Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1948, Side 10

Fálkinn - 22.10.1948, Side 10
10 FÁLKINN VHO/ftf K/&N&URHIR „Verðlaust völugrjót‘‘ Aðeins á tveimur stöðum í heim- inum, i NorSur-Frakklandi og i Danmörku er mikið af tinnu. Nú munt þú kannske segja: „Stendur ekki á sama um það, og er ekki nóg til af einskisnýtu grjóti?“ En það er nú svo með tinnuna, að hún er ekki ónýt. Öðru nær. Ef þú kaupir þér sandpappir þá er það salli úr tinnu, sem hann er gerður úr, og ef þú lítur á diskinn þinn er glerj- ungurinn á leirnum líka gerður úr tinnu. Mest er af tinnunni á eynni Möen. Hún er þar i dökkum lögum inn- an um kritina og hefir myndast samtímis henni fyrir milljónum ára niðri á hafsbotni, úr kísil- sýru sem myndast liefir úr lirúður- svömpum og skeldýrum. Á stcinöld- inni var tinna það besta sem hægt var að fá í örvarodda og axir, ein- mitt vegna þess að hún var svo liörð og af því að hún klofnaði svo vel. Fyrir 50 árum tíndu unglingar saman tinnumola i fjörunni og seldu leirgerðarsmiðjunum, en í dag eru notaðar graftarvélar til að ná upp tinnunni. Svo er lnin mulin í smátt dust í stórum valsakvörnum, en dustið er notað í sandpappír. En hnullungarnir, sem tíndir eru i fjör- unni eru notaðir í sementskvarn- irnar til að myija sementsliröngl- inginn í fíngert mél. Og lireinasta og fingerðasta tinnudustið er notað i glerjung á bolla og diska. — Þess- vegna er tinnan frá Möen seljanleg um allan heim, meira að segja í glerjung á kínverskt postulin. SAGAN AF LIVINGSTONE 0G STANLEY 19. Þrír ungir Englendingar fóru með Stanley og hann hafði gufu- bát með sér eins og Livingstone, sem liægt var að taka sundur og flytja inn á vötnin. Var lialdið inn í landið frá Zanzibar og voru 350 burðarmenn í förinni. Þeim miðaði liægt áfram i fyrstu. Matarskortur var mikill og villimenn í skógunum réðusl þráfaldlega á leiðangurinn. Einu sinni ienti í orrustu, sem stóð í nokkra daga. En loks komust þeir Stanley að Victoria-vatni og gengu úr skugga um að í því voru upptök Nílar. En sú uppgötvun hafði kost- að einn Evrópumann og 100 svert- ingja lífið. 20. Síðan var förinni lialdið á- fram að Tanganjikavatni og síðan haidið vestur í Kongo. Þar hitti Stanley voldugan Arabaliöfðingja, Tippu-Tib, og með hjálp hans •—- sem að vísu var dýr — komst Stan- ley svo langt áleiðis að hægt var að setja gufubátinn saman og á flot. Báturinn hét „Lady AIice“. Alltaf áttu þeir í höggi við villimenn, sem aldrei liöfðu séð Iivíta menn áður, og tóku af þeim eintrjáninga svo marga, að nú gátu allir leiðangurs- menn siglt. Fór nú að miða betur áfram, en annar Englendingur missti lifið i þessari ferð. Framh. Skrítlur — Afsakið, herra deildarstjóri, —- ég liefi víst villsl við aksturinnl Gietuð J>ér ekki visað mér leiðina inn i leikfangadeildina aftur? — Geturðu sagt mér hvaða munur er á braski og kaupsýslu? — Já, það gct ég. Þegar maður tapar peningum i kaupsýslu þá cr það brask, en þegar maður græðir peninga á braski þá er það kaup- sýsla. Glæsilegur árangur. — En þegar þér notið þennan fægilög þá er öruggast að hafa sót- gleraugii —! Loksins hefir inaður þá komist ist gfir ölt sunnudagsblöðin —. — Dóttir mín er farin til útlanda til að fullkomna sig í söng. — Jæja, hefir liún fengið nánis- styrk? — Ekki eiginlega, en nágrann- ar okkar skutu saman handa henni til ferðarinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.