Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1947, Side 7

Fálkinn - 14.02.1947, Side 7
FÁLKINN 7 mmlim Rio de Janeiro, höfuðborg Braziliu, hefir löngum verið rómuð fyrir feg- urð. Þar getur að líta fögur fjöll og kletta, trjágróður og blóma- runna. Hinir stílhreinu skýjakljúf- ar setja og sinn svip á borgina og ströndin blá dregur að sér gesti hennar. — Það má einnig minna á að í Rió setja stjórnmálin sinn blæ á borgina, eins og eðlilegt er um höfuðborg miljónaríkis. Fyrir ekki alllöngu fóru borgarbúar t. d. í hópgöngu til rússneska sendi- ráðsins þar og létu all ófriðlega. Var þetta gert í mótmælaskyni vegna móðgunar sem braziliskur stjórnmálaerindreki varð að þola er hann dvaldi í Moskva nýlega. ***** Fyrsta verk forsetans. — Auriol, hinn nýkjörni forseti Frakk- lands, byrjaði embættisferil sinn með því að leggja blómsveig á gröf óþekkta hermannsins undir sigurboganum. Myndin er frá þeirri athöfn. Auk Aurol sjást m. a. þeir Leon Brum og Gentilhomme hershöfðingi á myndinni. Stansgate lávarður fyrrum þingmaður og flugmálará,ðherra síðan 19i5, fékk þann vanda á hendur að verða formaður nefndar þeirrar, sem Bretlandsstjórn setti á laggirnar til þess að semja við Egypta um endur- skoðun á hermálasamningi rikjanna. Egyptskir sjálfstæðismenn krefjast þess að Bretar verði á burt með all- an sinn her úr landinu hið fyrsta. Stansgate er tæplega sjötugur og fékk lávarðartign 19M, en fyrir þann tíma hafði hann komið mikið við opinber mál. 1906 -1918 sat hann á þingi fyrir St. George Tower Ham- lets og síðan i 9 ár fyrir Leith og var jafnan l frjálslynda flokkmim. Um skeið var hann forseti i borgar- ráði Lundúna. Árið 1928 gekk hann í verkamannaflokkinn og var þing- maður fyrir Aberdeen til 1931, og á þeim tíma varð hann Indlands- málaráðherra. Indverska þingið tekur til starfa. — Acharya Kripalani, forseti indverska þjóðþingsins, sést hér með konu sinni. — Myndin er tekin við komu þeirra til fyrsta þingfundarins í New Delhi. Ný þýsk frfmerki. — Þýsku frímerkj- unum verður breytt, eins og öllu öðru i Þýskalandi, til þess að upp- ræta nazismann. Hér eru sýndar fjórar tillögur um frímerkjagerð af 6000 sem bárust yfirstjórn Banda- manna í Þýskalandi. Allar eiga þær að tákna ósigur Nazismans, hryggð yfir örlögum Þýskalands eða fram- tlðarinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.