Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 8
8 fAlkinn Reidar Ilafslo: Kú^ariiiii skemtír mév Antonio fursta leiddist. Hann var hár maður og fyrirmannlegur, á að giska uin þrítugt, en það spillti andlitssvipnum, sem annars var fal- legur, að alltaf var ólundarsvipur um munninn. Síðan Antonio erfði ríkið eftir föður sinn, hafði liann reynt allar þœr skemmtanir, sem þeim furst- um eru bjóðandi er hafa ótakmark- að vald yfir þegnum sínum. Hann átti fegurstu skartgripi og demanta og allskonar dýrgripi. Hann hafði hirð glæsilegra manna kringum sig og undurfagrar konur í dýrindis klæðum, og leiktrúða, skáld og lærða menn. Hallarsalurinn ljómaði af gulli og demöntum, og dansmeyjarnar svifu grannvaxnar um gólfin við hrynjandi hörpusláttarins. Og vin- ið glóði í bikurunum. En Antonio benti hörpuleikurun- um að þeir skyldu þagna, og liið dýra vín stóð ósnert fyrir framan liann. Og skáldið Camarillo beið árangurslaust eftir merki um að hann skyldi lesa kvæði sitt. Antonio leiddist hræðilega. Hinar fögru konur hiröarinnar reyndu árangurslaust að vekia at- hygli hans á sér, og hiröfíflið — kroppinbakurinn Kobo — yfirgekk sjálfan sig í fíflalátum. En þegar allt hans amstur við að kæta furst- ann reyndist unnið fyrir gýg, liróp- aði hann að lokum: — Antonio! Hvor okkar er hin- um til meiri leiðinda? — Eg held, sagði Anlonio þreytu- lega, — að þú, fiflið, sért leiðin- legri en ég, þvi að þú talar mest. Hvernig væri að skera úr þér tung- una — kannske yrðir þú skemmti- legri þá. Þá þagnaði fíflið og fölvabros fór um varir hirðfólksins. Tveir skopgæðingarnir, Hlátur og Grátur hétu þeir, gátu ekki heldur vakið bros á vörum Antonios. Þeir leiddust fram og aftur um hallar- salinn, hjólbeinóttir og vagandi, án þess að furstinn virtist sjá þá — brostu hvor til annars, svo að munn- vikin teygðust upp að eyra öðru- megin á andlitinu, en liinumegin var kjamminn grátbólginn að sjá. Læknisaðgerðin, sem þurft hafði til að breyta útliti þeirra þannig, hafði kostað dr. Carida hirðlækni margra ára starf og óteljandi tilraunir á hælinu fyrir munaðarlaus börn, sem furstinn liafði stofnað með ærnum kostnaði. Antonio fursti benti kanslara sín- um, Jústusi greifa, og spurði: — Hvað er að frétta úr ríki mínú? — Ekki annað en það, yðar há- tign, að ást þjóðarinnar á fursta sinum fer sivaxandi. í dag hafa ekki nema tiu verið fangelsaðir fyr- ir hátignarmóðgun, en 20 í gær. Annars hafa verið nokkur smá-upp- þot útaf skattahækkuninni. Þrír skattstjórar drepnir. En Mors kap- teinn — sem nú hefir hækkað í tign- inni upp í majór — lét vopnin ríða á hyskinu og þeg'ar hann hleypti svörtu riddarasveitinni á skrílinn tróðust margir undir og 250 dráp- ust. Þetta er góð æfing fyrir ridd- araliðið og ágæt kenning fólki, sem leyfir sér að mögla gegn vorum rétt- láta fursta og lians viturlegu til- skipunum. * — Og hvar hefirðu látið þessa tíu fanga? spurði Antonio vingjarn- lega. — í pyntingaklefann eins og vant er. Óskar yðar liátign að lilusta á yfirheyrslurnar? — Nei, sváraði Antonio. — Eg er hættur að liafa gaman af pynt- ingarklefanum. Það er alltaf það sama þar, upp aftur og aftur. Ann- aðhvort nota þeir tengurnar eða liitann. Það er eins og í eldhúsinu lijá brytanum mínum, letingjanum þeim. Hann getur heldur ekki fund- ið upp á neinu nýju. En nú skulum við vita hvort við getum ekki liresst upp á gáfurnar í honum meistara Eiríki. Kannske hann fjörgist eitt- livað ef við notum lians eigin að- ferðir á honum sjálfum. Láttu hann fá dálitla ádrepu í pyntingarklefan- um, en það má ekki leika liann of hart. j Öll hirðin klappaði saman lóf- unum af fögnuði, og Kobo vakti almennan fögnuð er hann spurði, hvort einhver af hirtum viðstöddu vildu ekki læra pyntingar, með þvi að láta reyna þær á sjálfum sér. Kanslarinn hrósaði þessari á- gætu tillögu furstans og mælti með þvi að böðullinn Cæsar yrði hækk- aður i tigninni. — Þetta er mjög efnilegur ung- lingur, yðar hátign. Hann sýnir bæði áhuga, hugkvæmni og sjálf- stæði í starfi sínu. Þannig hefir hann fundið nokkrar nýjar leiðir til þess að láta fangann öskra svo ferlega, að mann verkjar í eyrun. Já, mér er óhætt að segja að hann er snillingur. Hann hefir smíðað skrítið járnstígvél. Það lierpist sam- an þegar maður lyftir fætinum. En þegar maður stígur i fótinn rekast gaddar upp i ilina. Kannske við ættum að láta hann reyna þetta sjálfan? spurði hann og brosti i kampinn. — Það væri gaman að því, sagði Antonio og hresstist við. — Borgaðu lionum fimm liundruð gullpeninga fyrir. Það ber að launa, sem vel er gert. Og skrifaðu svo frændum mínum, hágrannafurstunum, og til- kynntu þeim, að þeir geti feng'ið svona stígvél fyrir 1000 dúkata stykkið. Cæsar skal fá þá hjálp sem hann þarf, og auk þess 20 gullpen- inga fyrir hvert stígvél, jafnóðum og þau eru fullgerð. En liann verð- ur að prófa þau sjálfur í minni viðurvist. Kanslarinn spurði hvað ætti að gera Við fangana tíu. — Láttu kvelja fimm þeirra á vixl i einn stundarfjórðung, en aðeins að þriðja stigi. Þeir hugliraustustu fá fullt frelsi og 5 dúkata að gjöf. Hinir skulu drepnir. En fyrst verða þeir að fá blessun kirkjunnar. Eg get ekki sent þegna mína út úr þessum lieimi, nema ég viti að þeim verði séður farborði í þeim næsta. En séu þeir forhertir og vilji hvorki skrifta né iðrast þá settu þá inn i hitaklefann og láttu þá vera þar þangaö til þeir lioppa af frjálsum vilja ofan í brunninn í gólfinu. — Miskunnsemi yðar hátignar er óbreytt, sagði Justus greifi, um leið og hann hneigði sig og fór út úr salnum. \ — Amen! tautaði skriftafaðir Antonios. — Faðir Isak! Og svo spennti liann greipar. Antonio tilkynnti að hérmeð væri stjórnarstörfunum lokið í dag. Ilann stóð upp og gekk inn í garðinn, sem var umluktur liáum múrvegg á all- ar liliðar. Það angaði af ilmsætum blómum og vinviðarteinungar uxu meðfram stigunum. Þar uxu sjald- gæf tré og þar stóðu höggmyndir á stöllum og gosbrunnar á milli. En Antonio fann enga gleði i allri þess- ari fegurð. — Hvílíkur tómleikans heimur er það, sem við lifum i, hrópaði hann. — Aumasti búandakarl lifir sælla lifi en ég, þótt vitanlega vilji ég ekki skifta við hann, bætti hann við. — Hann hefir þó eitthvað að þrá, og hann gleðst yfir að fá lé- lega máltíð. Eg sem hefi allt vald til þess að gera aðra glaða eða auma get ekki einu sinni hrakið min eigin leiðindi á burt. Varðmaðurinn lirópaði aðvörun- aróp, og allt í einu sá hann ungan mann koma vaðandi að sér, með brugðið sverð í liendinni. Hann var klæddur flauelsklæðum og með lítinn hatt með fjaðraskúf á liöfð- inu. Antonio varð svo liræddur að liann rak upp óp og ætlaði að leggja á flótta, en ralc tærnar i eitthvað og datt. Maðurinn var nú kominn að lionum og reisti liann á fætur. Elrki var Antonio fyrr staðinn upp en hann brá rýtingi sinum og ætlaði að reka hann í brjóstið á unga manninum. En hann féll á liné og hrópaði: — Frelsið mig, Antonio fursti! Eg klifraði yfir múrinn til að bjarga lífi mínu. Eg var eltur af óvinum minum, sem ætla að drepa mig! Nú voru varðinennirnir komnir að og ætluðu að drepa unga mann- inn, cn Antonio gaf foringja þeirra bendingu um að lialda sig í fjar- lægð. — Hvað heitir þú? spurði liann. — Gallo Mandini, tigni fursti. Eg er sonur víxlarans Mandini og elska Júlíu, dóttur Perez vixlara, liaturs- manns föður mins. Það var komiö að okkur þar sem við vorum á ásta- fundi, og Perez skipaði mönnum sínum að drepa mig. Ó, fursti, hjálpa þú okkur! Perez ætlar að setja Júliu í klapstur, og faðir minn veröur æfareiður þegar hann heyrir um ástir okkar Júlíu. Antonio brosti ánægjulega. — Þetta var sannarlega tilbreyt- ing. En hvað viltu að ég geri, Gallo? Hvernig á ég eiginlega að lijálpa þér? — Tigni fursti, lijálpa þú okkur til að sætta feður okkar, svo að þeir fallist á ráðaliag okkar. Herr- ann mun launa yður fyrir, og þakk- læti okkar mun fylgja yður eilíflega. — Eg hefi að vísu heyrt skáldin dásama ástina, en ég hefi aldrei upplifað, að maður vildi fórna nokkru fyrir hana. — Jæja, við skul- um nú sjá, hvort ég get sætt karl- ana, sagði hann svo og kinkaði kolli. Furstinn skipaði að setja Gallo í gæslu og fara vel með liann. — Þú heldur lélega vörð, liöfuðs- maður, hélt hann áfram — en ég ætla að fyrirgefa það í þetta sinn. Svo skipaði hann að láta sælcja okrarana tvo, Perez og Mandini og afhenda þá böðlinum Cæsari, en honum ætlaði Antonio að gefa nán- ari fyrirmæli. Júlía átti að fá fögur herbergi til íbúðar, og allt sem hún óskaði. En hún mætti ekki fara út úr liöllinni. Daginn eftir voru Perez og Man-» dini — stærstu víxlarar og rikustu menn borgarinnar — sóttir og fengn- ir Cæsari til vörslu. Gog gamli fangavörður setti þá i lilekki og stakk þeim hvorum í sinn pottinn í pyntingarklefanum. Það var kalt þarna í kjallaranum og þeir mót- mæltu kröftuglega þegar Gog fyllti stamp með vatni og fór að ausa því í pottana. En Gog gamli hughreysti þá: — Já, garmarnir, ykkur er kalt, en bráðum skal ykkur verða nota- lega lieitt! Það fór lirollur um fangana. — Sei, sei nei, verið þið ekki hræddir, drengir. Það er alls ekki eins slæmt liérna og fólk lieldur. Það er ekki annað en þvaður. Bara ef þið venjist lífinu liérna þá lið- ur ykkur vel. En munið bara að reyna ekki að stilla ykkur þegar liann Cæsar fer að eiga við ykkur, því að þá heldur liann að það sé þrái í ykkur. Og þá er enginn misk- unn lijá Magnúsi, því að Cæsar get- ur verið harðskeyttur þegar liann vill. Já, liann er duglegur hann Cæsar. Og nú hefir hann grætt sand af peningum, því að Antonio fursti getur verið höfðinglegur stundum. En við eignumst aldrei neitt i lienni veröld nema við vinnum fyr- ir því. Furstinn var heilan klukku- tíma hérna í dag, þegar Cæsar var að reyna stígvélið sitt. Það var nú sjón að sjá. Cæsar hoppaði og dans- aði og öskraði, og Antonio fursti — hann sem er alveg hættur að hlæja — hann ætlaði að veltast um af hlátri. Og allt fína hirðfólkið hans hló líka, og sumir fangarnir, sem Cæsar liafði verið að kvelja rétt áður, flissuðu úti í horni.... Perez spurði hvað furstinn mundi vilja honum, og hvað liann hefði gert fyrir sér. — Eg er heiðarlegur maður, ég hefi aldrei tekið meira en hundrað af hundraði fyrir nokkurt lán.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.