Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1948, Qupperneq 14

Fálkinn - 30.04.1948, Qupperneq 14
14 FÁLKINN AF STAÐ BURT í FJARLÆGÐ Ferðasögur eftir Thorolf Smith „Mwgur er lcriúr þóít hunn sé smár“. Þessi litli Nias-búi stekkur hæð mína, oq er þö tölaverðiir stærðarmunur. íslendingum er ferðaþráin í blóð borin. Ef til vill er það sameigin- iegt með alla eyjabúa. Kynnin af 'hafinu skapa seiðandi útþrá, og svo finnst mönnum allar takmark- anir vera fjötur. Maðurinn viil reika um, án Jjess að vcrða var við það, að að honum þrengi. En ekki geta allir ferðast að vild sinni. Hinir eru fleiri, sem verða að sætta sig við það hlutskipti, að iáta hugann reika í fylgd með þeim, sem víðar fara. Þess vegna eru lílca ferðasögur með vinsælustu bókum, sem íslendingar iesa. Ferðaminn- ingar Sveinbjarnar Egilsson voru á á hvers manns vörum, Jjegar Jjær voru að koma út fyrir nokkrum ár- um og eru löngu ófáanlegar. Ferða- minningar Jóns Trausta vöktu fyrst athygli manna á rithöfundahæfileik- um Kans. Og fyrir ferðasögur sín- ar varð Eiríkur á Brúnum Jjjóð- kunnur og miklu kunnari, en þótt hann hefði skrifað bækur tífaldar að vöxtuin, um Jiau efni, sem ís- lendingum eru ekki jafn hugþekk og ferðasögur. Og i ætt við ferða- sögur cru bækur Björgúlfs Ólafsson- ar læknis, Frá Malajalöndum o. fl., sem fjöídi mánna ias aftur og aftur með aukinni áiiægju. Fátt lýsir líka jafnvel manninuin sjálfum, sem segir frá, eins og ferðasagan. „Segðu mér hverja þú umgengst, og' ég skal segja þér hver þú ert.“ Nú er kominn nýr Eiríkur á Brún- um. Thorolf Smith er ungur og athugull maður. Hann er næmur fyrir hverri fegurð — og hann hef- ir samúð með öllu ]iví, sem halloka fer í lífinu. Frásögn hans er bæði hlý og skemmtileg, og viða lýsir liann svo vel, að manni finnst mað- ur vera kominn á staðinn og taka þátt í því, sem fram fer. Hann var staddur á eyjunni Tah- iti. „Rétt utan við Papeete er sund- laug, sem kennd er við Pierre Loti. Eg fór þangað ásamt nokkrum fé- iögum mínum. Lækur liafði verið stíflaður, svo að þar myndaðist ágæt sundlaug. Er við komum að laug- inni var þar innfæddur maður með krakka sína tvo, og synti hann með Jiau á bakinu fram og aftur um laugina. Allir voru Jieir kviknaktir, eins og Adam forðum. Kona hans beið á bakkanum. Þarna fannst mér ég sjá eðli Tahitibúans: frum- stætt, saklaust og barnalegt. Við horfðum stundarkorn á manninn og krakkana ærslast í lauginni. Svo urðu þau vör við okkur og' Jiá flýtti maðurinn sér burt.“ Þetta er falleg og hlýleg frásögn, sem hverjum manni er sómi að. Eða glettnin í frásögninni af bíl- ferðinni á Jiessari sömu eyju. „Þetta var ævaforn bifreið, yfirbyggingin úr óhefluðum kassafjölum, og víða reyrð saman með snærum. Bílstjór- inn var innfæddur maður, berfætt- ur. Hann ók með ofsahraða fyrir öll horn, og æpti þá hástöfum, því að öðruvisi hljóðmerki var ekki hægt að gefa. Honum virtist mjög skemmt, er hann sá, að okkur lík- aði ekki allskostar aksturinn, og hló svo að skein i mjalllivítar íenn- urnar.“ Og með söknuði skilur Thorolf Smith við eyjuna og íbúa hennar: Tahiti, eyjan fagra í Suðurhöfum og íbúar hennar, Jiessi glaðlegu börn móður náttúru, voru horfin sýnum, líklega í hinsta sinn. Eg hlustaði með mikilli ánægju á nokkrar af þessum ferðasögum, þeg- ar Thorolf las þær í útvarpið. Og ég hafði ekki minni skemmtun af lestri bókarinnar. J. S. V íða vangshlaupið. Á sumardaginn fyrsta var hið árlega Víðavangshlaup þreytt í fíeykjavík. Fyrstur að marki varð Stefán Gunnarsson, Ármanni, 2. Þórður Þorgeirsson, K.fí. og 3. Hörður Hafliðason, Ármanni. í sveitarkeppnum, 3 oq ,5 manna, siqraði Ármann. IJér birtist mqnd af sveil félagsins. Frá vinstri: Elinberg Konráðsson (8), Hörður Hqfliðason (3), Stefán Gunnarsson (1), Njáll Þórodds- son (b), oq Stefán Hjallalín (11). Drengjahlaup Ármanns. Drengjahlaup Ármanns fór fram s.l. sunnudag. — Keppendur voru 32. Sigurvegari vflrð Ingi Þorsteinsson, K.fí., 2. Siq. Har- aldsson, í.fí., 3. Garðar Ingjaldsson, Ármanni. — Mynd þessi er af sveit K.R., scm siqraði í 3 manna sveitarképpni. í miðið er Inqi Þorsteinsson. Sveit l.It., sem siqraði í 5 manna sveitarkeppni i Drenqjahl.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.