Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 svo varð kom í ljós næsta undra- verður eiginleiki þessa nýja efnis. Þessi uppgötvun vóg meira en upp á móti vonbrigðunum me'ð ormana. 1 lyfjaverksmiðju er það gjarnan regla að þeir sem þar starfa taki inn svo eða svo stóran skammt af nýju efni sem verið er með, áður en það er reynt á sjúklingum. Þannig var það einnig i þessu tilfelli: Hin- ir tveir vísindamenn tóku inn, til öryggis, tvöfaldan skammt af lyfi eða helmingi meira en álitið var að þyrfti til ormalækninga. Myndu þeir verða varir við eitureinkenni? Það myndi sýna sig! Allan þann dag og kveldið með voru þeir á verði gagnvart væntanlegum eiturein- kennum. Svo var daginn eftir og næsta kvöld. Engin óþægindi, ekki hin allra minnstu. Með góðri sam- visku sendu þeir lyfið frá sér til reynslu á sjúklingum — og gleymdu siðan pillum þeim sem þeir daginn áður höfðu tekið inn. Nú liður og bíður til næsta mánudagsmorguns. Þegar þeir sitja að morgunverði segir dr. Jakobsen, allt í einu: „Heyrðu, Hald; það var dálítið merkilegt sem kom fyrir mig í gær- kveldi. Eg var i samkvæmi og hafði neytt 2—3 hanastéla, og átti mér satt að segja einskis ills von. En allt í einu fór mér að iíða illa, tók að roðna í framan og varð brátt eldrauður um andlit og háls, fékk á- kafan lijartslátt og velgju, sem lauk með heiftarlegri uppsölu. Eg varð í skyndi að fá bíl og fara heim Hald varð undrandi. „Hvað segir þú? Þetta er sannarlega merkilegt, því það fór einmitt á sömu leið fyrir mér á laugardaginn. Eg varð einnig rauður i andliti og á hálsi og kastaði ósköpin öll upp!“ Hinir tveir vísindamenn brútu heilann dögum saman yfir þessu. Þeir settust að i rannsóknarstofunni og skipta þar á milli sín fyrir hádegi rétt eins og liverjir aðrir drykkju- menn hálfflösku af áfengi sem þeir svo neyttu. Áhrifin létu ekki á sér standa; mikill roð i andliti, á liálsi og brjósti braust þegar fram, púlsinn sýndi 140 slög, hjartsláttur, andar- tejjpa, velgja og uppköst. -— öll þessi einkenni komu þegar i Ijós. Þetta var sannarlega ekki skemmtileg til- raun, en hún sannaði ótvírætt að þeir, á einn eða annan átt voru orðn- ir ofnæmir fyrir áfengi. En hvað hafði orsakað þetta ofnæmi? Þeir létu hugann reika um allt það sem þeir höfðu verið að vinna að. Allt i einu datt þeim ormapillurn- ar i liug, sem þeir höfðu tekið inn fyrir viku síðan og sem þeir þegar voru búnir að gleyma. Það skyldu þó aldrei liafa verið þær, sem orsökuðu ofnæmið gegn áfenginu. Þeir náðu þegar í stað í einn af starfsmönnum rannsóknarstofunnar, sem þegar i stað vildi vera „tilrauna- dýr“. Hann var settur við borð nokkurt og þar voru scttar fyrir hann 3 ölflöskur og honum boðið að drekka þær. Visindamennirnir tveir settust hjá honum og viku ekki frá honum. En ekkert óvenjulegt skeði. Fórnardýrið varð aðeins dálítið heitt í kihnum, en fann ekki til neinna óþæginda og leið ágætlega. Aldrei hafði hann áður verið þátttak andi í svona skemmtilegri tilraun. En svo var hann látinn taka inn nokkrar „ormapiIIur“. Daginn eftir drakk liann svo sama skanunt af öli og áður. Nokkrar mínútur liðu án þess að nokkuð markvert skeði, en svo fór „tilraunadýrið" skyndilega að roðna, og nú var þvi ékki leng- ur skenunt eins og áður, enda varð það brátt að þola allt það, sem þeir Hald og Jakobsen höfðu orðið að réyna. Það var svo sem enginn vafi á því að þeir Hald og Jacobsen höfðu gert gagnmerka uppgötvun I Tetra-ætyl-tiuram-disulfidið varð á- þreifanlega orsök í ofnæmi sem ef til vill var hægt að notfæra. Nú gilti aðeins að rannsaka til hlýtar hvort efnið liefði heppilegar eða skað legar aukaverkanir á þá, sem ýmist neyttu þess í sambandi við áfengi eða tóku það inn án þess. í skyndi var nú myndaður „vis indalegur vinnufIokkur“ sem skip- aður var þeim visindamönnunum: dr. Erling Asmussen, dr. Gunnar Jörgensen, dr. pharm. Valdimar Lar- sen ásamt hirium margtéðu dr. Hald og dr. Jakobsen. Nú hófst löng og flókin keðja vísindalegra rannsókna. En var og mörgum spurningum ósvarað; m. a. livernig verkaði þetta á hjart- að, nýrun, lifrina, lungun eða blóð- ið? Hvað var það sem raunar átti sér stað, þegar þessar „ormapillur“ sameinuðust áfenginu? Hvers vegna fundu menn ekki til neinna óþæg- inda af pillunum, cf menn aðeins neyttu ekki áfengis? í desembermánuði 1947 var rann- sóknum komið svo langt,að með góðri samvisku var liægt að segja: Engar sýnilegar skaðlegar aukaverkanir I Smámsaman kom það í Ijós, að á- stæðan fyrir liinum magnaða við- bjóði sem myndaðist við áfengisnautn skapaðist ekki af neinum framandi eiturefnum, heldur af efni sem heit- ir, acetaldeliyd, og fyrir er í líffær- unum, en að vísu mjög lítið. Það sem skeður í fá orðum sagt, eftir að pillurnar hafa verið teknar, er, að áfengið brennur ekki „lireint“ í líf- færunum, heldur likt og þegar pappír brennur í þétt tilluktum ofni „ósar“ eða myndar „óhreina“ brennslu, en það framkallar aftur viðbjóðinn. Efnið, sem eins og áður segir hlaut nafnið „Antabus“ var nú aftur tilbúið til reynslu og not- kunar í þetta sinn vegna áfeng- issjúldinga. Jens Hald og Erik Jakobsen leituðu fyrir sér hjá manni sem kunnugt var að hafði langa reynslu i með- höndlun áfengissjúklinga, og liafði sýnt mikinn áhuga áþví, maður þessi var dr. Marlensen-Larsen á Hörs- hólmi, og m. a. vegna þess að hin- ar margvislegu aðferðir, sem bæði liann og aðrir áhugamenn unt þessi efni, höfðu notað, höfðu langt frá gefist eins vel og vonir stóðu til, var dr. Larsen þegar í stað fús til að gera tilraunir með þetta nýja lyf. Nú er um ár síðan liann fór að nota antabuspillur við áfengissjúkl- inga. Vissulega iðrast dr. Larsen ekki eftir því að reyna þetta nýja lyf, því að lionum hefir veist sú hamingja að sjá hundruð af mann- reköldum áfengistískunnar rétta sig úr kútnum, og verða á ný ham- ingjusamir og nýtir þjóðfélagsþegn- ar. Dr. Martensen-Larsen hefir einnig unnið gagnmerkt brautryðjendastarf. Hann hefir tekið áfengissjúklingana inn á heimili sitt, þar sem liann Iiefir fóðrað þá á téðum pillum, og síðan liaft á þeim vakandi auga um skeið og fylgst þannig með þeim og séð hvað þeim leið. llann liefir skyndilega birst lieima lijá þeim, á afmælisdegi, í tilefni af silfurbrúð- kaupi eða við önnur hátiðleg tæki- færi, ekki sem „setuliðsmað,ur“ held- ur sem góðvinur. Eða ef leið hans liefir legið fram hjá hefir hann „rekið inn höfuðið“ eins og af til- viljun. Eilt sinn fékk hann lánaðan sum- arbústað i Hellebæk til þess að hafa þar finun erfiða drykkjumenn um nokkurn tíma, undir stjórn manns nokkurs sem verið hafði um 20 ára skeið hreinn „rennusteinamatur“ en fyrir kraft antabus-pillunnar liafði tekist að koma honum á réttan kjöl aftur. — Þegar Larsen fékk lionum „yfirstjórnina" á þessu „liæli“ sínu átti hann eins mánaðar af- niæli sem bindindismaður. En liann brást ekki, liann var allt i senn „for- stjóri“, „ráðsmaður“ og „vinnumað- ur“ ,,hælisins“. Hann gætti sjúkling- anna vandlega, liélt liúsinu hreinu, eldaði mat og sá um aðdrætti — allt fór vel og enginn lenti „út af línunni". Fyrir nokkru siðan stofnaði hann sjálfur hressingarhæli úti við Eyr- arsund skammt frá heimili sinu, i fögru umhverfi. Þarna er rólegt og gott að vera þeim, sem þurfa að koma ró á taugar sinar og skipta um venjur. En dr. Martensen-Larsen tekur helst við þeim sem langt eru leiddir í viðskiptum sinum við Bacchus, enda árangur Antabus-aðgerðanna mjög undir þvi kominn hvérsu mik- inn áhuga sjúklingurinn sýnir og umhverfið liefir einnig sitt að segja. Skilningsgóð móðir eða ástrík eig- inkona hefir sin góðu áhrif í þá átt að sjúklingurinn „gleymi“ ekki að taka pillu sína á hverjum morgni, eins og honum ber. Sannarlega gengur Martensen-Lar- sen sjúklingum sinum í móðurstað, meðan þeir dveljast í hinum litlu herbergjum, sem liann liefir látið útbúa á heimili sínu þeim til handa. Til ]>ess að geta sem best gert mér grein fyrir Antabus áhrifunum „lagðist ég inn“ á heimili dr. Mar- tensen-Larsen i nokkra daga. Eg læt fylgja hér með dagbókaratliug- anir minar frá þessari dvöl minni, ég held líka að þessar stuttu dag- bókarklausur skýri betur þetta efni cn langt mál. „Þriðjudagur, kl. UA5: Lítill einkabíll rennur i hlaðið, út úr honum stigur eldri kona með bróð- ur sínum, sem er velefnaður bóndi frá Köge. Meðan systirin gefur skýrslu, nota ég tækifærið til að ræða við bróðurinn. Honum er alls ekki ljóst hvar liann er eða hvers vegna. Hann er ýmist liávaðasamur eða kjánalega skemmtilegur og þess á milli raupsamur og þrákelknisleg- ur. Maðurinn er þegar allt kemur til alls leiðinlega ölvaður, og liann skýrir frá þvi með mlklu yfirlæti að hann sé búinn að vera „á því“ i 3 vikur en „þannig lagaðan túr fer ég á annað slagið, skilurðu það!“ sagði hann.. Dr. M.-L. kom inn til okkar. Hann skýrði manninum frá því að hann ætti að dveljast hér í nokkra daga. í fyrstu vildi maður- inn ekki heyra slikt nefnt. En jafn- framt því sem dr. M.-L. lokkar ofan í hann 4 pillur af Antabus fær hann með lægni talið honum hughvarf, svo að liann vill fús vera. KI. 19.00. Fyrir stuttu er hann kominn í rúmið. Eftir að liann hef- ir klukkustundum saman þvælst fram og aftur og verið næsta erfið- ur, féll hann loks í svefn í hæginda- stól nokkurn. Hann liraut án af- láts, og var rauður í andliti. Miðvikudagur kl. 8.15: Hann er nýkominn á fætur. Nú er liann all- ur annar maður. Hann er ósköp aumur og sneypulegur. Vill ekki neyta neins morgunverðar. En kvart ar um óþolandi þorsta. „Tungan er eins og þerriblað, þannig loðir liún við górninn." Dr. M.-L. býður hon- um að drekka eins mikið af öli og hann liefir löngun til — en áður verður hann að taka sínar tvær pillur. Hann trúir tæpast sínum eigin augum, þegar sex ískaldar ölflösk- ur eru settar fyrir liann, og þegar liann sannfærist um að liér eru engin brögð i tafli, er hann ekki seinn á sér að svolgra þrjár þeirra í snatri. Ó, þetta er dásamlegt! Hann lítur sigri lirósandi í kring- um sig. Það er vist laglegur þvætt- ingur þetta með pillurnar, því sann- arlega bragðast þessir bjórar eins vel og jafnan áður. Hann var nú skilinn einn eftir í herbergi sínu, ásamt bjórúnum þrernur, sem eftir voru. En um hálfri klukkustund siðar kemur hann æð- andi inn á varðstofuna, skelfingu lostinn. Hann er eldrauður i fram- an og niður á háls og mjög hræddur vegna þess hve illa honum líður. Hann kvartar um andateppu og dynjandi höfuðverk. Púlsinn, sem venjulega slær 70 slög á minútu, slær nú 130 sinnum. Við komum hon um i rúmið, stuttu siðar selur hann lieiftarlega upp. lloðinn á andliti hans og hálsi liverfur, en í stað þess bregður fölum blæ á hann. Hann er sárþjáður, að honum finnst, og mjög af sér genginn. Það sem eftir er dags líður honum illa, en um kvöldið fellur hann loks i djúp- an svefn, og sefur óslitið alla nótt- iná. Fimmtudagur, kl. 9.15: Honuin líður skár en í gær; borðar dálit- inn morgunmat, tekur inn pillur, kvartar aftur um þorsta — og er enn boðið öl, sem hann afþakkar þó með hryllingi, en óskar hins veg- ar eftir gosdrykk, og fjögur glös af þeim drykk drekkur hann fyrir hádegi. Kl. 11.30: Hann er sendur í versl- un eina i nágrannabæ, ásamt öðrum sjúklingi, til að káupa gosdrykki. Félagi hans deplar til min augun- uni um leið og ég mætti þeim og glottir. Eg skyldi ekki hvað hann meinti með því. Um 45 minútum síð- ar kemur bóndinn aflur ásamt fé- laga sinum — i bifreið. Hann er eldrauður í andliti og sárlasinn. Eft- ir mikil uppköst fer hann í rúmið og sefur í 2% klukkustund. Nú skil ég hversvegna „gamli“ sjúklingurinn deplaði til mín augunum og glotti. Hann þekkti af eigin raun þessa för, og vissi að sérhver nýkominn notaði tækifærið til þess að fá sér ölsopa i gistihúsinu. Föstudagur, kl. 21.00: Hefi verið með lionum nær allan daginn. Hann er i framför, liefir góða matarlyst og óskar ekki eftir öli til drykkjar. Enginn okkar nefnir það heldur á nafn. Hann liefir drukkið 14 flösk- ur af gosdrykkjum yfir daginn. Hann segist sofa betur nú, en hann hefir gert í mörg ár, já eiginlega síðan liann var drengur. Frh. á bls. ti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.