Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Það er gott að lieyra, að eitthvað er verið að laga húsakynnin á Kefla- víkurflúgvellinum. Þau hafa verið til skanunar og aðbúðin, sem gestir hafa fengið þar liefir orðið til þess að skapa gremju lijá þeim og fyririitn- ingu á landinu. Vegur þetta upp á móti mörgum vættum af iandkynningu. — „Eg hefi verið' þrjá tíma á Islandi, og það var þremur timum of lengi,“ segir norskur ritstjóri nýlega. „Eg var á flugvellinum í Keflavík!“ Og undanfarin tvö ár liefir mátt sjá margt af liku tagi, ekki síst i sænsk- um blöðum. Þess er að vænta að á flugvelli þessum verði innan skamms komin vistleg húsakynni og að hjallarnir, sem nú blasa við gestum og gangandi, hverfi. En þarna þarf fleira að laga, þvi að enn er umhverfið líkast því, sem þar hafi verið varpað sprengjum í stórum stíl. Það þarf að jafna og græða landiö í kring, eftir því sem náttúruskilyrði leyfa. Og umfram allt þarf að bæta sam- göngurnar milli Keflavikur og lleykja- víkur. Þessi klukkutíma bílferð — og stundum löng bið eftir henni - verður að hverfa úr sögunni, og það er vorlcunnarlaust, jjví að flugfar milli Keflavíkur og Reykjavíkur kostar ekki nema smáræði lijá sjálfu farinu til útlanda. Þessvegna jjurfa að vera litl- ar flugvélar til milliferða á jVessari leið, fyrir alla þá, sem fara til útlanda eða koma jrnðan. Eins og er tekur ferðin frá Reykjavík og biðin i Kefla- vík stundum eins langan tíma og ferð- in frá Keflavík til Noregs. Það má ef til vill segja að ekki liggi á þessu fyrr en farið er að nota flug- leiðina milli Keflavíkur og útlanda sem skemmtiferðaleið. En þaS er mik- ill misskilningur. Nú ])egar ferðast út- lendir og innlendir kaupsýslumenn mikið þessa leið, og þeim liggur oft- ast á, og telja tímann peninga. Og skemmtifcrðamennirnir að vestan koma undir eins og ferðaskilyrðin batna og þeir eru Iátnir vita að hægt sé að taka á móti þeim. Bandaríkja- menn eru ein af þeim fáu þjóðum, sem geta feröast eins og stendur og það er ástæðulaust að amast við að þeir komi hingað og skilji eftir sem flesta dollara. Hinn 27. nóvember 1927 var stofnfundur Ferðafélags íslands haldinn. Fyrr i sama mánuði, dag- ana 7. og 14. nóvember, höfðu fundir verið haldnir til ])ess að undirbúa stofnun félagsins. — Á stofnfundi voru 63 félagar skráðir, en síðan hefir félagatalan vaxið géysiört. Árið 1937 var félagatalan ])annig komin yfir 2100 og nú er hún næstum því 6200. Ber þetta ljós- an vott um þá gróandi, sem í fé- agsstarfinu er. Markmið félagsins er að stuðla að auknum ferðalögum og bættri þekkingu þjóðarinnar á landinu. Hefir því eðlilega verið lagt mest kapp á að vekja athygli fólksins á fjalllendi og öræfum landsins, sem fram á þessa öld hafa verið nokk- urskonar ókannaðir ævintýraheim- ar fyrir þorra landsbúa. Til þess að auðvelda slíkar óbyggðaferðir hefir félagið reist 7 sæluhús, þar sem ferðalangar geta hvílst fjarri manna- byggðum. Fyrsta sæluhúsið var byggt í Hvítárnesi árið 1930. Hin sæluhúsin eru á Kerlingafjöllum, Hveravöllum, Þjófadölum, við Haga- vatn, Snæfellsjökul og Kaldadals- veginn. Skemmtiferðirnar sem Ferðafélag fslands hefir gengist fyrir, eru orðn- ar margar, og víða liefir verið far- ið. Væri næsta ógjörlegt að gera þar tæmandi upptalningu, og óðum fækkar þeim hnjúkunum, sem ei Kristján Skat/fjörá, framkvæmdastj. Sælahúsið i Hvilárnesi hefir verið gengið á í ferðalögum féiagsins, bæði löngum og stuttum. Snar þáttur í starfsemi félagsins fyrir auknum kynnum ])jóðarinnar af landinu er útgáfa árbókanna. Árbækur Ferðafélagsins eru á land- fræðilegan mælikvarða merkisrit og fræðandi mjög um náttúru lands- ins og sögu. Eru nú allflestar ófá- anlegar með öliu. Aðeins j)ær sið- ustu hafa fengist, en upplag þeirra mun víst fljótlega þrjóta, þvi að liver maður vill eiga ])ær. Fyrsta árbókin kom út árið 1928 og var héraðslýs- Þjórsárdals í henni. Síðan hafa þær komið út á hverju ári með liéraðs- lýsingu nema 1939, þegar árbókin var fuglabók. Fyrsti forseti félagsins var Jón Þorláksson, borgarstjóri. Siðar hafa þeir Björn Ólafsson, stórkaupm., Gunnlaugur Einarsson læknir. Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og Gcir G. Zoega, vegamálastjóri, verið for- setar félagsins. Núverandi forseti er Geir G. Zoega. Framkvæmdastjóri fé- lagsins er Kristján Ó. Skagfjörð. Er hann einnig gjaldkeri ])ess. Aðrir þeir, sem stjórn félagsins skipa, eru þessir: Pálmi Hannesson, rektor varaforseti, og meðstjórnendur Gísli Gestsson, bankafulltr., Guðm. Ein- arsson frá Miðdal, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Helgi Jónasson frá Brennu, Jóhannes Kolbeinsson, tré- smiðúr, Lárus Oltesen, kaupm., Hall- grímur Jónasson, kennari, og Þor- steinn Jósepsson, blaðamaður. Geir G. Zoec/a, forseti Ferðafél. fsl. Fcrðafélag; í§Iand§ tuttugu ára Hótel Ritz tekur til starfa Nú er Hótel Rilz tekið til starfa suður á Reykjavíkur-flugvelli í liúsa- kynnum þeim, sem Hótel Winston hafði áður. Hefir hótelstjórinn, Krist ján Sigurðsson, látið lagfæra allt innanstokks að undanförnu og prýtt salina á smekklegan hátt. — Her- bergi, sem leigð verða út, eru 54 með 81 rúmi. Starfsfólk er um 30, allt nýtt. Kristján hefir numið hótel- rekstur í 1% ár í Sviss og % ár i Svíþjóð. Einnig hefir hann unnið að veitingastörfum hér. Er liann korn- ungur maður með þekka framkomu og salarkynnin bera Ijósan vott um snyrtimennsku hans. Starfræksla hótelsins er bæði mið- uð við móttöku flugfarþega, sem leið eiga um völlinn og þjónustu i ])águ bæjarbúa og gesta utan af landi. Eins og Kristján sagði, ])egar liann bauð blaðamönnum að skoða hötel- ið, j)á er nauðsynlegl að hafa mynd- arbrag á rekstrinum, ])vi að 40—60 manna liópur útlendinga kemur á hótelið tvisvar í viku, og eru það einu kynnin, sem menn þessir eiga af landi og' þjóð. — Auk leiguherbergja og matstofa eru stórir og snotrir sal- ir fyrir liótclgesti og salir, sem leigðir verða út til veisluhalda. ***** Starfið er margt en velliðan, alkost og vinnuþol er háð* þvi að fatnaðurinn sé hagkvæmur og traustui VBIR VDfyfúaHFAHAtEŒtRtÐ ÓSQ-AútDS "A HEYKJAVlK £lzta stoétsta og iullkomnasta vorksmi&ja smnat gioinat á lslanái

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.