Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 8

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N KAREL "" SPÁKONAN * Allir skilja víst fljótt, að þetta hefði hvorki getað komið fyrir lijá okkur í Tékkóslóvakíu éða Frakklandi og Þýskalandi, þvi að í öllum þessum löndum eru dómararnir skyldugir að dæma yfirsjónir manna eftir lagahók- stafnum, en ekki eftir skilningi sínuni og samvisku. Af þvi að hér verður sagt frá dómara, sem kvað upp úrskurð sam- kvæmt heilbrigðri skynsemi sinni og i trássi við lagagrein- arnar, þá leiðir af því að þetla gat aðeins gersl í Englandi og það meira að segja í sjálfri London, eða nánar tiltekið í Kensington. Eða kannske að það hafi verið í Brompton eða Bays- water? Dómarinn hét Kelley. Konan sem var dæmd hét hlátt áfram frú Editli Myers. — Heyrðu gæska, sagði Mac Leary lögregluþjónn við kon- una sína eitt kvöldið, — ég Iiefði gaman af að vita hvað þetta kvendi, frú Myers þessi, liefir eiginlega fyrir stafni — Hverju hún lifir af! Núna, í febrúar- mánuði, sendir hún vinnukon- una sína út til þess að kaupa asparges. Auk þess hefi ég geng- ið úr skugga um það, að liún fær heimsóknir tólf til tuttugu lcvenna af öllu tagi á hverjum degi — frá þvottakonum og upp í hertogafrúr Þú lieldur því kannske fram að hún muni vera spákona. Jæja, það getur vel verið að hún noti það sem skálkaskjól fyrir eitthvað ann- að, t. d. njósnir. Mig langar til að komast að niðurstöðu um þetta. —Heyrðu Bob, sagði snilling- urinn hún frú Mac Leary. -— Láttu mig um það! Svona atvikaðist þeð, að dag- inn eftir barði frú Mac Leary að dyrum hjá frú Myers, vitan- lega án giftingahringsins og klædd og greidd eins og ung stúlka. Hún varð að bíða um stund þangað til lokið var upp. — Fáið yður sæti, barnið gott, sagði gamla konan er liún liafði virt þennan feimnislega gest fyrir sér. — Hvað get ég gert fyrir yður? — Mig langar svo til---------- ég verð tvítug á morgun og langar til að fá að vita eitthvað um framtíðina. — Jæja, góða mín, hvað heit- ið þér með leyfi? sagði frú Myers og tók spil, sem hún fór að stokka i ákafa. — Jones, hvíslaði frú Mac Leary. — Jæja þá, ungfrú Jones. Yður skjátlast víst. Eg er ekki vön að spá í spil, — geri það eklci nema einstöku sinnum sem vinargreiða og af því að ég liefi gaman af að gleðja aðra. Takið þér nú af spilunum með vinstri liendi og leggið þau í fimm staði. Lítið þér nú á! sagði hún um leið og hún sneri við fyrstu hrúgunni. — Tígull! Tígull þýðir peninga. Og hjarta- gosi — það er gott spil. — Ó, sagði frú Mac Leary með eftirvæntingu. Haldið þér áfram! — Tígulgosi, sagði frú Myers og sneri við næstu lirúgu. Tíg- ultía — það þýðir ferðalag. En hérna, liérna sé ég lauf, og það eru alltaf einhverjir annmark- ar á því, — en svo kemur hérna hjartadrottning! — Hvað veit það á? spurði frú Mac Leary og glennti upp augun eins og hún gat. -— Meiri tígull! sagði frú Myers hugsandi er liún sneri við þriðju hrúgunni. -— Kæra barn, þér eigið von á miklum peningum, en ég sé ekki enn- þá hvort það eruð þér sjálf, sem farið í ferðalag, eða ein- hver sem er nákominn yður. En svo er hérna maður sem vill reyna að hindra þetta, nokk uð roskinn maður. — Kannske það sé hann fað- ir minn? sagði frú Mac Leary. — Þarna kemur það! sagði frú Myers hátíðlega. — Þetta eru fallegustu spilin, sem ég liefi séð á ævi mini. Áður en árið er liðið munuð þér gifta yður, og þetta er ríkur, ungur maður, milljónamæringur eða kaup- sýslumaður, en fyrst verðið þér að sigrast á miklum örðuglcik- um. Það er roskinn maður sem skerst í leikinn. Eftir brúðkaup- ið farið þér í langferð, senni- lega yfir úthafið. — Jæja, og svo borgið þér mér eina gíneu til svertingja- trúboðsins. — Eg þakka yður fyrir, frú Myers, sagði frú Mac Leary og tók upp eitt sterlingspund og shilling úr handtöskunni sinni. ★ ★ En livað mundi það kosta ón þessara örðugleika? — Spilin láta ekki múta sér, ungfrú góð! sagði frúin spek- ingslega. Mér líkar elcki þess spá, sagði Mac Leary og klóraði sér hugs- andi bak við eyrað. Og svo heitir konan alls ekki frú Mv- ers, lieldur Meyer, og hún er frá Lúbeck. Eg þori að veðja tíu á móti fimm um, að það sem hún segir fólki er hennar eigin hugarburður. Eg verð að gefa skýrslu um þetta. Og Mac Leary lét ekki sitja við orðin tóm heldur gaf liann skýrslu og fór með liana á réttan stað, þar sem ekki er tekið vettlingatökum á þess- háttar. Þannig atvikaðisl það að hin lieiðarlega frú Myers kom fyrir dómarann, hann herra Kelley. — Jæja, frú Myers, sagði dómarinn, — livernig er því eiginlega varið með þessar spilaspár yðar? — Drottinn minn •— á ein- liverju verður maður að lifa. Maður getur ekki dansað fyrir peninga á mínum aldri. — Hm, hérna er kæra á yður, þess efnis að þér kunnið alls ekki að spó í spil. Þér hagið yður eins og bakari, sem fer að selja leirklessur fyrir súkku- laði. Fóllc á kröfu á því að rétl sé spáð fyrir því þegar það borgar heila gíneu fyrir. Hvers- vegna fáist þér við þetta úr því að þér kunnið það ekki? — Eg veit um fólk, sem hefir farið ánægt frá mér. Herra dómari, ég spói fólki því, sem því þykir gaman að heyra. Gleðin yfir því er í sannleika þessara shillinga virði, og oft kemur það fram sem ég spái. — Frú Meyers, sagði ein konan við mig nýlega, — ennþá hefir enginn spáð mér eins vel og þér hafið gert. Þessi frú á lieima í St. Johns og er i skiln- aðarmáli við manninn sinn. — Hérna er vitni gegn yður! —- Frú Mac Leary, viljið þér segja okkur það, sem þér vitið! — Frú Myers las úr spilunum, sagði frú Mac Leary, óðamála, — að ég mundi giftast innan árs og eignast forrikan mann og fara með honum í langa sjóferð. — IJversvegna endilega í sjó- ferð? spurði dómarinn. — Vegna þess að tígultían var í annarri hrúgunni, og hún táknar ferðalag, sagði frú My- ers. — Bull, taulaði dómarinn, — tígultían táknar von. Það er tígulásinn, sem merkir ferða- lög. Og ef tígulsjö liggur við hliðina á honum þá merkir það að l'erðin verði löng. — Svo að þér hafið þá spáð vitn- inu að konan eigi eftir að giftasl áður cn árð er liðið — ríkum, ungum manni —. En frú Mac Leary hefir nú verið gift í þrjú ár, okkar ágæta lögreglufull- trúa Mac Leary. Hvað segir þér um það, frú Myers? — Herra minn trúr, sagði gamla konan, — eins og þetta geli ekki alltaf komið fyrir. En konan var svo uppduhhuð, þarna sem hún sat fyrir fram- an mig, og vinstri hanskinn hennar var trosnaður, og af því getur maður dregið þá ályktun, að hún hafi ekki liaft ofmikið af peningum, en langi hins- vegar til að vera vel búin. Hún sagðist vera tultugu ára, en hún er að minnsta kosti tuttugu og fimm. — . Tuttugu og fjögra! tók Mac Leary fram í með þjósti. — Það kemur í sama stað niður. En hana langaði til að giftast — þessvegna lést hún vera ógift. Þessvegna lét ég spilin spá lienni ríkum manni. Mér fannst það eiga svo vel við. -— En hvað áttuð þér við með annmörkunum og roskna mann- inum og sjóferðinni? spurði frú Mac Leary. —- Eitthvað verður fólkið að fá fyrir peningana, svaraði frúin.. — Þetta er nóg, sagði dóm- arinn. Spádómslist yðar er ekki annað en svik. Maður verður að skilja spilin. Það eru að vísu lagðar ýmislegar merkingar í spilin, en tígultían merkir al- drei ferðalag, munið þér eftir því! Þér verðið að greiða fimrn- tíu sterlingspund i sekt fyrir að liafa rekið verslun með verðlausan varning. Auk þess eruð þér grunaðar um njósnir, en ég býst við að þér neitið því. — Það get ég kallað guð til vitnis um, hrópaði frú Myers, en dómarinn tók fram í fyrir henni. — Jæja, þá Iátum við það kyrrt liggja. En af því að þér eruð útlendingur og hafið ekki neina fasta atvinnu þá neyðist ég til að vísa yður úr landi. Þakka yður fyrir, frú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.