í þarfir landsmanna sjálfra. Reykja- vík, Akureyri, Siglufjörður og Borg- arfjörður hafa þegar stigið sporið og smámsaman færast vírarnir, sem veita Ijós, hita og orku, út um allar hinar þéttbýlari byggðir landsins. Og einn góðan veðurdag finnst raf- geymirinn, sem getur gert bændum kleift að yrkja jörðina með afli frá fossunum í stað bensíns frá út- löndum. Fyrir mörgum árum kynntist ég verkamanni hér í Reykjavík, sem bar sérlcennilegan og sterkan per- sónuleika. Hann var þó ekki stór né mikill á vclli og þó sýndist hann liærri og breiðari en hann var. Hann gekk ætíð liratt um gðturnar, beinn í baki, samanbitinn af ákafa og áræði, dálitið harður á brúnina tilsýndar en Ijómaði allur þeear maður fór að tala við hann. Rödd- in var sterk og málhliómur í henni, ef til vill nokkuð hörð og hrjúf svo að maður fór varlega með gam- anmál til að byrja með af ótta við að ef til vill bæri þessi rödd merki þess að liann gæti átt það til að að reiðast fljótt. Hann var alltaf að vinna, vann öll verk af ákafa og flýti og dró aldeilis ekki af sér. Hann sótti mjög fundi og svipjbrigði hans fylgdu nákvæmlega skapbrigð- um ræðumanna. Þetta var Eyjólfur Pálsson, Bald- ursgötu 16. Hann verður 85 ára í dag og hcfir undanfarin 5-6 ár staðið á götuhornum eða setið fyr- ir dyrum Litlu blómabúðarinnar i Bankastræti og selt bæjarbúum blöð. Þegar við höfðum þekkst í mörg ár og liitst næstum því á hverjum degi, hvarf Eyjólfur allt í einu. Hann var mér horfinn um skeið, en svo var það einn dag þegar ég lá um sumar í sólskini á Arnarhólstúni að ég sá hann koma yfir Hverfis- götuna og stefna á hólinn. í fyrstu ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum, en það var ekki um að vill- ast, þetta var Eyjólfur Pálsson. En nú var hann breyttur, hann gekk hægt, mjög hægt, gætti sín vel i mikilli umferð, liafði staf í hendi og dró við sig annan fótinn við hvert skref. Mér varð ljóst að ann- aðhvort hafði hann orðið fyrir slysi eða fengið slag. Hann kom til mín, brosti þegar hann sá mig og hallaðist svo með erfiðismunum niður í grænt grasið. Svo tókum við tal saman. Hann var i þungu skapi, röddin brotin, lieilsan farin. Hann hafði farið með heilsulausa konu sína á Elliheimilið Grund, þar dó hún. Sumarið eftir fékk hann að- kenningu af slag, og ber nú merki þess. Eg fann að gamla manninum leið hálf illa. Hann var dálitið hryss- ingslegur, gaf lítið fyrir lífið, sagði að því væri alls ekki lifandi, þetta væri hálfgert liundalíf fyrst maður gæti ekki liaft neitt fyrir stafni, ekki svo að skilja, liann þyrfti ekki endilega að hafa svo miklar tekjur, en að gera ekki neitt, hafa ekkert á milli handanna, það væri ekki fyrir lifandi menn, best væri þá að halla sér. Eg fór eitthvað að tala um það að menn á áttræðisaldri væru búnir að vinna sitt hlutverk, þeir áttu þá að fara að njóta ávaxtanna af striti sínu og nú stefndi allt að því að svo mætti verða. Hann fussaði og sveiaði við þessu. Hlutverk seg- irðu, þvi er aldrei lokið fyrir þá sem geta unnið. Hlutverki manns er ekki lokið fyrr en maður er hætt- ur að geta valdið skólflunni. Það lifir enginn á þessum sultarpýrings- ellistyrk. Nokkru síðar sá ég hann með blaðabunka undir hendinni, hann hafði hann í poka sem hékk um öxl honum. Hann var að bera út blað. „Já, maður reynir þetta, bara til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, en ég á vont taeð gang.“ Og hann varð að hætta þessu starfi. Hann rölti um aðgerðalaus, stóð stundum á götuliornum og horfði á iðandi mannlífið. Eitt sinn um kvöld í súld sá ég liann sitja á gluggakistunni hjá Jóni Björns syni og Co. Bak við hann Ijómaði upplýstur glugginn, en skuggi hans féll á spegilgljáandi liála götuna. Hann var í svartri vatnskápu, hélt krepptum hnefum um haldið á stafnum og studdi hökunni.á hnú- ana. Eg man að þá fór ég að liugsa um það, að ellilaun gætu ekki fullnægt svona mönnum, þeir yrðu að vinna, vinnan sjálf væri þeiin meira virði en það sem þeir fengju fyrir hana.... Og síðar fór hann að selja blöð. Fyrst í stað rölti liann um með fá blöð. Hann var með gömlu derhúfuna sína og í snjáðum jakka. En smátt og smátt stækkaði bunkinn, sem hann lagði af stað með, og svo var hann búinn að setja upp skinnhúfu, og síðar ldæddist hann forláta skinnjakka. Svo tók hann sér sæti efst í Banka- strætinu, fyrst þar sem Jóhann Ár- mann var og síðar við Litlu blóma- búðina. Hann kallaði nöfn hlaðanna snöggt og liart. Það var skipun í rómnum, skipun um að kaupa blöð- in. Á sunnudaginn labbaði ég heim til Eyjólfs Pálssonar til þess að rabba við hann fyrir Fálkann í tilefni 85 ára afmælisins, sem hann Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.