Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.05.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N DORA STOCK OG KÖRNERS-FJÖLSKYLDAN JOHANN MICHAEL STOCK, koparstuHgumaður, sem ætt- aður var frá Miinchen, en átti tieima í Leipzig eftir 1764; liann var dugantli maður í sinni grein og svo vel efnum búinn, að hann gat vandað vel til upp- eldis dætra sinna tveggja, sem hétu Dora og Minna. Breitkopf, bókaútgefandinn mikli, átti hús- ið, sem Stock-fólkið bjó i, uppi á 4. liæð. Stock, sem kvað hafa verið vel greindur maður og fyndinn, kenndi ýmsum kopar- stungu, og Goethe sjálfur var meðal nemenda hans. Hann kom oft á lieimilið og þekkti dæturn- ar vel. En Stock dó aðeins 35 ára, og framtíðin hefði ekki orðið glæsi- teg ef stjúpsonur hans, setn lagrt liafði iðnina af honum, hefði ekki gerst fyrirvinna fjöl- skyldunnar og séð henni far- borða. Dæturnar döfnuðu vel undir umsjón ágætrar móður sinnár. Báðar höfðu ótvíræðar gáfur í málaralist og tónlist. Dora var gáfaðri og fjörmeiri en Minna. Báðar vöru þær dáð- ar fvrir Ijúfmennsku í allri framgöngu. Johann Gottloh Immanuel, eigandi Breítkopf-bókaverslunar- innar, sem var mjög söngelsk- ur maðúr, iiafði miklar mætur á systrunum og bauð þeim oft Iieim til sín. Þar kynntist Christ- ian Gottfried Körner Minnu og trúlofuðust þau. En faðir Körn- ers, hinn strangi prófessor Johan G, Körner, vildi ekki heyra þennan ráðahag nefndan, hann vildi ekki eignast „koparstungu- stelpuna" fyrir tengdadóttur. - Allar tilraunir sonarins til þess að mýkja skap foreldra sinna misheppnuðust. Svo rammt kvað að andúð Körners gamla, að þegar sonur lians sendi lionum fallega mynd af brúði sinni, skar Körner liana út úr rammanum ineð vasalmífnum sínum, tví- braut liana saman og flevgði henni með þeirri athugasemd, að liann vildi ekki sjá þetta „synduga smetti“ fyrir augum*, sér. Sem betur fór glataðist myndin ekki, hún var hirt síð- ar og gert við hana, og hangir hún á Körnersafninu í Dresden. Gottfried Körner, sem var við laganám, fór nú frá Leipzig til Dresden og fékk góða stöðu þar von bráðar. Faðir hans dó og dró hann þá ekki að giftast Minnu Slock. Hjónabandið varð mjög farsælt, og lieiinili ungu hjónanna í Dresden varð smátt og smátt samkomustaður skálda, tónsnillinga og annarra lista- manna. Vísindi og stjórnmál voru einnig rædd á því heimili. Körners-heimilið í Dresden varð svipað og Coppet, heimili ma- dame dc Stael í Sviss. Dora Stock fór með systur sinni til Dresden, þær voru ó- aðskiljanlegar og Dora varð heimilisföst lijá Körner. í Dres- den fékkst hún einkum við mál- aralist, sérstaklega pastel-mynd- ir, en olíumyndir málaði liún lika og gerði fjölda mynda eft- ir málverkum í safninu i Dres- den, sem þá þegar var orðið frægt. Ilún hafði mjög næmt auga fyrir lisfgildi málverka; þannig er sagt að hún hafi verið í svo miklu áliti í Dresden-mál- verkasafninu að læplega hafi verið keypl þangað mynd án þess að hún væri kvödd til ráða. Það var ekki lausl við að menn hcfðu nokkurn bevg af benni sem listrýnanda og vildu koma sér i mjúkinn hjá henni. Hún var afar snjöll í að gera andlits- myndir, eins og fjöldi mynda Iiénnar af ýmjsu fólki úr fjöl- skyklunni bera vott um. Ilún var lagleg, heillandi i framgöngu, bráðgáfuð og vel menntuð og var því ekki nema 'eðlilegt að gestir sæktust eftir návist liennar á Körners-heim- ilinú. í æsku hafði hún gefið sig að ungum, gáfuðum manni, Ludvig Ferd. Huber, sem var vinur mágs hennar, og höfðu þau trúlofast. En þessi ungi maður, sem einnig hafði valið sér lögfræði að námsgrein og ætlaði að verða sendisveitar- starfsmaður, reyndist ekki að vera við hennar liæfi. Þau rufu trúlofunina eftir nokkur ár. En Dora átti bágt með að gleyma þessu ævintýri með Iluber; sið- ar vísaði bún þeim á bug, sem biðluðu til hennar. Heimili syst- ur hennar og mágs varð einnig hennar heimili og liún helgaði sig alla heimilislifi þeirra. — Schiller var meðal bestu vina Iíörners og dvaldi jafnan hjá honum nokkurn tíma úr árinu. Og Goethe, Humboldt, Kleist og fleiri frægir menn þeirrar tíð- ar voru oft geslir á þessu góða lieimili. Ivörner var besta stoð og stytta Schillers; að honum látnum var það Körner, sem sá um fyrstu lieildarútgáfuna af ritum hans. Gottfried Körner og Minna áttú þrjú börn; hið fyrsta var sonur, sem dó mjög ungur, svo fæddust Enima og Theodor, hið unga skáld og frelsislietja. í uppvaxtarárum sínum fékk Theodor tækifæri til að kynnast skáldkonungunum, Goethe og Schiller. Yarð liann fyrir sterk- um áhrifum frá báðum. Goethe hafði mikið álit á gáf- um Theodors og spáði honum glæsilegrar framtíðar. En faðir hans vildi að hann helgaði sig hagnýtu starfi og lét innrita hann á námuskólann í Frei- burg i Sachsen. En Iiugur Theo- dors var allur við fagrar listir, aðeins 21 árs fór liann til Vín- arborgar og vakti brátt aðdáún þar og varð mjög vinsælk Um- gekkst liann þar öll helstu stór- menni og var allsstaðar velkom- inn. Varð liann hrátt kunnur sem leikritahöfundur og var skipaður „keisaralegur og kon- unglegur leikhússrithöfundur“. Af leikjum hans hafa hinir sögu- legu orðið langllfastir. Áður cn liann sellisl að i Vinarborg hafði liann gefið út fyrsta Ijóðasafn sitt, árið 1810, fyrir hvatningu föður hans. Því að Körner eldri var sjálfur mjög listhneigður. í Vínarborg kynntist Körner mestu leikkonu þeirrar tíðar, Antonie Adamberger, sem lék í Burgtheater. Þar varð ást við fyrstu sýn, og þau trúlofuðust bráðlega. Foreldrar lians voru mótfallin þessu fyrst í stað. En eftir að þau höfðu komið til Vínarborgar og kynnst konu- efninu og kostum hennar, féll- ust þau einhuga á ráðahaginn. — — Nú vikur sögunni aftur fram í tímann, til Doru Stoclc.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.