Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Qupperneq 7

Fálkinn - 30.04.1948, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 — Nú er veturinn liðinn og fólkið farið að téngja vonir sínar við sólríkt sumar. Ótiðin, sem verið hefir landlæg hér tvö síðustu misseri, yrði ekki hörmuð af neinum, þótt hún grði að víkja fyrir mildari veðráttu og stöðugri núna um misseraskiptin. Góð sumartíð yrði aufúsugestur hér á landi, og við skulum vona að hún geri vart við sig. — Iiér birtist mynd frá „Sun Valley", helsta vetrarskemmtistað Bandaríkja- manna. Um jólaleytið var þann ig umhorfs þctr. Metersþykkur snj.ór hvildi á jörðu. Fjöldi hótelgesta iðkaði skíðaíþróttir, aðrir syntu í volgum laugum, og sumir fóru meira að segja í sólbað, því að sól skein í heiði og sólbaðsskýlin voru sérstak- lega vel útbúin. — Við íslend- ingar megum líka muna sót- skinsstundir að vetrarlagi, þótt margar hafi þær eigi verið í vetur. * * * * * VETURINN KVEÐUR - SUMARIÐ HEILSAR ÍHtÍ sllHlsli! ilflttii llÍSi 1 ■■■ Á síðastliðnu sumri var haldin mikil veðreiðahátíð í Englandi. Þátttakendur voru frá Eng- landi, Frakklandi, Belgíu, Ítalíu og Eire. Hér sést einn yngsti knapinn með gæðing sinn eftir hlaupið. Til vinstri: Enginn ís í þrónni. — Á köldum vetrum eru bændurnir í Banda- ríkjunum í vandræðum með að halda þrónum hjá skepnunum ófrosnum. Nú hefir verið séð við þessu með því að koma rafhita■ tæki fyrir í þrónni, svo að vatn- ið frjósi ekki. Tækið rýfur raf- strauminn sjálfkrafa þegar vatnið hefir náð ákveðnu hita- stigi. Til hægri: Þótt England hafi ef tit vill ekki neitt hrikalegt landslag að bjóða upp á á sumrin, þá leita samt bæði innlendir og erlendir ferða menn til fjalla strax og vora tekur. Einkum liggur mikill straumur ferðafólks til fjalla- héraða Cumberlands, og liann er þegar byrjaður þetta árið. — Mynd þessi er af fjallgöngu- manni í Cumberland. Páska-pílagrímsför. — Stúdentar frá ýmsum héruðum Englands fóru um páskana í píla- grímsför frá London til Washingham í Norfolk iil þess að sjá hið fræga dýrlingaskrín i borg inni. Hin 200 kílómetra leið til baka var farin fótgangandi og síðasta spottann gengu þeir berfættir. — Myndin er af nokkrum stúdentunum í göngunni. Þeir bera stóran eikarkross.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.