Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 5
FÁLKINN arenda, kannaði nágrennið þar og fór svo að Geysi til Þing- valla, en þaðan um Grímsnes austur aftur, og ætlaði að ganga á Hekln en sneri frá vegna þoku. Fór inn í Þórsmörk og gekk á Eyjafjallajökul 16. á- gúst og 27. s. m. tókst honum að komast upp á Heklu. Loks lagði liann upp i austurförina 2. sept. og fór syðri Fjallabaks- veg (Mælifellssand) austur, en að öðru leyti alfaraleið og komst austur í Hornafjörð 18. sept. en til baka að Hlíðarenda eftir miðjan október, og liafði þar vetursetu hjá Vigfúsi sýslu- manni. Þá kemur að sumrinu 1794, sem varð mesta ferðasumar Sveins Pálssonar, þó að eigi komist liann af stað í ferðalag- ið fyrr en 23. júlí. Hestar voru nefnilega svo magrir undan vetrinum, að eigi var viðlit að nota þá fyrr en komið var fram yfir mitt sumar. En frá 23. júlí til 19. október ferðast bann um 1400 kílómetra, aust- ur um land frá Hlíðarenda. í þessari fei’ð gengur liann á Hnapp í Öræfajökli við þriðja mann, þann 11. ágúst. Gengu þeir frá Kvískerjum og voru þrjá tíma upp á jökulbrún, en þaðan á Hnapp og að jökul- brúnni aftur aðeins 5 tíma. Er þetta fyrsta ferðin, sem farin befir verið á Öræfajökul, svo að menn viti. Útsýni var gott af jöklinum, nema til norðurs þar sem Hvannadalslinúkur skyggði fyrir. Með þessu áfi líkur Ferða- bók Sveins, þvi að nú liætti Náttúrufræðafélagið að styrkja hann, en dagbækurnar frá ferðalögunum voru slcrifaðar sem skýrsla til félagsins. En Sveinn ferðaðist að vísu lalsvert eftir þetta til náttúrurannsókna, eftir þvi sem tími bans og á- stæður leyfðu. Til dæmis fór liann i Fiski- vötn sumarið 1795, um Reykja- nes 1796 og til Geysis og Heklu 1797, og þessi sömu ár lieldur bann skýrslu um það, sem liann sér af merkilegum jurtum og dýrum o. fl. II. Hér liafa í sem stystu máli verið raktar helstu ferðir Sveins. Nú ferðast ýmsir þessar sömu leiðir, en leiðarlýsingar liafa ekki verið skráðar nema af fæstum þeirra. En til þess að bafa sæmilegt gagn af ferðalög- um um ókunna staði, er ferða- langinum nauðsynlegt að bafa kynnt sér eftir föngum leiðir þær, sem liann ætlar sér að fara, áður en liann leggur i ferðina. Það var góður siður og nauðsynlegur. Ferðabækur Þorvaldar Thor- oddsen hafa verið náma, sem íslenskir skemmtiferðamenn liafa gengið í og aflað sér fróð- leiks úr. En Ferðabólc Sveins Pálssonar er ekki ómerkari náma, og hverjum góðum ferða- lang verður hún ómetanleg gersemi, þó að náttúrufræðinni liafi farið mikið fram síðan á bans dögum. Sveinn lýsir vel þvi sem fyr- ir augun ber. Iiann liefir vak- andi auga á jurtunum, sem hann sér, ekki síst á liálendi þar sem gróðurinn er fáskrúð- ugur. Hann lýsir hraunum og landslagi og nefnir nöfn fjalla og vatna á hverjum stað, og svo örnefnum. Og víða segir liann sögu örnefnanna og grein- ir frá uppruna þeirra, og felast þar oft upplýsingar, sem bvergi er að finna annarsstaðar. Frá Sveini höfum við einu upplýsingarnar, sem til eru frá löngu tímaskeiði, um ýms merki- leg náttúrufyrirbæri, t. d. um Geysi og Strokk, sem bann skoðaði tvívegis. Yfirleitt er lionum ekkert óviðkomandi sem til ríkis náttúrunar má teljasl. Og um þær mundir, sem bans naut við var ekki öðrum vísindamönnum til að dreifa en bonum, svo að verk lians er enn mikilvægara fyrir þá sök. Sveinn segir og itarlega frá árferði og heldur veðurbækur. Iiann ber álit sitt á náttúru- fyrirbrigðum saman við niður- urstöður Eggerts Ólafssonar og leiðréttir margt bjá honum, enda er hann miklu meiri nátt- úrufræðingur en Eggert. III. Sveinn Pálsson giftist Þórunni heitmey sinni Yoru þau i bús- mennsku á Hlíðarenda fyrsta veturinn en fóru að búa á Ysta- Skála undir Vestur-Eyjafjöllum vorið eftir. Þennan vetur reri Sveinn í Njarðvíkum. En vorið 1797 fluttu þau bjón að Kot- múla í Fljótshlíð. Þar bjuggu þau næstu tólf ár. Sumarið 1800 fékk bann veitingu fyrir læknis- embætti, sem þá var nýstofnað og náði yfir allt Suðurladsund- irlendið. Fylgdu því 50 ríkis- dala árslaun og meðul fyrir 16 dali. En læknisferðir varð bann að fara vestur til Reykjavíkur og Austur í Austur-Skafafells- sýslu. Landlæknir var hann settur 1803—’4, og sat þá að nafninu til í Reykjavík, þó að jafnan yrði liann að vera með annan fótinn i Kotmúla, og fór þá stundum gangandi á milli. Útræði stundaði hann á þess- um búskaparárum sínum, og enda líka eftir að hann fluttist að Suður-Vík i Mýrdal 1809, en þar bjó bann svo til æviloka. 24. apríl 1840. Hafði bann þá Bækur Sölvi, skáldsaga eftir síra Frið- rik Friðriksson. Bókagerðin Lilja 1947. Fyrri hluti 407 bls. Það er mörgum mikið gleðiefni að síra Friðrik skuli nú loks láta tilleiðast að gefa út Sölva eftir ein 20 ár. Þeir skipta þúsundum, sem þekkja Sölva, og liafa lieyrt síra Friðrik lesa upp úr lionum á liðn- um árum. Hefir hann veitt margar ógleymanlegur hverjum, sem hon- er stórbrotið skáldverk, mjög við- burðarríkt, gerist hæði hér heima og erlendis. Er það saga munaðar- lauss drengs, sem vex upp og verð- ur að glæsilegum manni. Sölvi er ágleymanlegur hverjum, sem hon- um kynnist. Er ekki um það að vill- ast að séra Friðrik býr liann fiest- um þeim kostum, sem hann telur glæsimenni mega prýða. Er því hvíld og nautn að lesa Sölva eftir j)ær lýsingar á sögupersónum, sem margir liöfundar hera nú á borð. Er ekki að efa að vinsældir Sölva munu aukast enn meir, því fleiri sem fá að njóta Frá T'okyö til Moskvu. Ferða- sögur eftir Ólaf Ólafsson. Bóka- gerðin Lilja 1947. — 19G bls. með fjölda mynda. Ólafur Ólafsson er einn með víð- förlustu íslendingum. Hefir hann starfað í Kína sem kristniboði i 14 ár og ferðast víða þar. Er harin fróður mjög um Austurlönd og kann frá mörgu skemmtilegu að segja. í bók þessari segir hann m. a. frá fjallgöngu á Fusiyama, ævintýra- legu ferðalagi í Japan, siðum og háttum Kínverja, Japana og Man- sjúríumanna, ferð með Síberiubraut- inni og mörgu fleiru. Er frágangur bókarinnar allur hinn glæsilegasti og myndaval fjöl- skrúðugt. Hetjur á dauðastund, eftir Dag- finn Hauge. Ástráður Sigurstein- dórsson þýddi. — Bókagerðin Lilja 1947. — 152 bls.. Dagfinn Hauge var fangelsisprest- ur við Akerhusfangelsið í Osló á stríðsárunum og segir í þessari bók frá kynnum sinum á ýmsum föng- um þar, sem dæmdir höfðu verið til dauða. — Frásögnin öll er yfir- lætislaus enda þarf ekki að krydda með sterku morðum, þvi að atburðir þeir, sem sagt er frá, tala skýru máli. Er frásagan þvi áhrifarík mjög og oft hrifandi i einfaldleilt sinum og ægileik. Er fróðlegt og merki- legt að heyra jafn kunnuga lýsingu á þvi hvernig frelsishetjurnar norsku urðu við dauða sinum. Guð og menn, eftir C. S. Lewis. Andrés Björnsson þýddi. Bóka- gerðin Lilja 1947. — 90 hls. Höfundur þessarar bókar er þegar orðinn alkunnur hér á landi af bókinni „Rétt og rangt“, sem fengið lausn frá embætti fjór- um árum áður, en Skúli fæknir Thorarensen á Móeiðarbvoli tekið við embættinu. I aðra röndina er saga Sveins Pálssonar soi’garsaga manns, Bókagerðin Lilja gaf út i fyrra. Þessi bók er ekki síðri, og fjallar sömuleiðis um ýmis trúarleg atriði eins og nafnið bendir til. G’efur höf. ýmsar glöggar og greinagóðar skýr- ingar á atriðum, sem mörgum þykja torskilin. Þurfa því allir hugsandi menn að lesa þessa hók. Passíusámar. Vasaútgáfa, búin undir prentun af Sigurbirni Einarsson, dósent. Bókagerð- in Lilja 1947. Þessi nýja vasaútgáfa Passíusálm- anna ber angt af öllum eldri vasa- útgáfum. Er hún óvenju falleg og frágangur allur hinn glæsilegasti. Er það vel, að svo prýðileg útgáfa skuli hafa bætst við þær, sem fyr- ir voru. Barnabækur. Bókagerðin .Lilja hefir sent út nokkrar barnabækur í ár. Eru það allt úrvalsbækur sem hafa notið mik- illa vinsælda erlendis. Frágangur þeirra er allur hinn vandaðasti og er ekki að efa að börn og unglingar munu taka þeim fegins hendi. Bæk- urnar eru þessar: Drengurinn frá Galíleu, Flemming og Iívikk, Litli sægarpurinn, Hanna og Lindarhöll, Jósef (biblíumyndabók), Jesús og börnin (biblíumyndabók). Frá dýragarðinum í Lundúnum. COLA )spu”r 1--------------------------- Br unabótafélag Islands. vátryggir allt lausafé (nema verslunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsi (sími 4915) og lijá umboðsmönnum, sem eru í hverjum breppi og kaupstað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.