Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.12.1947, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Faxi og Bessastaðir eru öndvegisbækur ársins 1947 Saga heillar þjóðar á hestbaki er sérstæðasta saga mann- kynssögunnar. er hrífandi og mikilfengleg glæsisaga ís- lenskra manna og íslenskra hesta. Hún lýs- ir hlutdeild hestsins í lífi heillar þjóðar, og tilfinningar þær er um þúsund ár hafa auðgað líf íslenskra manna í skiptum þeirra við hesta sína. Dr. Broddi Jóhannesson hefir unnið að samningu þess- arar bókar undanfarin ár. Hún er 453 bls. í stóni broti auk 50 heilsíðumynda af sögulegum atburðum eftir Halldór Péturs- son, er annast liefir skreytingu bókarinnar. Hún er bundin í forkunnarfallegt band og allur er frágangur hennar einn glæsilegasti, er sést hefir í íslenskri bókagerð. íslenskir menn og hestar hafa farið saman kvikir og dauðir. Kynslóð eftir kynslóð hafa fslendingar þreifað á landi sínu með hófum hesta sinna. Hesturinn hefir verið íslensk alþýðueign fram á þessa öld. Hann hefir tekið þátt í fögnuði sérhvers barns á þessu landi í tíu aldir. Saga hestsins er íslensk saga, leiðir hans fslendingaleiðir. Hesturinn gaf íslendingum ekki einungis kost á að koma á fót skipulögðu ríki, heldur gerði hann þá einnig að land- námsmönnum og Islendingum. íslendingasagan FAXI er sígilt snilldarverk, sem hvert einasta heimili oetti að eignast — og vinargjöf, sem aldrei fyrnist. BESSASTAÐIlt ÞÆTTIR ÚR SÖGU HÖFUÐBÓLS Eftir Vilhjálm Þ. Gislason 1 þessari fögru og fróðlegu bók eru raktir höfuðdrætt- irnir í sögu eins frægasta höfuðbóls á landi hér. Fyrst er gerð grein fyrir sögu- og menningarlífi stórbýlanna í sveit- um landsins og sveitabýlanna yfirleitt, en síðan er rakin saga Bessastaða sérstaklega. Þar er sögð stjórnmálasaga staðarins, búskaparsaga og kirkjusaga og byggingasaga, sagt frá helstu ábúendum og höfðingjum, sem þar hafa setið, og birtar myndir margra þeirra eða myndir af stað- arhúsum á ýmsum tímum, og sýnishorn af bréfum og grip- um frá Bessastöðum. Frásögnin er skemmtileg og fróðleg. Þetta er ein hin fegursta og snyrtilegasta bók, sem hér hefir komið út og um ekkert annað höfuðból á íslandi er til svo skrautleg bók. Allur frágangur er mjög smekklegur og vandaður, bókin er bundin í gylt alskinn, handsaumað með litmynd, auk mikils fjölda annarra mynda og bóka- skrauts. Þetta er bók, sem hvert einasta bókasafn og lestrarfé- lag þarf að eignast og hver einstaklingur, sem á vandað safn af bókum um íslenzk fræði og sögu, eða vill gefa vinum sínum góða gjöf. Fræðibók — Skemmtibók — Gjafabók Verð Faxa: í alskinni ............... kr. 130.00 í rexin .................. —- 105.00 Heft ....................... — 85.00 VerS Bessastaða: í alskinni ............... kr. 85.00 FAXI og BESSASTAÐIR ezu jólabækurnar 1947 ^paðkjöt Höfum nú þessar tunnustærðir: Áttunga 14 kg. Kúta 32 kg. Hálftunnur .... .... 55 kg. Heiltunnur .... . . . . 110 kg. Heiltunnur .... . . .. 120 kg. Frystih. llerðubrdd Sími 2678. Hangikjöt Vegna vaxandi afkasta gerum vér oss von- ir um að geta nú fyrir jólin fullnægt pönt- unum viðskiptamanna vorra. Reykhús S.Í.S Sími 4241.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.