Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 ENSKA ÞINGIÐ ér ávallt sett með mikilli viðhöfn. Þar aðstoða hinir svonefndu „beefeathers“, líf- verðir konungs, í búningum frá tímum Hinriks VIII. Þeir eiga að rannsaka kjallarann í húsinu áð- ur en þingið er sett. Sá siður staf- ar frá púðursprengingunni í þing- húsinu árið 1606. Hér eru tveir „beefeathers“ að laga fötin liver á öðrum fyrir athöfnina. GANDHI talaði nýlega: á fundi í New Délhi og hvatti áheyrendur sína til að élska friðinn. Ekki mun af veita, því að þúsundir manna hafa verið drepnir í innbyrðis skærum Múhameðssinna og Hind- úa. KOSNINGAR 1 MONTMARTRE. Þó að Montmartre sé í miðri París er þetta sérstakt bœjarfélag og hefir lögreglu út af fyrir sig. Á myndinni sést lögregluþjónn af- henda atkvæðisseðilinn sinn. tir franska þinginu. Ramadier, fyrrverandi forsætisráðherra, flytur ræðu. Að baki honum, í forsetastál, situr Edouard Ilerriot, forseti franska þjóðþingsins VERKFALLIÐ I PARÍS. Það var ekkert gaman að komast leiðar sinnar í París, þegar samgöngu- verkfallið var þar i október. Hér sjást nunnur sitja í biðsál neðan- jarðarjárnbrautarinnar og borða nestið sitt. Þær œtla sér auðsjá- anlega að bíða þangað til lestirn- ar fara að ganga aftur. GULLSVERÐ EISENHOWERS. Þegar „Ike“ Eisenhower varð 57 ára í haust fékk hann margar af- mælisgjafir en þó eina lang virðu- legasta. Það var gullskeft sverð frá Vilhélminu Hollandsdrottn- ingu, álsett gimsteinum. Gjöfinni fylgdi þakklæti frá drottningunni fyrir að hafa frélsað Holland úr óvinahöndum. Hér sést Eisen- hower með sverðið. Það var van Kleffens sendiherra Hóllands í Washington, sem afhenti honum það. MONTY KYSSTUR. — Á El-Ála- mein-hátíð í Albert Háll sveif norska leikkonan Greta Gynt á Montgomery marskálk og rak hon um rembings koss fyrir augunum á 7000 „eyðimerkurrottum“ — liðsmönnum hans úr Afriku. Þetta kvað vera í fyrsta skipti sem Montgomery hefir ekki getað var- ist árás. í SINNI EIGIN JARÐARFÖR. Josephine Karcher, frönsk kona, 72 ára, lá á líkbörunum í fjóra daga og horfði á hvernig dóttir hennar undirbjó útför liennar. Dóttirin, sem hafði komið að heimsækja móður sína á hverjum degi, fann liana einn daginn kalda og stirðnaða eftir slag, og kallaði á hjálp hjá nágrönnun- um. — Frú Karcher gat ekki gefið neitt lífsmerki frá sér, en hún heyrði allt sem gerðist kringum hana. Daginn sem átti að jarða hana tók dóttirin samt eftir því, sér til mikillar skelfigar, að gamla konan liafði lireyfst, og liún þóttist lieyra ofur veikan andardrátt. Eftir nokkra klukkutima hafði hún fengið málið og sagði dóttur sinni nú frá, að hún hafði heyrt allt sem fram fór. Og nú er kerla komin á fætur og hin brattasta. Það getur orðið tangt jjangað til hún deyr næst. & Állt með íslenskuin skipum! ^

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.