Fálkinn - 22.10.1948, Qupperneq 4
4-
F Á LKIN-N-
Hér eru tveir ekta sheikar og maSurinn yst til hœgri er emír Feisal al Saud priiis, nœstelstur af 1,0 sonum Ibn Saud.
allt þaö, sem fulltrúar á þingi jSameinuðu þjóðanna þurfa
að gera, segir blaðamaðurinn Gunnar Leistilcov í eftir-
farandi grein um dagleg störf UNO-fulltrúanna í
Flushing Meadows — og þó hafa þeir ennþá
meira að gera sem sitja í mörgum nefnd-
um og eiga sæti í hinum föstu ráðum
UNO, svo sem öryggisráðinu —
eða „Rifrildisráðinu“.
SÁ SEM VILL vera fulltrúi á
þingi Sámeinuðu þjóðanna —
UNO — eða í Öryggisráðinu
þyrfti helst að hafa þrenna
fætur, ferna handleggi og sex höfuð.
Hann verður að vera við því búinn
að taka samstundis og bindandi fyrir
þjóð sína, afstöðu til fjölda ólikra
málefná, og halda langar ræður og
ítarlegar án þess að gefa sér tíma til
undirbúnings. Við skulum athuga
þessa stundatöflu, sem aðalritari lief-
ir samið til leiðbeiningar fyrir þátt-
takendur i.þinginu i nóvember 194(5:
Á fætur kl. 7!4- Hálfur annar tími
til að baða sig og klæða, eta litla-
skatt, Jesa bréfin sin og morgunblöð-
in í New York, en eitt þeirra, „New
York :Times“ er stærra en öll blöðin
á íslándi til samans. Kl. 9: Nefndar-
fundiir á einliverju gistihúsinu í borg-
inni, þar sem fulltrúar frá sama land-
inu koma saman til þess að ræða um
og taka afstöðu til málanna, sem eru
á dagskrá þingsins þann daginn. —
Kl. 10 !4: Farið innan úr borginni og
ekið til Flushing Meadows, en þar
eru þingfundir haldnir. Það tekur 40
mínútur að aka þangað svo að 5 min.
eru til að heilsa kunningjum úr sendi-
nefndum annarra landa cða eiga
einkasamtal við einhvern áður en
þingfundurinn byrjar. Kl. 11: Hann
stendur 2 til 2!4 tíma. Svo kemur 1!4
tími til að sækja í sig veðrið, fá sér
matarbita, skrifa bréf eða orða breyt-
ingartillögu og lita í blöðin til þess
að sjá livað veröldin hefir aflagast
mikið síðan í morgun.
Og svo er framhaldsfundur kl. 15.
Þessir siðdegisfundir standa oft til
kl. 19. En kl. 19 /4 ekur þreyttur full-
trúinn inn til New York aftur, og ef
hann vill dubba sig eitthvað upp og
MaSurinn, sem oftast liefir beitt neit-
unarvaldi í ÚryggisráSinu; Gromyko.
ógert, og svo er það )íka margt, sem
honum finnst að hann þyrfti að sjá
úr því að hann er í New York á annað
borð. Sá sem samdi stundatöfluna
hefir verið að skrifa á stundatöfluna
fyrir tímann 22 til 24: „Skemmtanir
eða vinna.“
En hvernig var nú þetta? Fulltrú-
anum liöfðu borist boð um að koma
í „cocktail-party“ á 5 til 0 stöðum og
í ýmisleg önnur samkvæmi, bæði síð-
degis og um kvöldið! Og liann liafði
lofað að mæta á þremur stöðunum, að
minnsta kosti að reka inn liausinn
sem snöggvast, og á einiim eða tveim-
ur stöðum þurfti hann að' liitta mikils-
háttar mann, sem hann þurfti endilega
að ná í, en aldrei er hægt að ná til á
fundunum.
Þegar svona ber undir finnst full-
trúanum það afar leitt, að liann skuli
ekki geta verið á tveimur eða þremur
stöðum í einu.
SVONA GENGUR ÞAÐ dag eftir dag.
En hvergi á stundatöflunni sést að
tími sé ætlaður til þess að setja sig
inn í ýms mikilsverð og flókin vanda-
mál, svo sem viðvíkjandi atómsprengj-
unni, neitunarvaldsréttinum, friðar-
samningunum, ólgunni á Balkan og í
Pálestínii, fjárliagsáætlun UNO óg
ýmsu öðru. Og hvenær á hann að hafa
næði til að endursemja ræðuna sína,
sem liann ætlaði að lialda i fjárhags-
nefndinni en varð ónýt í gær vegna
þess að málið horfir nú allt öðruvísi
við, eftir umræðurnar sem þá fóru
fram. Og svo voru það allir þessir
menn sem hann þurfti að liitta og tala
við .........
Svona líður dagurinn og enda tals-
vert af nóttinni Hka, hjá venjulegum
fulltrúum frá iiinum smærri þjóðum.
Og þá getum við liugsað ókkur livernig
það sé að standa i sporum stórvelda-
fulltriianna og vera mr. Warren Aust-
in frá U. S. A., sir Alexander Cadogan
frá United Kingdom eða Gromyko frá
U. S. S. R., sem auk þess að eiga sæti
á þinginu og í Öryggisráðinu eru með-
limir margra mikilsverðra nefnda og
undirnefnda og eru skyldugir til að
taka til máls i þeim öllum, um öll
þau má), sem fram kunna að koma
þar.
Og svo er margnefnd stundaskrá
miðuð við daga, þegar ekkert sérstakt
er á seyði, rólega daga þegar epginn
kvöldfundur er!
hafa fataskipti, verður klukkan oft
20% áður en hann getur sest við mið-
ÁhaldiS, sem maS-
urinn ber í ól um
hálsinn er ekki
myndavél heldur
svonefnt „wdlkie-
talkie" viStœki, —
sem hcegt er aS
stilla á þann, sem
talar þá stundina
eSa túlkinn lians,
og heyra rceSuna
livar sem maSur er
í líúsinu. RceSurn-
ar eru túlkaSar
samtímis á fimm
mál: ensku, rúss-
nesku, frönsku, kín
versku og spönsku.
degisborðið. Hann er þreyttur og
sjúskaður, en samt á hann margt eftir
ENGINN KEMST YFIR