Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN L’Academie Francaise Frægasta menningarstofnun Evrópu Franska Akademíið er ein af elstu menningarstofnunum veraldarinnar og- meðlimir hennar eru kallaðir „hinir ódauðlegu“. L’Academie Francaise, frægasta og kunnasta stofnun andlegs lífs i Frakklandi, hélt eigi alls fyrir löngu fyrsta fund sinn frá því fyrir styrj- öldina, eftir fimm ára hvíld. En þessi stofnun hafði átt meira en ,þrjú hundruð ára frægðarferil að baki sér, eða allt frá dögum Lúð- víks XIII. Þessi stofnun mtin vera hin elsta sinnar tegundar í veröldinni og lief- ir orðið fyrirmynd fjölda svipaðra stofnana i ýmsum löndum heims. Sænska akademíið, sem stofnað var löngu síðar og sem telur 18 meðlimi (De aderton er stofnunin oft kölluð) er til dæmis sniðið eftir franska akademiinu. Academie Francaise byrjaði smátt. Það byrjaði sem einskonar klúbbur rithöfunda og manna, sem áhuga höfðu fyrir bókmenntum, og hófust fundir þess kringum 1629, heima hjá einum meðlimanna. Þeir lásu þar og ræddu rit einhvers félagans, gagn- rýndu hver annan og gáfu góð ráð, og röbbuðu um daginn og veginn. Þetta v'ar allt mjög laust i böndun- um og lítið skipulag á félagsskapn- um, enda var ekki tilgangurinn að koma upp neinni fastri stofnun eða láta til sín taka út á við. Þeir vildu þvert á móti halda félagsskapnum leyndum, svo að meðlimirnir gætu talað óþvingað. Tæplega hefði Academie Franc- aise nokkurntima orðið úr þessu ef Richelieu kardináli, hinn voldugi kanslari Frakklands, hefði ekki kom- ist að félagsskapnum fyrir lausmælgi eins meðlimsins. En rikisstjórn Frakklands á timum Lúðviks XIII. vildi hefja rikið til vegs og virð- inga á sem flestan hátt, og einn þáttur þess var sá, að eignast fræga bókmenntastofnun, sem ríkið ætti sinn hlut að. Richelieu bauð þvi 9 af félagsmönnunum að breyta einkafélagi þeirra í akademí, enda væru lög þess og reglur staðfest af rikinu, en hinsvegar fengi félag- ið álcveðin verkefni af opinberri hálfu. Þetta náði fram að ganga á næstu tveimur árum. Félagatalan var fyrSt aukin upp í tólf, síðan í 28 og loks i 40 — „hina 40 ódauðlegu“. í janúar-febrú- ar 1635 fékk féiagið viðurkenningu konungs og kanslara og stofnskrá þess gefin út. Akademíið er þvi sem næst 312 ára gamalt um þess- ar mundir og það er löng og merk saga andlegrar menningar í Frakk- landi, sem gerst hefir innan vé- banda þess — stjórnmálaþróun frá hátindi franska einveldisins á tím- um Lúðvíks XIII. og XIV. um frönsku byltinguna, Napoleon, annað keis- aradæmið, tvær heimsstyrjaldir og versta hermálaósigur, sem Frakkar hafa nokkurntíma beðið — fram til líðandi stundar. í bókmennta- legum skilningi geymir akademíið fjölbreytta sögu, allt frá frægðar- tíma klassisku bókmenntana frönsku fram til mesta skálds „existential- ismans“, Jean-Paul Sartre. í þessar rúmar þrjár aldir hafa frönsk áhrif á andlegt lif Evrópu verið mikil. Stundum hafa þau ver- ið ráðandi, stundum lítilvægari, en aldrei núll. Eftir að akademiið hafði fengið stofnskrá sína voru því falin ákveð- in viðfangsefni til úrlausnar. Aðal- verkefnið var — og er — að vera á verði um franska tungu. Akademíið átti að gera frönskuna fagurt, ijóst og lipurt tæki husunarinnar, svo að franskt andríki fengi að njóta sín, frjálst af þeim viðjum, sem ófull- kofnin tunga leggur hugann í. Þessu takmarki átti að ná með því að gefa út ýms undirstöðurit: Orðabók, mál- fræði, mælskufræði og bragfræði. Margur mundi nú lialda, að það hefði unnist á stuttum tíma að koma þessu í framvæmd, en í raun- inni hefir Akademíið ekki gert þetta nema að nokkru leyti á undan- förnum 300 árum. Fyrsta útgáfan af orðabókinni kom út 1694, áttunda útgáfan var fullgerð 1935. Og árið 1932 kom fyrsta útgáfan af málfræði Akadem- ísins. En enginn veit hvenær hinar tvær bækurnar koma. Það verður ekki gert í fljótu bragði að „kort- leggja“ heilt tungumál. Vandinn verð ur sérstaklega mikill þegar hlut- verkið er ekki aðeins að skrásetja heldur einnig að hafa áhrif á þró- un tungunnar, gera hana algilda og búa hana öllum þeim kostum, sem grískan og latínan höfðu á sín- um frægðartíma, og gera hana hæfa til þess að hafa sama hlutverkið í nútímanum, sem griskan og latin- an höfðu í fornöld. Þegar litið er til baka yfir sögu Akademísins verður ekki annað sagt en það hafi starfað vel að hlutverki sínu, eftir ástæðum. Frönsk tunga hefir orðið lipur svo af ber, hentugt tæki hugsuninni, og hefir haft mikil áhrif utan Frakklands. Sem tunga stjórnmála og vísinda hefir fransk- an oft verið mestu ráðandi, og það hlutverk er ekki ennþá á enda, þótt áhrifanna gæti minna nú en áður, eftir að önnur mái hafa komist í fyrirrúm. Við stjórnarbyltinguna miklu varð Akademíið fyrir miklum hnekki. Það var leyst upp 1793 ásamt öðr- um yisinda- og menningarstofnun- um, en árið III (1796) var það endurskipulagt sem deild i hinu nýstofnaða Institut de France, en sú stofnun nær nú yfir franska vis- indafélagið og þrjú önnur akademí. Þau eiga sameiginlega byggingu i París. Napoleon breytti skipulagi Institut de France, en sú breyting snerti ekki Academie Francaise, sem fékk sitt gamla nafn aftur. En í rauninni er það aðeins nafnið og verkefnin, sem mynda samhengið milli ]dcss sem var og er fyrir bylt- inguna. Akademiið er alveg ópóli- tiskt. Það viðurkenndi fyrsta keis- aradæmið og konungdæmi Lúðvíks Filipps, en veitti Napoleon III. nei- kvæða andstöðu, og enginn stjórn- málamaður frá hans tima fékk inn- göngu í hóp „hinna ódauðlegu". Það er vert að athuga hvort Aka- demíið, sem hefir haft svo merki- lega forustustöðu í franskri menn- ingu, hefir haft alla fremstu andans menn Frakklands innan vébanda sinna. Það kann ekki að þykja Nýr meðlimur fœr hattinn sinn. merkilegt, að af hinum lyrstu 40 meðlimum þess eru varla nema tíu, sem nefndir eru í bókmenntasög- unni. Hitt er merkilegra að ýmsir frægustu rithöfundar og menningar- frömuðir þjóðarinnar hafa aldrei verið í Akademíinu. Meðal þeirra má nefna Descartes, Malebranche og Pascal. En furðulegast kann ef til vill að þykja, að frægasti leikrita- höfundur Frakka fyrr og síðar, Moliere, var ekki meðlimur. Hann var nefnilega leikari jafnframt, og leikarar voru ekki á hávegum hafð- ir i þá daga. En Akadcmíið hefir bætt fyrir þetta eftir mætti með því að setja upp brjóstmynd af Moliere í fundarsal sínum með þessari áritun: „Rien ne manque á sa gloire, il manque á la notre“. (Ekkert skortir á frægð hans, en liann vantar á frægð okkar). Annars er þáð algengt að frægir menn verði utangarðs hjá Akademí- inu. Stofnun sem þessi lilýtur í eðli sínu að verða nolckuð aftur- haldssöm, og kýs sér tæplega menn, sem prédika byltingar á stjórnmála- eða bókmenntasviðinu. En stund- um hafa þó verið þeir timar, að í Akademíinu voru öll andans stór- menni þjóðarinnar, svo sem á síð- ari hluta 17. aldar. Síðustu 50 ár- in hafa einnig flestir þeir, sem hátt ber á, verið meðlimir. En liverjir geta fengið inngöngu? í fyrsta lagi eru það rithöfundarn- ir. Nálega allir bestu rithöfundar Frakka verða nú meðlimir fyrr eða siðar. En ekki eru neinar fastar reglur um þau skilyrði, sem menn verða að uppfylla, og.oft liafa þeir verið kjörnir meðlimir, sem getið hafa sér orðstir í stjórnmálum, list- um, vísindum eða hernaði. Þó eru þessir menn að jafnaði rithöfund- ar jafnframt. Sem dæmi frá síðari árum má nefna stjórnmálamennina Clemenceau, Poincaré* Eartliou, mar- skálkana Lyautey, Foch, Joffre og Petain og Weygand hershöfðingja. Meðlimirnir eiga jafnan að vera 40. Þegar einn deyr skal sæti hans

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.