Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 14

Fálkinn - 28.02.1947, Qupperneq 14
14 FÁLKINN GuSmundur H. Guðmundsson, skip- stjóri, Flókagötu 1, verður fimtugur 4 mars næstk. LENGSTI skip,askurður veraldar er hvorki við Súez né Panama heldur er hann í Svíþjóð og lieitir Göta- Kanalen. Hann er 115 enskar mílur, en Súezskurðurinn ekki nema 100 og Panamaskurðurinn 50. Skurður- inn frá Volga til Moskva er 80 míl- ur og Aibertskurðurinn jafnlangur, en Kielarskurðurinn 61 míla. Göta- kanalen liggur frá Götaelven og eftir honum og' um stórvötnin Vanern og Vattern er hægt að komast siglandi til austurstrandar Svíþjóðar, skamint fyrir sunnan Stokkhólm. En hann er aðeins fær smáum skipum. ***** Látið ekki mölinn granda eignum yðar. Vellyktandi möl- kúlur fást í flestum smáversl- unum. 1 heildsölu hjá Kristján G. GísIason&Co. Bllaraðirnar við IIag;a. Stærsta bílascnding sem komið hefir hingað til landsins, kom fyrir skömmu með leiguskipi Eimskipa- fólagsins „Lublin“. Það eru mest- megnis franskir „Reynaud“-bílar í HITLER sendingu þessari, en eitthvað líka af „Skoda-bílum. Ljósu bílarnir eru „Skoda“-bilar. — Myndin er tekin af bílunum á stæði við Tlaga á Mel- unum og munu vera yfir 100 talsins. Nanna Egilsdóttir söngkona. Innan skamms mun frú Nanna Egilsdóttir halda hljómelika liér í Reykjavik með aðstoð dr. Urbantscli- itsch. Frúin hefir dvalist í Þýskalandi og Austurriki öll stríðsárin og hefir hún getið sér góðan orðstír ytra fyrir söng sinn. Nanna er dóttir lijónanna Þórunnar Einarsdóttur og Egils Guðmundssonar í Hafnarfirði. Framh. af bls. 3. fyrir honum á hverju götuhorni. Sjaldan kom hann út úr jarðhúsinu, sem hann hafði herstöð sína í, og sjaldan sá hann annað fólk en skottu lækni sinn, ritara sína og nokkra andlausa hershöfðingja. Hann kom sjaldan til vígstöðvanna, vissi aldrei til fullnustu um þær ófarir, sem herir hans fóru, eða þau áföll, sem borgir hans og iðjuver urðu fyrir. Öll stríðsárin kom liann aldrei i borg, sem eyðst hafði í sprengju- regni. Meðan Þýskaland var að molna i rúst, var hann að brjóta heilann um ýms áform viðvíkjandi skipulagningu borga og húsagerðar- list. Hann var ekki að gera teikn- ingar að breytingum á Buckingham Palace eins og hann vildi hafa það fyrir sjálfan sig, eins og óvinir hans sögðu. Hann var að gera frumdrætti að nýju söngleikhúsi og listasafni i Linz. Framhald i næsta blaði. „Lordmajorinn" heldur boð. — Borg- arstjóri Lundúnaborgar, eða „lord- mayor“ eins og hann er kaUaður, bauð mjlega 1200 börnum á síðkjóla- ball. Hér sést hann heilsa einum hinna litlu gesta, sem augsgnilega finnst mikið koma til klæðnaðar gestgjafans. FLEET STREET. — Eins og kunnugt er liafa öll siærsíu blöð Lundúnaborgar aðsetur silt í Fleet Street, og sést hluti af göt- imni hér á mgndinni. Stórblöðunum hefir farið fækkandi að undanförnu, og mikil tilhneiging hefir verið til hringamyndun- ar. Þar sem þetta er talið hættulegt fgrir prenlfrelsið og skoð- anafrelsi yfirleitt, þá hefir breska þingið fyrirskipað rannsókn á málum þessum. Ofhugiö!_____________________________ Vikublaðið Fálkinn er selt í lausasölu í öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauðsölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið.- Uikublaöið „Fálkinn“-----------------

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.