Fálkinn


Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.02.1947, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNCSSVU LCS&NbURHSR I sveppaleit Hér á landi cr lítið gert að því að nota sér ætisveppa en í nágranna- löndum þykja þeir mesta sælgæti. Og það er á haustin, sem fólkið safn- ar þeim. En til þess að tína æti- sveppa verður maður að hafa þekk- ingu á þeim, því að sumir sveppar eru eitraðir, en nauðalikir ætum sveppum fyrir því. Líka eru sumir sveppar tíndir til að hafa til skrauts í stofunni á sama hátt og blóm. Ef vel er geng- ið frá þeim í fallegum mosa, geta þeir verið besta stofuprýði. Flestir sveppar eru ýmist með fellingum eða holum á „hattinum". í þessum holum eru sporarnir, sem nýju svepparnir myndast af, og þið getið hugsað ykkur að sporarnir, eru margir, þegar ég nefni ykkur að á eftirsóttasta ætisveppnum, champignon, myndast um 1800 mill- jón sporar á tveimur dögum. En fýsissveppurinn er þó meiri, því að hann myndar 7 billjón spora. Óvæntur atburður Skrítlur Fakírinn sem lætur fólk hverfa Indverski fakírinn ber bumbu til þess að draga fólk að sér. Svo brenn- ir hann reykelsi og kveikir í rusli, sem mikill reykur verður af, tekur litinn dreng við hönd sér og segir fólkinu, að hann ætli að láta þenn- an dreng liverfa upp í himingeim- inn. Tekur síðan kaðal og kastar öðrum endanum upp í loft — og kaðallinn hangir í lausu lofti! — Drengur klifrar upp kaðalinn — hverfur. Þú hefir kannske lieyrt talað um þessa gjörninga fyrr, og furðað þig á hvernig hægt sé að gera þetta. En í rauninni er ofur einföld skýr- ing til á þvi. Það er ekki hægt að leika þessa ]ist nema þar sem stórir pálmar eru skammt frá. Áður hefir fakír- inn strengt sterka en mjóa, hvíta silkisnúru á milli tveggja pálma. Snúran sést ekki í sólskininu. Og reykurinn frá eldinum gerir sitt til að leyna henni. Áhorfendurn- ir vita auðvitað ekkert um þetta, og nú fleygir fakírinn kaðlinum upp í loftið. Áhorfendurnir hafa Skoti kom í hnífasmiðju í Shef- field og var sýnt þar allt, hátt og lágt og að endingu gaf forstjórinn honum sjálfskeiðung til minja, og gat þess um leið að réttara væri að hann fengi hálfan penny á móti, svo að vináttan spilltist ekki. — En ég hefi engan hálfpenny, sagði Skot- inn. — Það er sama þó að það sé penny, sagði forstjórinn. — Jæja, sagði Skotinn, — En ég ætla að skifta og fá mér dýrari hníf. ekki séð, að einskonar öngull er á kaðalendanum og hann festist á silkisnúrunni. Nú hangir kaðall- inn að því er virðist i lausu lofti, en drengurinn klifrar þangað til hann kemur að silkisnúrunni, og af því að hann er æfður línudansari cr honum auðvelt að ganga á snúr- unni að næsta pálma og fela sig þar í krónunni eða lesa sig niður án þess að til sjáist. En á meðan talar fakírinn við fólkið til þess að draga athygli þess frá drengnum. Fyrir utan kirkjudyr i Vestur- heimi var stór mynd af prestinum. Og undir var tilkynnt efni ræðunn^ ar, sem liann ætlaði að flytja: — Lítið á, þekkið þér djöfulinn í sjún- Læknirinn: — Eg get eklci fundið að það sé neitt að yður nema minn- isleysi! Sjúklingurinn: —Minnisleysi? Því þá það? Læknirinn: — Þér hafið gleymt að borga mér reikninginn, sem ég sendi yður fyrir tveimur árum. Fíllinn gleymir aldrei. — Rétt, nú man ég það — það var í Afríku 19121 —- Ileyrðu, pabbi — ef leóparð- inn sleppur út og étur þig, — hvaða strætisvagn á ég þ.á að taka heim. • Skáldið: — Eg er að liugsa um að gefa út Ijóðin min undir nafn- inu Guðmundur Jónsson. Vinur: — Jæja, en finnst þér það fyllilega heiðarlegt? — Nú vona ég að þér liafið ekki neitt sérstakt í huga árin 19M til 1958, að báðum árum meðtöldum. — Gífurtiðindi! Gífurtiðindi! — Eldakona óskar eftir atvinnu! íbúð til leigu! — Kaupið „Nónpóstinn!" ......Gífurtiðindi! Skáldið: — Því ekki það? Vinur: — Hugsaðu þér allan þann fjölda saklausra mann, sem þú fellir grun á. *****

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.