Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Eins og mönnum er í fersku minni, strandaði hið fræga enska orustuskip „Warspite“, sem einnig var kallað „liefðarfrú enska flotans" (Grand old Lady of thc English Fleet), við Corwall- skaga sunnanverðan ekki alls fyrir löngu. Verið var að draga það til Skotlands, þar sem átti að höggva það upp, en þá hrepptu skipin stórviðri, svo að tóin slitnuðu, og „W,arspite“ rak stjórn- laust upp að Cidden Point á Cornwall. Hér sést skipið strandað. Radar á flugvöllum. — Drungalegt veður og vont skyggni eru einn höfuðóvinur flugmannanna. Staðarákvörðunin er að vísu ekki mjög erfið, en lendingin þeim mun erfiðari, ef ekki sést til jarðar. — Á stríðsárunum var unnið kappsamlega að því að hæta úr þessu, og eitt hinna nýju kerfa, sem tekin voru í notk- un, er radarkerfið G. C. A. — Ground Control Approácli — Hefir það náð töluverðri útbreiðslu, þótt flugmennirnir sjálfir séu ekki sem ánægðastir með það. Öll stjórntækin eru niðri á vellinum og starfsmennirnir í stjórnturninum þar stýra lend- ingunni alveg, en flugmaðurinn er aðeins verkfæri í þeirra hendi. —■ Næsta spor í þróunarátt er að finna upp tæki, sem verða í flugvélinni sjálfri og flugmaðurinn stjórnar, svo að hann geti lent í mistri hvar sem er, án þess að fá hjálp frá jörðu. Myndin sýnir reynslulendingu á flugvellinum í London. Á miðri myndinni sést G. C. A.-stjórnvagninn. Dm stjornnlestnr. Eftir Jón Árnason, prentara Sólmyrkvi 20. maí 1947. Alþjóðayfirlit. Sólmyrkvi l)essi er nálægt há- degisstað hér á landi, en er ekki sjáanlegur og hefir því að likindum minni áhrif. Er hann i miðnætur- stað um austanverða Ástralíu eða á þeirri lengdarlinu. Mætti húast við jarðskjálfta þar eða eldgosi. Á austurtakmörkum írans gæti það og átt sér stað eða nálægt vesturströnd Bandaríkjanna eða á þeirri lengd. Pestir eru ein af afleiðingum þessa sólmyrkva. Lundúnir. — Sólmyrkvinn er i 9. lnisi. — Siglingar og viðskipti við nýlendurnar mun mjög á dagskrá og veitt athygli. Merkúr hefir og' nokkur áhrif og eykur og styrkir hin góðu áhrif. — Úran er í 10. húsi og hefir slæmar afstöður. Ó- væntir örðugleikar koma í Ijós fyr- ir stjórnina og jafnvel konungs- fjölskylduna. Koma þeir að nokkru frá íhaldsmönnum og' þinginu. — Nejptún er í 1. húsi. Óánægju nokk- urri má búast við meðal almenn- ings. — Júpíter í 3. húsi. Hefir slæmar, afstöður. Hætt er við að kostnaður við rekstur samgöngu- tækja hækki. — Mars er í 8. húsi. Slæmar afstöður með tilliti til þess að rikið eignist fé við fráfall manna. Berlin. — Nýja tunglið er í 9. húsi. — Siglingar og viðskipti við önnur lönd munu mjög á dagskrá og vekja athygli. — Mars ræður 8. húsi. Kunnur herforingi mun deyja. — Neptún í 1. húsi. Baktjaldamakk og óþægileg atvik gætu gerst, siðleysi og svik, áróður gegn valdhöfum og g'læþir fara í vöxt. — Júpíter ræður 2. húsi og' hefir allar af- stöður slæmar. Tollatekjur munu minnka og útgjöldin vaxa að mun. Örðugleikar jneðal bankaráðenda. — Merkúr i 9. húsi. Umræður uni heilbrigðismál og trúmál. — Satúrn i 10. liúsi. Ekki heppileg afstaða fyr,- ir ráðendurna. Moskóva. — Myrkvinn er i 8. húsi. Sól og Tungl ráða 10. húsi. Er því líklegt að dauðsföll eigi sér stað mcðal hátt settra manna og áhrifa- manna i ýmsum greinum. Satúrn er í 10. húsi og liefir veruleg áhrif í þá átt að styrkja og auka örðug- leika ráðendanna og Plútó er þar einnig, sem bendir á ókunnar hætt- ur er bíða þeirra. — Neptún í 12. lnisi. Bendir í sömu átt. Siglingar og viðskipti við önnur ríki undir at- hugaverðum áhrifum, því Úran er i 9. lnisi og hefir slæmar afstöður. Misgerðir gætu komið í ljós. Mars í 7. liúsi. Örðugleikar miklir í utan- rikismálum. Þessi afstaða bendir i styrjöld. Júpíter i 2. húsi og hefir slæmar afstöður. Örðugleikar í banka- og fjármálum. Tokyo. — Myrkvinn er í 4. lnisi. Er að öllum likindum slæm afstaða fyrir landbúnaðinn og andstæðinga stjórnarinnar. Júpítér i 10. húsi. Bendir á örðuga aðstöðu stjórnar- innar og ráðendanna ogg fjárhags- örðugleika mikla. Satúrn i 7. húsi. Miklir örðugleikar i utanríkisviðskipt um og ódæði framin gegn börnum. Munu örðugleikar þessir verða lang- varandi. Úran i 5. húsi. Vandkvæði ýms og óvænt koma i ijós i sam- bandi við leikhús og skcmmtana- starfsemi. Mars i 3. húsi. Hefir slæm áhrif á samgöngur og flutninga, póstgöngur, útgáfu blaða og bóka. Washington. — Sólmyrkvinn er í 11. húsi. Mun hafa óheillavænleg áhrif á gang þingmála. Má búast við ágreiningi um fjárhagsmál, þvi slæm áhrif frá Júpítcr benda á það. Mars i 10. húsi. Slæm afstaða fyrir forsetann og stjórnina. Verður að viðhafa mikla g'ætni ef vel á að fara. Neptún í 4. húsi. Varasöm áhrif og bendir á áróður í sambandi við skatta af landeignum og námum. Júpíter i 5. húsi. Örðugleikar út af trúarbragðafræðslu. Útgjöld í rekstri leikþúsa hækka að mun. Satúrn í 1. liúsi. Má búast við minnkandi vinnu og óánægju meðal almenn- ings. Plútó i 2. húsi. Ekki heppi- leg afstaða með tilliti til fjármál- anna og rekstrar bankanna. Úran í 12. húsi. íkveikja í betrunarhúsi eða góðgerðastofnun. Island. Sólmyrkvinn er í 10. húsi og' er Merkúr meðverkandi. Líklegt er að sæmileg afstaða sé fyrir stjórnina, því flestar afstöður eru góðar, þó að ekki séu þær þróttmiklar. En hver áhrif sólmyrkvinn mun hafa er ekki víst, því að hann sést ekki hér. 1. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Hefir góðar afstöður og bendir á þróttmiklar framkvæmdir og viðskiptalif. Námsáhugi mikill. 2. hús. — Neptún er í húsi þessu. — Bendir á örðugleika í fjármál- •um og undang'raftarstarfsemi og skemmdarverk í þeim efnúm og jafnvel óvæntar misgerðir gætu orð- ið heyrinkunnar. 3. hús. — Júpíter er í liúsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Ýmsir örðugleikar munu koma í ljós í flutningamálum og samgöngum. — Reksturskostnaður mun hækka. 4. hús. — Júpíter ræður luisi þessu. — Ekki beinlínis góð af- staða fyrir bændur og landeigend- ur. Andstaða stjórnarinnar er frem- ur veik. 5. hús. — Satúrn ræður húsi þessu — Ekki æskileg' afstaða fyrir leik- húsastarfsemi og leikara. 6. hús. — Satúrn ræður einnig luisi þessu. — Kvillasamt gæti orð- ið og gætu hjartakvillar orðið á- berandi. — Óróleiki og óánægja mcð- al vinnandi stétta. 7. hús. — Júpíter ræður húsi þessu — Hefir liann slæmar afstöður. Hætt er við að örðugleikar i við- skiptum við önnur ríki verði á- framhaldandi. Ágreiningur vegna viðskiptamála. 8. hús. — Mars ræður húsi þessu. Bendir á misgerðir, dauða vcgna íkveikju, sprenginga eða slysa. .9. lms. — .Bendir á ikveikjur í skipum, sjóskaða. Dauðsföll meðal lögmanna, klerka og manna í utan- ríkissiglingum. Umræður um trúmál og lögfræðileg málefni. 11. hús. — Satúrn er í húsi þessu. — Örðugleikar i þinginu i sam- bandi við fjármálin og viðskiptin við útlönd. Stjórnin á í örðugleik- um miklum og má fara hyggilega að ef vel á að fara. 12. lnis. — Engin pláneta var i húsi þessu. Hefir það að líkindum mjög lítil áhrif. Ritað Í0. maí 19i7. Liclitenstein - síðasta furstaveldi Framhald af bls. 6. En þeir vildu ekki hætta við á- form sitt að licldur, svo að nú urðu nokkur hundruð manns að taka til sinna ráða. Afvopnuðu þeir uppreisnarmennina og handtóku Þjóðverjana í hópum. Og vélaher- sveitir Þjóðverja, sem biðu við landamærin, fengu engin boð frá framvörðunum um að koma, held- •ir fréttu þeir að skotspónum að nazistaflokkurinn í Lichtenstein væri ekki til framar. Sjö af leið- togum flókksins fengu fangelsisvist og sátu inni þangað til stríðinu var lokið. Þó að hvað cftir annaS kæmu kröfur frá Þjóðverjum um að þeir yrðu látnir lausir. Má heita furðulegt að Þjóðverjar skyldu ekki verða harðari í kröfum við Lichten- stcinbúa en ríiun bar vitni um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.