Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Barnaheimsókn í Chaillot- höllina. Áður en þingi Sameinuðu þj.óð- anna í París lauk, var hóp af börnum frá ýmsum þjóðum boðið að skoða Chaillot-höll- ina. Hér sjást nokkur af börn- unum við forsetasætið ásamt frú Röosevelt og dr. Charles Malik, fulltrúa Libanons, sem skýrir þeim frá, hvernig fund- um sé stjórnað. Lítil stúlka hef- ir þrifið hamarinn, augsýni- lega reiðubúin til að taka við hinni vandasömu stöðu. ★ Philip hertogi á slysstaðnum. Philip hertogi kom nýlega i op- inbera heimsókn til Hull. Höfðu veglegar veislur og mikil há- tíðahöld verið undirbúin til heiðurs honum. En að eigin ósk lians var öllu þessu sleppt, því að gífurleg sprenging hafði orð- ið í kakaóverksmiðju i borg- inni örstuttu áður og nokkrir menn beðið bana. Kaus hann heldur að horfa á starf slökkvi- liðsins, sem stóð í stríðu vegna bruna af völdum sprengingar- innar, og myndin er tekin við það tækifæri. X-ið sýnir, hvar hertoginn stendur. ★ Hvaða stork skal velja? Elizabetli prinsessa hefir tofað að taka á móti skírnartertu frá „Universal Cookery and Food Association“, og ungar stúlkur úr klúbbnum „The Three Wise Monkeys“ í London eiga að búa til „toppfígúruna“ á tertuna. Það á að vera storlcur. Hér sjást ungu stúlkurnar vetta vöngum yfir því, hver storkurinn sé heppilegastur til að prýða hina miklu tertu. .......... .*■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.