Fálkinn - 26.11.1948, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
DENNIS WHEATLEY:
ÚT I' OPINN DAUÐANN
I. Kap. Atvinnuleysinginn.
Gregorj^ Sallust æddi eirðarlaust aftur og
fram um lierbergið sitt í Gloucester Road
272. Mjór og renglulegur búkurinn virtist
vera kengboginn, vegna þess að Gregory
lagði í vana sinn að ganga niðurlútur.
Hann kipraði saman varirnar og úr mögru
og kinnfiskasognu andlitinu skein áköf
reiði. Hvíta örið sem náði frá vinstri auga-
brún og upp að hrafnsvörtu gljákembdu
iiárinu, og minnti stórum á myndir af
kölska, var sérstaklega áberandi, eins og
alltaf þegar liann þrútnaði af bræði. Lát-
laust þrammið um gólfið minnti lielst á
vilidýr, sem er að reyna að brjótast út úr
búrinu sinu.
Rudd og Gregory voru einir í stofunni.
Rudd gegndi þvi einkennilega tvíþætta starfi
að vera þjónn Gregorys og liúsbóndi hans.
Hann sat á brúninni á bekk og fágaði tvær
skammbyssur af mikilli natni.
Þegar Gregory lauk varaliðsforingja-
menntun sinni og fór til Frakklands til að
gegna herþjónustu þar síðustu ár fyrri
heimsstyrjaldarinnar, hafði Rudd verið
þjónn bans. Eftir vopnahléð bafði Rudd
gert langan leigusamning um búsið nr. 272
við Gloucester Road. Neðsta liæðin var
leigð nýlenduvörukaupmanni, en að öðru
leyti var búsið aðallega hæli stúdenta frá
Lundúna-háskóla, sem stóð ekki langt frá.
Á annarri bæð, út að götunni, var óvistleg
sameiginleg setustofa leígjendanna, þar
óð allt á súðum og þar létu þeir grammó-
fóninn glymja, héldu sumbl og elduðu ofan
i sig sjálfir á litilli gasvél, þegar lítið var
um peningana.
Einu tekjur Rudds voru hin óvissa húsa-
leiga og það litla, sem hann fékk fyrir
ýmisskonar snatt hjá nýlenduvörukaup-
manninum. Fyrir löngu hafði allt verið
komið í þrot bjá honum ef liins fasta
leigjanda, Gregory, hefði eklci notið við,
en Iiann bjó í Iveimur bestu herbergjun-
um með tilheyrandi baðklefa á annarri
bæð.‘
Rudd var með hörgult bár, snoðklippt
og stóð alltaf upp í hvirfilinn. En að fram-
an óx það i lokk, sem var vandlega olíu-
borinn og greiddur í boga yfir ennið. Þó
að bann hefði dálítinn vendilega snyrtan
yfirskeggshýjung á efri vör tókst honum
ekki að leyna því, að tennurnar í honum
befðu mjög svo þurft á því að halda að
tannlæknir liti á þær. Augun voru blá,
fjörleg og full af glettni. Hann lagði frá
sér aðra skammbyssuna, tók hina og leit
kviðnislega til húsbóndans.
— Þér megið ekki láta svona, mr. Gre-
gory, þeir þurfa bráðlega á yður að halda
aftur úr því að þeir eru komnir i stríð á
ný. Áður en mánuðurinn er úti verðum
við báðir farnir að afgreiða Þjóðverja til
heljar.
Gregory nam staðar og leit reiðilega á
Iiann.
— Éttu það sem úti frýs! Þú skiíur þetla
ekki. Þetta er ekki eins og það var í fyrri
styrjöldinni. Nú er allt afráðið fyrirfram.
Hefirðu ekki Iieyrt tilkynningarnar í út-
varpinu? Enginn verður skipaður liðsfor-
ingi nema hann bafi verið í aðalhernum
eða sé sérfræðingur. Og æfingaberbúðirn-
ar eru fullar af unglingum kringum tvítugt.
— Þeir eiga það bara. En leyniþjónust-
an þá, eða þetta nýja upplýsingaráðuneyti?
Þér talið þýsku eins og innfæddur, þér
þekkið meginlandið eins og brókina yðar,
og þér liafið rekið ýms flókin erindi fyrir
stórlaxana í Fleet Street. Getið þér ekki
fengið yður borgaralegt starf einhvers-
staðar?
—- Fjandinn liirði öll borgaraleg störf!
Eg er ekki nema þrjátíu og níu ára, og ég
vil berjast. Því í fjáranum fæ ég það ekki?
— Olræt, olræt! En striðið liefir nú ekki
staðið nema viku enn, og við fáurn meira
en nóg af því áður en Hitler gamli er kom-
inn þangað, sem hann á heima.
— Já, það er einmitt það! gaus upp úr
Gregorj'. — Stríðið befir staðið í viku og
samt er ég hér enn. 1 hverri einustu her-
deild, sem ég hefi reynt að smokra mér
inn í, hefir hvert pláss verið setið, og ég
hefi ekki snefil af líkum til að komast
nokkursstaðar að.
— Hægan, bægan, sir! Stríðið er svo að
segja að byrja, og ég þarf varla að segja
yður, að Þjóðverjar þola talsvert mikla
flengingu. Stríðið stendur í íjögur ár, eins
og það gerði fyrra skiptið, já, minnst það,
þetta er nú mín skoðun, því að nú hafa
þeir gert þennan samning við Rússland og
fá allt sem þeir þurfa þaðan.
Gregorv kinkaði kolli. — Já, það gera
þeir, en mundu að þeir verða að borga
fyrir það sem þeir fá, og þeir eru í mikl-
um kröggum. Og Rússarnir eru bara að
ýta undir þá, svo að þeir skeri sjálfa sig á
báls.
— Þessir Rússar eru undirförlir hrapp-
ar, sagði Rudd. Gregory sneri sér að hon-
um auðsjáanlega gramur.
— Hættu fyrir alla lifandi muni að
nudda þessar skammbyssur! Þú hefir ekki
gert annað i viku, og slítur þeim upp til
agna. Eg ætla að bregða mér inn til hinna
til að spyrja frétta.------
Þetta var árdegis á sunnudegi, og í sam-
eiginlegu stofunni liitti Gregory fjóra af
leigjendunum sex. Hildebrand Pomfret,
grár og fölur, vonsvikinn höfundur bók-
mennta sem venjulegt fólk neitaði að við-
urkenna, var að þrefa um stríðið við sköll-
óttan kúluvamba á sexlugsaldri, sem hét
Beadle. Ennfremur voru þarna Griselda
Girlie, útsteypt af grafbojum og með gler-
augu, og Ann Croome, lítil og hnubbótt,
kringluíeit og með fjólublá augu; þær
stóðu þegjandi og blustuðu á. Þegar Gre-
gory varð litið á Ann kom allt i einu bros
á majgurt andlilið á honum. Hann var
ekkert hrifinn af benni, en honum geðjað-
ist að fegurð í bvaða mynd sem var.
— Var nokkuð nýtt í síðustu fréttunum?
sagði bann, án þess að beina orðum sín-
um til nokkurs sérstaks.
— Ekki var það nú mikið, svaraði Ann.
— Pólverjar lialda enn velli fyrir utan
Varsjava, en útvarpið er fremur fréttafátt
um þátttöku okkar í stríðinu. Annars var
Griselda að fá tilkynningu rétt áðan, um
að bún væri kvödd í heimavarnarliðið.
— Kvödd, át Gregory eftir og' hnyklaði
brúnirnar. — Eg vissi elcki að þér kynnuð
nokkuð til slíks starfa, Griselda.
Slúlkan bólugrafna brosti eilítið. •— Jú,
vegna þess að ég er læknanemi er vitan-
lega liægl að nota mig fyrir hjúkrunar-
konu. Þetla seinkar að vísu prófinu lijá
mér, en um það er ekki að fást. Þetta var
afráðið fvrir nökkrum dögum og þeir ætla
að senda mig til Soutbampton. Eg fer i
dag.
— Eg óska yður alls góðs.
Gregory leit á Beadle, sem var i undir-
tyllustöðu hjá tollstjórninni. — Þér eruð
kominn yfir herþjónustualdur og eigið vit-
anlega að balda áfram í tollinum?
Beadle bristi ljóshærðan, sköllóttan
hausinn, — Nei ekki alveg! Skoðun hlut-
lausu skipanna verður að framkvæmast af
fagmönnum, því að þau geta baft bann-
vöru meðferðis. Og af þvi að ég liefi ver-
ið tollmaður í mörg ár þá á að setja mig
um borð í eitt af liafnbannskipunum.
Gregory saug upp í nefið. — En þér,
Pomfret? Úr því að slríðið er byrjað á
annað borð vona ég að það verði til þess
að auka söluna á bókunum yðar. Annars
er það skaði að þér skulið ekki semja
reyfara.
Pomfret yppti visnum öxlunum. — Eg
er hræddur um að ég bafi ekki tima til að
skrifa mikið. Eg hefi nefnilega verið svo
heppinn að fá stöðu i upplýsingaráðuneyt-
inu. Eg veit ekki livar stjórnardeildin mín
á að vera til húsa meðan striðið stendur,
en mér hefir verið skipað að vera viðbú-
inn að fara frá Londori með augnabliks
fyrirvara.
— Guð hjálpi mér ef menn eins og gamli
Pomfret eiga að stjórna skrifstofum, hugs-
aði Gregory með sér og leit á Ann Croome.
— Eg má víst gera ráð fyrir að þér verðið
bárna og gerið tilveruna bjartari fyrir
okkur, Ann? Eða eruð þér að liugsa um
að fela yður í einbverju skúmaskoti upp
í sveit líka.
-—Nei, sagði hún og brosti. Eg verð í
London. Húsbóndi minn liefir verið sett-
ur i eina borgaralegu deildina í hermála-
ráðuneytinu. Eg verð ritari lians áfram svo
að ég verð í þjónustu hermálaráðuneytis-
ins líka. Hvað ætlið þér að gera, Gregoi-y?