Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framky.stjóri: Sravar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR I>að er góðs viti fyrir fraragang handritamálsins svonefnda, að 45 danskir lýðskólastjórar liafa sent stjórn Danmerkur og ríkisþinginu áskorun um að skila íslendingtun aftur handritum þeim íslenskum, sem þeir liafa gert kröfu til. Meðal þeirra handrita cru mestar þjóðar- gersimar íslendinga, sem vitanlega eiga livergi heima annarsstaðar en á íslandi og hvergi er jafngóð að- staða til að nota eins og á íslandi nú, eftir að landið liefir fengið liáskóla, sem setur mestan metnað sinn i það að verða græðireitur tung'u vorrar og bókmennta. Það var vel farið, að íslenkir lýð- háskólamenn lögðu orð i belg um þctta mál. Því að á dönsku lýðhá- skólunum hafa íslendingar átt besta hauka í horni í Danmörku. Andi Grundtvig svíflir þar yfir vötn- unum og Grundlvig vissi betur en aðrir Danir hvers viði fornbók- menntirnar voru norrænni menn- ingu, og vissi líka livaðan þær komu. Nú situr vinstrimannastjórn að völdum í Danmörku og yfirleitt hefir danska lýðliáskólastefnan tal- ist til þess flokks. Svo að ástæða er til að vona, að handritamálið fái þau úrslit, sent íslendingar óska og að handritin verði afhent íslending- um á þeirn g'rundvelli að þeir eiga siðferðilegan rétt til þcirra, hvað sent öllum lagakrókum liður. Þvi má heldur ekki gleyma, að rnargar mætar raddir í Danntörku, auk þeirra 45, sem nú voru nefndar, hafa mælt með þvi að handritin yrðu af- lient; En það eru fleiri en Danir, scm íslcndingar þurfa að tala við um gömul handrit. í Svíþjóð eru stór- rnerk íslensk handrit, scm ef til vill eru lögleg eign safna þar, cn eiga þar alls ekki heima. Sænski dósent- inn i Reykjavik, Hallberg, hefir skrifað um þessi handrit af fulluin skilningi á málstað íslendinga, og nú vcrður að fylgja því rnáli vel eftir. Og bæði í enskum og þýskum söfn- um eru liandrit, sem best væru lcomin á íslandi. Einvaldskonungar höfðu gaman af að skrcyta sig með fágætum fjöðr- um og sumum íslendingum þótti gaman að gefa þeim gjafir. En sá tími er nú liðinn. Og nú eigum við háskóla. Svinadalur heitir hann, en fegra væri Sveinadalur og réttnefni, síð- an drengirnir úr K. F. U. M. fóru að dveljast þar á sumrin. 24 ár eru liðin siðan útilegur drengjanna lióf- ust þar, en 25 ár síðan sumarstarf- ið liófst með viðlegu austur i Vatns- leysu i Biskupstungum. Skin og skúrir gefa dögunum til- hreytni. Það brakar í grasi og greinum af þurrki undir fimum fót- um „Indíánanna", sem jieytast um skóginn og berjast um „gullið“. En stundum hefir regnið bulið á tjöld- unum, þar sem sofið er um „há- bjartan“ daginn eða dundað við einhverja dægradvöl. En nú er það skálinn, sem tekur á sig skvetturn- ar. Vátnið og völlurinn, fossarnir og fjöllrn, allt eru það frcistingar - góðar freistingar, hollar og hug- ljúfar þó; þær vekja ekki vonda samvisku, þó að Guðs orð gerist nærgöngult, áður en gcngið er til náða. Sönglist og sundlist eiga og full- trúa meðal skógarmanna, og hlaup- arar eru til, sem geta sprett 'úr spori, jafnvel kringum allt Eyrar- vatn. Birki og víðir eignast vini. Reyn- irinn uppi i hliðinni er opinbert leyndarmál. Þar koma og við sogu blágresið blíða og berjalautin væna. Kvöldvaka í skálanum. Eldurinn brennur í arninum. Bjarma slær á loft og þil. Drengirnir sitja i livirf- ingu og syngja. Orgelið kveður undir. Hver gctur sagt sögu? Hver getur framleitt hros og léttan hlát- lir? Látum þá koma. Syngjum svo aftur og aftur og enn aftur. Endur- tökum viðlagið. - Kveldið líður. „Við orðsins lind við Ijóð og siing oss Ijúfar verða stundir. Við bænamál í blíðu og þröng oss blessast allir fundir. Og vinarorð og handtök hlý hér lijartaböndin tengja ný. Kom Iieill, kom heill! vorn félags flokkinn í“. (Fr. Fr.). Vikan er liðin. Ætlar þú heim i kvöld? Nei, ég verð áfram! En livað j)ú átt gott, en ég verð að fara að vinna strax í fyrramáljð. Verið þið báðir ánægðir. Þið eigið báðir gott, hvor á sinn hátt. M. fí. Minningarguðsþjónusta í Englandi. HMi yiö andlát Kristjáns konungs X. var lialdin niinningarguðsþjon- usta i St. Martins-in-the-Fields kirkjunni í London. Hér sjást hertogaynjan af Kent, hcrtoginn og hertogaynjan af Gloucester koma frá minningarathöfninni. Fljótandi hótel. Hótelkoslur er víðá þröngur i stórborgum er- lendis. Það hefir því stundum verið tekið lil bragðs að nota skip sem hótel. Hér sést vatna- hátur á Michiganvatni, sem not- aður hefir verið sem hótel i Ghicago.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.