Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Vanþakklætið eitt félck Sv'einn Pálsson að launum fyrir ævi- starf sitt, og hjá kynslóðunum, sem á eftir komu, lá þessi merkilegi maður í þagnargildi. Það er loks nú, að Snælandsút- gáfan hefir bætt fyrir vanrækslu annarra með því að gefa út eink- ar vandaða útgáfu af dagbókum Sveins, sem segja frá ferðum um jökla, Skaftáreldunum lýs- ingum Gullbringu- og Hegra- nessýslu og lýsingum af ferð- um lians til Fiskivatna og til Geysis og Heklu. Allur sá mikli fróðleikur, sem hér er saman kominn, hefir verið grafinn, enda var handritið á dönsku. En Sveinn var iðirin maður og liélt itarlegar dagbækur, enda er ritið um 800 blaðsíður í stóru fjórðungsbroti. Þýðing- una hafa annast þrír náttúru- fræðingar, þeir Jón Eyþórson, Pálmi Hanesson og Steindór Steindórsson, en Jón annast um útgáfuna á einkar haganlegan liált, ritað með henni formála og æviágrip Sveins og skrifað mngangsvfirlit og skýringar með hverjum kafla fyrir sig. Um Svein hefir verið minna skrifað en hann skrifaði um aðra. Þorvaldur Thoroddsen Sveinn að l)jargast af upp á eigin spýtur. Það varð Vigfús Thorarensen sýslumaður á Hlíð- arenda, sem best reyndist Sveini á þeim árum, sem hann lielgaði náttúruvísindum, og ef Vigfús- ar hefði ekki notið við mundi starf Sveins eflaust liafa orðið miklu minna en raun har vitni. Þeir voru svilar Vigfús og' Sveinn, tengdasynir Bjarna Pálsonar landlæknis, en hann var giftur dóttur Skúla landfó- geta. Rannsóknarstarf Sveins liefst á áliðnu sumri 1791, undir eins og' liann kemur frá Kaup- mannahöfn. Það sumar ferðast liann þó ekki nema um Kjós- arsýslu, Borgarfjörð og Mýrar en hefir vetursetu i Viðey, hjá Skúla fógeta. En dagbók hans hefst með því að hann fer frá Kaupmannaliöfn, og hyrjar hann með þvi að telja upp tæki þau, sem hann hefir með sér til lannsóknanna, loftvog, hita- mæli, fiskikörfu og klaufham- ar. Han skrifar daglega veð- uratliuganir sínar, gerir mán- aðaryfirlit um aflahrögð, skoð- ar einkennileg sjávardýr, sem liann fréttir um, atlmgar gróð- ur og fuglalíf og þennan fyrsta - SVEI N N PÁLSSON - NÁTTÚ RUFRÆÐI NGU R Þegar litið er ú hin ytri kjör sumra þeirra, sem starfað hafa að vísindarannsóknum hér ú landi, gegnir furðu að þeim skuli hafa orðið nokkuð úgengt. Einn þessara manna var Sveinn Púlsson, sem var mesti íslenskur núttúrufrœðingur sinna tima og starfaði að núttúru- fræðirannsóknum og lækningum alla ævi, milli þess að að hann vann baki brotnu sem bóndi eða stundaði sjó. skrifaði ílarlegt yfirlit um ævi lians og slarf í Landfræðisögu sinni, en þá er eiginlega allt talið. Hinsvegar eigum við Sveini að þakka Ævisögu Bjarna Pálssonar landlæknis, Jóns Eiríkssonar konferensráðs og Gísla Þórarinssonar prófasts og' sjálfsævisögu hans, auk alls þess, sem hann hefir skrifað um náttúrufræði. Þegar litið er á hin erfiðu lífskjör, sem liann átti jafnan við að húa, gegnir það furðu hve afkastamikill rit- höfundur hann varð. Svein var Skagfirðingur fædd- ur að Steinsstöðum 25. apríl 17(52. Faðir hans, sem var stú- dent frá Hólaskóla,, var silfur- smiður og hafði farið víða áður en hann kvæntist heimasætunni á Steinsstöðum og tók við búi þar. Komust sex barna þeirra upp, 5 bræður, ein systii', en Sveinn einn var sellur til mennta. Fór hann í Hólaskóla, til meistara Hálfdáns, 15 ára gamall og útskrifaðist þaðan tvítugur, 1782. Efnaliagur for- eldranna virðist hafa verið þröngur því að næsta vetur fór Sveinn til sjóróðra suður í Njarðvíkur til að létta undir með foreldrum sínum. En vor- ið eftir falar landlæknir í Nesi Svein fyrir nemanda, og'.varð það úr að hann fór þangað og var þar venjulegan námstíma, til vorsins 1789. En að því loknu sigldi hann til Kaupmannahafn- ar til frekara náms. Það var enn læknisfræðin, scm hafði hug Sveins óskiptan. En 1789 var slofnað í Kaup- mannahöfn Det Naturhistoriske Selskab og efndi félag þetta lil fyrirlestra um náttúrufræði og Imgðist stvðja fræðirannsóknir í þeim efnum. Þetta freistaði Sveins og olli þvi, að hann tók aldrei embættisprófið i lælcnis- fræði, sem hefði o])iiað honum leið að landlæknisembættinu á Islandi. I staðinn tók Iiann próf i náttúrufræði, vorið 1791, og sigldi að því loknu heim með loforð um styrk frá náttúru- fræðifélaginu, til vísindarann- sókna á íslandi. Fyrir íslensk náttúruvísindi var Jictta mikill ávinningur, en fyrir Svein þýddi það erfiða baráttu við ævilangl basl og vanþakklæti, því að fé- lagið sem hann hyggði afkomú- von sina á reyndist horium síð- ur en svo vel. Það hætti að borga honum ferðastyrkinn eft- ir fjögur ár, og ef.tir það varð vetur sinn skrifar hann lýsingu Gullbringusýslu. Sumarið 1792 fer liann Kalda- dalsleið norður í land og verð- ur fyrstur manna til að ganga á Skjaldbreið, svo vitað sé. Þar var liann 8. ágúst. Fór norður að Húsafelli og dvaldist þrjá daga hjá séra Snorra. „Eg hafði mikla ánægju af að ræða við liinn ágæta öldung, séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Ilann er af alþýðu manna talinn ramm- göldróttur, og trúa menn því, að liann geti vakið upp drauga, látið kölska sjálfan þjóna sér g. fl. þessháttar. Orðrómur þessi liefir skapast af því, að sira Snorri er óvanalega vel að sér i eðlisfræði, landafræði og sögu,“ segir Sveinn. Arnar- vatnsheiði og vötnin þar at- hugar Sveinn vel í þessari ferð. Sumarið 1793 ferðast Sveinn víðsvegar um Suðurland og alla leið austur í Hornafjörð, en um veturinn liafði hann selið í Við- ey og skrifað lýsingu Skaga- fjarðarsýslu. Fyrri hluta sum- arsins fór liann hina neðri leið um Eyrarbakka austur að Hlið-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.