Fálkinn - 22.10.1948, Page 6
c
FÁLKINN
VITIÐ ÞER
VIII.
að í enska fiotanum hefir verið
tekin í notkun ný tegund bjarg-
fleka, fullkomnari en sú gamla?
Þetta er kringlóttur bátur úr
gúmmí, sem blásinn er upp
með kolsýru. Getur hann borið
tíu manns og sitja þeir undir
tjaldi, en efst á því er loftnet
fyrir radar. Þegar báturinn er
lofttómur fer að heita má ekk-
ert fyrir honum.
$$$£; , W&M'■/ * ■'óifr/e/Á?'
að á Sikiley ganga slátrararnir
um göturnar og bjóða kjöt til
sölu?
Iíér sést sikileyskur slátrari,
sem hrópar: , Nýtt kjöt til sölu!“
Hausinn af hafrinum á að
tákna, að það sé geitagjöt, sem
hann býður.
að hægt er að flytja heil stór-
hýsi langar leiðir, án þess að
valda íbúunum óþægindum.
Þegar byggja átii hinn stóra
flugvöll New York borgar, varð
að flytja húsið sem sést lxér á
myndinni, á brott, því að þar
átti aðalakbrautin að koma inn
á völlinn. Húsið var flutt þann-
ig, að stóru kerfi af hiólum og
bitum var komið fyrir undir
því. Sjálfur flutningurinn rask-
aði ekki hið minnsta ró hús-
byggjenda. Enginn hristingur
fannst, og það sem meira er,
rafmagnsljósin loguðu allan
tímann, og vatn stareymdi úr
krönunum eftir sem áður. Þann
ig var nefnilega, að sérstökum
sveiganlegum raf magnslínum
og vatnsæðum hafði verið kom-
ið í samband við húsið, áður
en lagt var af stað með það, og
þær voru svo langar, að þær
náðu á áfangastað.
í Drekkið Egils-öl J
KONUR
IMSIJM
LÖIDUM
Pólland.
Meðan austurhJuti Póllands tald-
ist til rússneska keisaradæmisins
beindist stjórnmálaáhuginn fyrst og
fremst að því að losna úr rússnesku
viðjunum. Þá var ltonum í Póllandi
bannað að taka þátt í fundum eða
stofna félög. Þegar Rússar slökuðu
ofurlítið á, 1905, var „Jafnréttisfélag
pólskra lcvenna" stofnað. Eitt aðal
markmið þess var að berjast fyrir
kosningarrétti kvenna. Helsta kven-
réttindakona Póllands, frú Paulina
Kuczalska Reinschmidt varð for-
maður. 1 ávarpi hennar stóð m. a.
að „konurnar verða að vera frjálsar
mæður frjálsra barna.“
Málið sóttist seint. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina varð Pólland sjálf-
stætt ríki og nefnd var sett til að
semja uppkast að stjórnarskrá. í
þeirri nefnd voru 5 konur. En
samkvæmt stjórnarskránni frá 1921
fengu aðeins karlar, 21 árs kosn-
ingarrétt, og kjörgengir urðu þeir
25 ára. Árið 1935 voru sett ný kosn-
ingalög, sem liækkuðu aldurstak-
markið upp í 24 ár og kjörgengis-
aldur í 30 ár. Það var ekki fyrr en
núna eftir siðari heimsstyrjöldina
að konur fengu sömu stjórnmála-
réttindi og karlar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Póllandi til „Interna-
tional Womens Ntws“ hafa launa-
kjör kvenna verið samræmd við
það, sem karlmenn liafa. Og gift liús-
móðir hefir full umráð ein yfir
eign sinni og' tekjnm. Sameign hjóna
er aðeins hægt að ráðstafa með
samþykki þeirra heggja.
Um þessar mundir er mikill hörg-
ull á kvenfólki til margra starfa og
óhemju mikið starf er fyrir dyrum
í félagsmálum. í Póllandi eru til
dæmis um 300.000 foreldralaus
hörn, og af þeim er um þriðjungur-
inn með berklaveiki. Svartamarkaðs-
verslun er hættulegur keppinautur
við aðrar atvinnugreinar, og marg-
ar konur eru við það brask riðnar.
Það þarf sterk samtök til þess að
fá allan þorra pólskra kvenna til að
starfa að því, sem þjóðfélaginu ríð-
ur mest á.
að til þess að reyna hljóðnema
og þvílíkt hafa verið gerð svo-
nefnd „dauð“ herþergi?...........
Þó að allt sé gerl til að deyfa
berymál í venjulegam herbergj-
um þá endurkastast hljóðið
samt og truflar næm tæki. —
IIér á myndinni sést „dautt“
herbergi. Þar eru glerfleygar í
lofti og veggjum, en utan um þá
vafið mjúku klæði, sem eyðir
alveg bergmálinu.
Sófus búfræðingur var alltaf að
liorast og fór loks til læknis að leita
ráða. Læknirinn skoðaði hann, sett-
ist svo niður og skrifaði snepil og
fékk honuni og sagði: — Nú skul-
uð þér fara eftir þessu fyrst um
sinn!
Sófus les: „Fjórir diskar af hafra-
graut og einn lítri af nýmjólk, tíu
franskbrauðssneiðar með miklu
smjöri og osti, hálft kg. af bauta
ásamt svo miklum kartöflum, sem
þér getið torgað, 2—3 bananar fjór-
um sinnum á dag.“
— Segið þér mér læknir, segir
sjúkllingurinn er hann hefir Iesið
seðilinn á enda. — Á maður að taka
þetta fyrir eða eftir matinn?
U.N.O.
Frh. af bls. 5.
Af ýmsu öðru, sem aðalskrifstofan
liefir um fulltrúana að segja má
nefna það, að 13,5% af þeim lifa í
fjölkvæni. Það eru Arabaríkin sem
valda þessu einkennilega fyrirbrigði.
Og um Arabana má yfirleitt segja,
að það eru fulltrúar þeirra, sem lang-
mest er tekið eftir af öllum þeim
fulltrúum, sem koma til New York
til að sitja UNO-þingið. Og þetta
stafar vitanlega ekki síst af því, að
flestir ganga þeir i binum einkenni-
legu skartklæðum eyðimerkurbúanna
á götunum í New York — brúnum
liettulcuflum, skósíðum, með hvítu
höfúðiini. í hópi arabisku fulltrúanna
er mest tekið eftir hans konunglegu
tign, emír Feisal al Saud, sem er
næstelstur af 40 sónum Ibn Sauds
konungs. Hann er undirkonungur í
Hedjaz og utanríkisráðherra Saudi-
Arabíu. Þessi tæplega fertugi Araba-
prins er einkar fríður sínum, ítur-
vaxin konungleg reisn yfir honum.
Prinsinn Ijefir gaman af að láta
New York-búa glápa á sig, og reynir
að samlaga sig heimsborginni sem
best hann getur. Hann liefir gaman af
að fara i kvikmyndaliús eða nætur-
klúbba, dulbúinn í Vesturlandaklæðn-
að cins og einskonar Harún al Rasjid
tuttugustu aldarinnar. En þegar hann
kemur i salarkynni sin á Waldorff
Astoria reynir hann að halda eyði-
merkurháttum sínum eins vel og liægt
er að gera það í stærsta skýjakljúfs-
gistihúsi veraldar. Undir eins og hann
kemur inn úr dyrunum fer liann úr
lakkskónum og setur upp arabislca
ilskó og iaugar sig áður en liann að
sið Múhameðstrúarmanna fellur á hné
á bænaþófann, sem hann hefir haft
með sér, og lineigir sig í áttina til
Mekka kl. 5 að morgni. Það sama á
liver sanntrúaður sonur fslams að
gera milli kl. 12 og 13, milli 15 og 18
og milli 18 og 20. En úti í Flushing
Meadows hafa Arabarnir ekki tæki-
færi til að rækja þennan mikilsverða
trúarsið, því að það rekst á fundar-
tímann þar. En emír Feisal ekur live-
nær sem hann fær tækifæri til heim
á gistihúsið á Manhattan til þess að
rækja siðalögmál íslams.
Engir hinna Austurlandabúanna
vekja eftirtekt til hálfs við Arabana.
Til dæmis tekur enginn cftir kín-
versku fulltrúunum, því að fjöldi kin-
verja er búsettur víðsvegar um borg-
ina — ekki aðeins í Cliinatown —
og flestir þeirra reka matsöluhús eða
jivottahús. Ameríkumenn fella sig vel
við kínverskan mat, og kunna að
meta þrifnað og vandvirkni kínversku
þvottahúsanna. ^
Vegna þess live mikið er af Kín-
verjum í New York kemur það stund-
um fyrir að misgáningur verður gagn-
vart kínversku fulltrúunum, en þeir
taka slíku með konfúcianskri stillingu
og sinni alkunnu gamansemi. Hér er
ein saga af þessu. Meðan UNO liafði
bráðabirgðaaðsctur í Hunter College
í The Rronx, voru nefndafundir oft
lialdnir á smærri skrifstofum í húsi,
sem sambandið hafði á leigu inni i
miðborginni, á Fifth Avenue 010, og
var staðurinn venjulega nefndur að-
eins „610“ til hægðarauka. Komst
þetta upp í vana, svo að stundum
gleymdist að útskýra nánar fyrir nýj-
um fulltrúum livaða staður þetta væri.
Nú kom nýr kínverskur fulltrúi á
UNO-þing og var sagt að liann ætti
að mæta á fundi í „610“. Maðurinn bjó
á Waldorff Astoria og liélt sem von-
legt var að hann ætti að fara i her-
bergi 610 þar á gistihúsinu. Það gerði
liann og barði að dyrum. Kona kom
til dyranna.
„Bíðið þér augnablik!" sagði hún
og livarf aftur inn i lierbergið. Eftir
dálitla stund kom liún aftur með stór-
an böggul með óhreinum þvotti og
rétti UNO-fulltrúanum, sem glápti á
liana, mállaus af undrun.
Hún liélt að maðurinn væri sendill
frá kínverska þvottahúsinu.