Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 2

Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 2
2 FÁLKlNN Happdrætti Háskóla íslands Sn I a 1. flokks 1940 er linI in Dregrið verður 15. janiíar Umboðsmenn í Reykjavík: Gísli Ólafson o. fl., Austurstræti 14, sími 1730 Arndís Þorvaldsdóttir, ungfrú, Yesturgötu 10, sími 6360 Elís Jónsson, kaupm., Kirkjuteigi 5, sími 4970 Helgi Sívertsen, umboðsm., Austurstræti 12, sími 3582 Bókabúð Helgafells, Laugaveg 39, sími 2946 Kristinn Guðmundsson, kaupm., Laufásveg 58, sími 6196 Maren Pétursdóttir, frú, Laugaveg 66, sími 4010 St. A. Pálsson og Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244 Umboðsmenn í Hafnarfirði: Valdemar Long Verslun Þorvaldar Bjarnasonar. DÝRIR KOSSAR. Leikkonur og hefðardömur hafa stundum selt kossa í velgerðaskyni — þær hafa lofað bráðókunnugum mönnum að kyssa sig fyrir borgun, sem runnið hefir til fjársöfnunar. Kvað sérstaklega mikið að þessari fjáröflunaraðferð i fyrra stríðinu. Árið 1917 voru borgaðir 20.000 frank- ar í Paris fyrir einn einasta koss, og í Alberta Hall í London fékk Maud Lowe 24.000 krónur fyrir „velgerðakoss“. Frændi skáldsins Heinrich Heine borgaði fyrir 150 árum 1000 krónur fyrir að fá að kyssa Iiina fögru ieikkonu Antoinette Lebrun velgerðakoss, og þótti mik- ið i þann tið. Einu sinni lofaði bertogafrúin af Devonshire að hún skyldi kyssa bvern þann, sem vildi greiða mann- inum hennar atkvæði. Ríkur slátr- ari og álirifarikur meðal kjósenda krafðist þess að fá að kyssa frúna fímm kossa fyrir aðstoð sína við mann hennar, og það fékk liann. Hana óraði ekki fyrir að slátrarinn mundi nota kossana i auglýsinga- skyni, en það gerði béaður lómur- inn. Nokkrum dögum síðar var komið stórt spjald í gluggann hjá lionum, og á því stóð: „Kaupið á- vallt bjúgun yðar hjá slátraranum, sem fékk fimm kossa hjá hertoga- frúnni af Devonshire!“ Fæstir, sem hafa gaman af að kyssa, liafa nokkurt hugboð um, að það er fleira en hjúskaparrifrildi, trúlofunarslit og iijónaskilnaðir sem kemur út af þessu tranta-nuddi, heldur jafnvel strið. Þetta skeði árið 1780 þegar Ferdinand prins af Bayern stal kossi frá fallegri prins- essu frá einni nágrannahirðinni. Út af kossinum urðu ýfingar milli fylgdarliðs prinsessunnar og liirð- manna prinsins og enduðu þær með slagsmáium. Síðan var stjórnmála- sambandi slitið milli rikjanna og þau fóru i stríð, sem stóð i sex ár og kostaði um þúsund manns lifið. Þessi koss varð þvi dýrari en nokk- ur „velgerðakoss.“ ÓL BARN Á GÖTUNNI. Það má lieita í frásögur færandi að kona ali barn án þess að vita af því. Þetta gerðist í Warwick i Eng- iandi, og fæddi konan barnið úti á götu En svo var lögreglunni fyrir að þakka að allt fór vel. — Frú Collar, sem er 37 ára, vakti mann- inn sinn eina nóttina og liafði þá tekið jóðsóttina. Maðurinn hennar reyndi að ná í bíl til að koma henni á fæðingarstofnunina, en hvergi var bíl að fá, svo að þau fóru gangandi. Á miðri leið stansar frú Collar, •— og svo man Jiún ekki meira, annað en að maður hennar kallar og tveir lögregiuþjónar komu. Hún vissi ekk- ert um að annar lögregluþjónninn hafði séð nýfætt barn á gangstétt- inni þar sem hún stóð, og hafði liirt það og hlaupið með það á lögreglustöðina og vermdi það við ofninn. Það fylgir sögunni að henni liafi legið við nýju yfirliði þegar lögregluþjónninn færði lienni barn- ið og óskaði lienni til hamingju. BARNEIGNAVÉL. Leokadia Palus, sem er gift vinnu- anni i Pszczyna (hver vill bera nafn ið fram?) ól nýlega 19. barnið sitt, segir í tilkyningu frá Póllandi. Bol- eslaw Bierut Póllandsforseti verður skírnarvottur að króganum og sæmir um leið móðurina borgardáðamed- alíunni. (Alveg sama lagið og hjá Mussolini forðum). Af börnunum 19 eru 14 á lífi, það eista 23 ára sonur, sem vinnur i námu. PIPARMEYJATRYGGING. Tryggingarfélag í New York lief- ir byrjað nýja tegund trygginga, sem virðast ætla að verða vinsælar. Fólk tryggir ungar dætur sínar, sem virðast vera líklegar til að pipra. Hafi þær ekki náð sér í mann þegar þær eru fertugar borg- ar félagið þeim ákveðna upphæð, og er þetta kallað lieimanmundur. BÍLSTJÓRI SEGIR FRÁ. Á Jiverju kvöldi i sjö ár skrifaði James Maresca Jeigubílstjóri i New York Jijá sér það helsta sem við Jiafði borið um daginn. Og það var alls ekki fátt sem á daginn dreif. Loks varð úr þessu heil bók. Hann fór með handritið til forlagsins E. P. Dutton, ög nú er bókin komin út og lítur út fyrir að liún verði mesta sölubók þessa árs. — Þessi skrif- andi bilstjóri ber ltvenfólkinu ekld sem best söguna og liefir það ef til vill einkum orðið til þess að gera bókina fræga. Þannig segir hann mörg dæmi þess, að kvenfólk hafi viljað borga sér með bliðu sinni en ekki í peningum. „Allt kvenfólk er rusl,“ segir Maresca, „að minnsta kosti þegar þær eru orðnar eldri en þriggja ára.“ GJAFIR FRÁ U.S.A. Árið 1947 sendu Bandarikjamenn gjafir til útlanda, sem nárnu sam- tals 4777 ntilljón dollurum að verð- mæti. Þar af var 46% bögglar með matvælum og fatnaði, Jiitt voru pen- ingasendingar. LÝDRÆÐl! Titlatog og tignarlieiti eru með öllu bönnuð í Bandarikjunum, og þessvegna verður Elizabeth Rogers, sem giftist Christian prins af Iless- en árið 1915 að Játa sér nægja að lieita Elisabetli Hesse. Hún sótti um að mega kalla sig Elizabetli, prins- essu af Hessen, en rétturinn úrskurð aði að það mætti ekki. Það væri óleyfilegt að nota prinsessunafnið, jafnvel inn á milli skirnarnafns og ættarnafns. Juan Bramuglia, utanríkisráð- herra Argentínu, sem liefir sýnt meiri viðleitni á að leysa Ber- línardeiluna en nokkur annar maður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.