Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ÚT í OPINN DAUÐANN Nú kom óumræðilegur vandræðasvip- ur á Rudd. — Þér megið ekki gabba mig, Gregory. Þér þurfið mann til að hugsa um yður. Hver á að bursta stígvélin yðar og hver á að fægja skammbyssurnar, og liver á að taka til litlaskattinn? — Það hryggir mig, Rudd, en þetta er því miður ómögulegt. Eg á að fara til út- landa og verð á gistihúsum, þar sem ég þarf ekki á þjóni að halda. Fyrsta kastið verð ég yfirleilt alls ekki í einkennisbún- ingi. — Eg skil. Þér hafið fengið starf í leyniþjónustunni. Jæja, það eru þó ein- hverjir i þessari stjórn, sem hafa ofurlít- ið vit í kollinum. — Það má að visu segja að þetta sé eins- konar leyniþjónustuslarf. En það má ekki fara lengra, Rudd. — Eg segi ekki eitt einasta orð, tautaði Rudd. Þér vitið að ég er ekki vanur að tala af mér. Ef ég hefði sagt frá öllu því, sem ég veit um yður, þá hefðuð þér verið hífður upp og liengdur jafnhált og hvelf- ingin er á St. Pálskirkjunni. En það er nú saint bölvað ólán, að ég skuli ekki fá að koma með yður. -— Já, en ég liefi nóg handa þér að gera liérna meðan ég er í burtu, sagði Gregory rólega. — Er það? Bláu augun i Rudd urðu kringlótt af gleði. IJerra minn trúr! Á ég að starfa fyrir leyniþjónustuna? Nei, ekki heinlínis, en þó eitthvað í átt- ina, —- þú ált að hafa gát á ákveðnum manneskjum íyrir mig. Þú átt að lesa þær niður í kjölinn, komast að venjum þeirra, hrestum og göllum og ganga úr skugga um hvar kunningjar þeirra eiga heima. — Er það allt og sumt? Rudd gat ekki dulið hve vonsvikinn liann var, og Gregory hló upphátt. Hann skyldi að dyggi þjónn- inn hafði vænst þess að hann ætti að gera innbrot í erlendum sendisveitum og stela áríðandi skjölum, eða reka önnur álíka Iiættuleg erindi. — Hefirðu heyrt nefndan mann, sem heitir Tom Archer? spurði hann. — Ha! Eldrauða kommúnistann? — Slepptu orðinu eldrauður. Hann á að verða besti vinur þinn hér eftir. —- Ivemur ekki til mála, hr. Gregory. Þér vilið að ég hala kommúnista. Þeir eru drullusokkar allir til hópa. — Þá verður þú að Iiætta að hata þá. Mér er alvara með þetta, Rudd. Eg fel þér starf, sem er jafn áríðandi og hvað annað. Og með því að taka að þér þetta starf þá hjálpar þú mér, og með því að gera það, sem ég bið þig um þá gagnast þú landinu ekki minna en þú mundir gera með riffli og bvssusting og jafnvel miklu hetur. — Olræt, herra. Úr því að þér lítið svona á málið. — Gott. Taktu nú vel eftir hvað ég segi. Archer á heima í Walsingham Terrace 65 í Kensington. Manstu það? Walsingsham Terrace 65, Kensington. Þú verður þá kynnast lionum sem fyrst. Þú getur sagt honum að þú sért sannfærður anarkisti, en þú sért ekki í flokknum, ef hann vill sjá félagsskirteinið þitt. Auk þess ert þú frið- arsinni. — Eg friðarsinni? Kemur ekki til mála, herra minn. — Þú ert friðarsinni. Þú hatar stríðið, þú liatar þá sem koma ófriðnum af stað. Og fyrst og fremst hatar þú lygarann og þefdýrið Adolf Hitler. — Nú talið þér af viti, herra. Eg hel'i margt um þann kóna að segja. — Segðu Archer livað sem þú vilt, en þú mátt umfram allt 'ékki verða fullur af ættjarðarást, þú mátt ekki tala með loln- ingu um England og hreska heimsveldið. Það getur eyðilagt allt. Eg skil, sir. Rudd deplaði augunum. — Eg skal reyna að fá liann lil að leysa frá skjóðunni. — Einmitt. Þú ert ekki nærri eins vitlaus og þú læst vera. Þér ar falið að komast að öllu viðvíkjandi Árcher. Eg verð að fá að vila sem mest uni fjölskyldu hans, kunn- ingja hans, áhugamál lians og hvað liann gerir. Ef Iiann talar um þýska herinn verð- ur þú að setja vel á þig allt sem hann seg- ir, orð fyrir orð, og skrifa það hjá þér undir eins og þú kemur heim. Allt sem hann segir um Þýskaland er mikils virði. Ef hann nefnír nöfn þá verður þú að setja þau á þig. Eg vænti góðs árangurs af þessu þegar ég kem lieim aftur. — Það skal ekki bregðast, herra. Ef það teksl ekki þá sendi ég Göring sjálfan mig í jólagjöf. — Gott. Náðu nú í lirein nærföt handa mér. Sokka buxur og allt. Taktu af þeim öll verksmiðjumerki. og gleymdu ekki þvottahúsmérkjunum. Þau verða að hverfa. Eg fer inn og halla mér. Hver veit livenær ég íæ tækifæri til að blunda næst. Vektu mig klukkan 6y2 í kvöld og hafðu hað til- húið handa mér. Klukkan sjö símaði Gregory til sir Pelli- nore til að spyrja hvort fundist hefði þýsk- ur foringi, sem hæfði hlutverkinu, sem hann átti að leika. Honum líkaði vel er hann heyrði að hann ætti að gilda fyrir dauðan hershöfðingja i verkfræðingalið- inu. Svo hað liann um. að sem ítarlegastar upplýsingar um þennan mann yrðu fyrir hendi er liann kæmi. Þegar liann hafði baðað sig og etið fór hann í fötin, sem Rudd hafði lagt fram. Hann kveikti sér í vindli og fór að rifja upp það sem liann vissi um ýmsa þýska bæi og staði. Og svo grannskoðaði hann uppdrátt af Rínarlöndum. Hann gat ekki haft annað með sér en rakvélina og sápu- stykki, svo ekki þurfti að hafa fyrir að taka farangur saman, og þegar Rudd kom inn ldukkan 10y> og sagði að bifreiðin væri komin, slakk Gregory stóru Mauserskamm bvssunni i vasann og fór niður með Rudd. — Vertu sæll, gamli kunningi. Gregory rétti fram höndina. Rudd kreisti hana svo fast að hinn verkj- aði. — Farið þér varlega. Góða ferð. Og sendið mér bréfspjald. Það lék hros um varið Gregory er liann ók fram dimmar göturnar, það mundi varla verða færi til að senda bréfsjijald þaðan sem hann átti að vera. Bifreiðin ók varlega vegna dimmunnar og nam loks slaðar við Carlton IJouse Terrace. Þjónn sir Pellinore tók á móti honum í ársalnum og fylgdi lionum upp á loft og inn i herhergi, þar sem þýskur hershöfð- ingjabúningur hafði verið lagður fram. I baðherberginu innar af var rakhnífur og handklæði. Nú krúnurakaði þjónninn liann svo vand Iega að rétt sást hýjungur af svörtu liárinu eftir á skallanum. Síðan rakaði Gregory sig sjálfur. Hann var ekki viss um hvorl færi yrði til þess morguninn eftir. Þjónninn hjálpaði honum i fötin, og þegar hann spígsporaði niður stigann hálftíma síðar skyldi enginn hafa trúað að hann væri ekki ósvikinn þýskur liershöfðingi. Sir Pellinore leit upp og fór að skelli- hlæja þegar hann kom inn í bókastofuna. —Þér eruð eins og fuglahræða og haus- inn eins og billiardkúla, sagði liann. — Geymið þér skjallið þangað til síðar, sagði Gregory. — Það eru áhrifin sem allt er undir komið. — Þer lítið miklu ellilegar út. Eg mundi ekki hafa þekkt yður. Gott. Hver er það sem ég á að þvkj- ast vera? — Frariz von Leltow hershöfðingi í 25. verkíræðingadeild. Hérna eru upplýsing- arnar, sem við höfum getað fengið um hann. Gregorv lók vélritaða örk, sem sir Pelli- nore rétti honum og las: -— Franz von Lettow. Fæddur 1. janúar 1880 í Allen- stein, Austur-Prússlandi. Faðirinn: verk- fræðingur, móðir kona af lágum aðalsætt- um. Menntaðist í Ruhm-skóla, Könings- herg, og í verkfræðingadeild herskólans í Königshergháskóla. Gekk í herinn 1898. í 10. prússnesku verkfræðingasveitinni. Hafði litlu úr að spila og var alveg áhrifa- laus. Giftur 1905 ungfrú Emmu Anholt, sem ekki átti lieldur neitt undir sér. Börn í hjónabandinu: þrjár dætur, Hilda, Wil- helmina og Paula. Var í Kamerum 1911—’13 Var í stríðinu 1914—T8 án þess að fá lieið- ursmerki. Sem ofursti í verkfræðingahern- um tók liann þátt í byggingu Hindenhurg- línunnar. Félck járnkross, II. flokks. Elsta dóttirin, Ililda dó 1918. Næstelsta, Wil-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.