Fálkinn


Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.01.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN ANTABUS HIÐ NÝJA MEÐAL GEGN OFDRYKKJU I)yr Vestra-fangelsisins opnast liægt og út um þær iæðist tötrum klæddur maður með fátæklegan fata- böggul undir hcndinni. Þetta er Jens Hansen 38 ára að aldri. Hann var að iosna úr 3 mánaða fangels- isvist, sem liann hafði verið dæmd- ur í vegna hjólhestaþjófnaðar — og fyrir brot á þvi dómsorði að neyta áfengis. — Um stund stóð Jens Hansen óráðinn, með glýju i augum af sól- arbirtunni. Hvað á nú til bragðs að taka? Á hann að halda raklcitt heiin og reyna enn einu sinni á þolinmæði konu sinnar? Mundi hún taka við hon- um og gefa honum enn eitt tæki- færi? Jens Hansen verður hugsað til barnanna sinna. Já, liversu oft hef- ir ekki liugur lians dvalið hjá þeim þessa þrengingarmánuði. Hann minnist Kaj, duglega drengs- ins sins, Karenar, sem að sumar- fríinu ioknu á að hefja skólagöngu sina í fyrsta sinn og kæru litlu íngu, sem aðeins var byrjuð að vappa um það leyti, sem faðir hennar „átti að fara inn.“ Mundi ekki blessað barnið fagna ])ví að að sjá hann aftur. Osjálfrátt þreifar hann í vasa sinn. Jú, þær eru þarna þessar fáu krónur, sem hann hafði sparað sam- an í fangelsinu. Hann hafði fyrir löngu ráðið það við sig hvað hann ætlaði að gera við þessar krónur. Hann ætlaði að verja þeim í gjafir handa konu sinni og börnum, og hann hafði einnig ákveðið hvað hvert þeirra skyldi fá. Hann skyldi vissulega sýna þeim öllum að nú væri hann ákveðinn í að hefja nýtt starfsamt liferni — án áfengis. Því að það var einmitt á- fengið sem var orsök ógæfu lians. Aðeins öriitil ídreypa - en liann gat ekki hætt. Það báj var kveikt, sem hann gat ekki slökkt. Og það sem ömurlegra var, að þegar hann var kominn á vald Bacchusi greip iiann Önnur ástríða lieljartökum, það var stelsýkin. Hvað eftir annað varð hann að feta hinn þungbæra og erfiða veg, inn fyrir fangelsismúrana, vegna smáþjófnaðar, götuóspekta eða brota á því dómsorði að neyta ekki áfengis. Bæði með þvingun og af frjálsum viija, hafði liann reynt margvísleg- ar læknisaðgerðir, en án árangurs. Síðastliðið ár var honum sleppt af drykkjumannahæli eftir 22 mánaða dvöl þar. Þrem dögum síðar rakst 'lögreglan á hann dauðadrukkinn á húströppum nokkrum. Ósjálfrátt verður honum i huga sínum litið til baka — til liðinna ævi- stunda. Einu sinni var hann þrótt- mikill og glaður iðnaðarsveinn, með lífið bjart og fagurt blasandi við sér. Þá var liann heiðarlegur, djarf- ur og duglegúr -— eftirsóttur starfs- maður. En svo skall ógæfan yfir, liann byrjaði að drekka. Þó liann sé ekki nema 38 ára gamall, er saga lians þó vitni ömurlegs og nær lát- lausra vonbrigða. Sorgmæddir aldr- aðir foreldrar sjá efnilegan son „fara í hundana" án þess að fá rönd við reyst. Heimili hans, þar sem áður ríkti friður og farsæld, er í algjörri upplausn. Ástrík eigin- kona hans er lostin örvæntingu og sér ekkert framundan nema upp- gjöf, og lítil saklaus barnsaugu skynja æ betur vaxandi niðurlæging ástkærs föður. Aðeins 38 ára — þó svipar lion- um meira til aldraðs manns. Augun sem eitt sinn glömpuðu og tindr- uðu — hafa misst fjör sitt. .Bitur •— táldreginn með slapandi andlits- drætli liins örþjáða drykkjumanns, stendur hann niðurlíitur og óákveð- inn fyrir dyrum fangelsisins. Á hann að fara heirn til konu og barna? Já, já — hann vill það — auðvitað. — Það er réttast. Og það gerir hann ákveðinn. — Þó •—• það er nú langt síðan að hann hefir bragðað ölsopa. Hann gæti nú lagt leið sína fram hjá „Gyllta ljóninu“ og fengið sér einn bajer hjá Ósk- ari! En aðeins einn — einasta — og svo beint heim. — Sama kvöldið finnur svo hinn 72 ára gamli faðir, son sinn ofur- ölvi í hliðargötu fyrir utan knæpu eina. — Þetta sem hér hefir verið sagt, átti sér stað fyrir hálfu ári síðan. — Eftir öllum sólarmerkjum að dæma — og samkvæmt fyrri reynslu hlyti Jens Hansen að hafa verið hneppt- ur í fangelsi á ný eða komið fyrir á drykkjumannaheimili — en svo <‘r ekki. Heldur liið gagnstæða. Hinn, að því er virtist vonlausi drykkju- maður Jens Hansen, hefir á ný öðl- ast hið létta skaplyndi sitt og sjálfs- traust. Hann er í raun og sannleika snúinn aftur til lífsins. Hann hefir fengið góða atvinnu, sem Iiann stundar af mikilli árvekni, fjölskylda hans er hamingjusöm og heimili hans risið úr rústum áfengisniður- lægingarinnar. En hvernig mátti þetta ske? Hver var ástæða þess að þessi króniski drykkjumaður fær fulla bót. Hvaða kraftaverk hafði átt sér stað Þann- ig mun lesandinn án efa spyrja, og vissulega á sú spurning rétt á sér. Jens Hansen drekkur ekki lengur. Hann hefir enga löngun i áfcnga drykki; það eru þegar liðnir um (i mánuðir síðan hann bragðaði á- fengi. Ójú annars — samkvæmt læknisráði hefir hannn reynt það í tvö eða þrjú skipti. En hann hefir ógeð á því. Fyrir hálfu ári, skömmu eftir að hann var látinn laus, varð liann svo heppinn, að fá tækifæri lil að verða ,,lilraunadýr“ hjá dr. O. Martensen- Larsen, geðveikralækni, sem þá í nokkrá mánuði hafði verið að gera tilraunir, í leyni þó, með nýtt með- al, sem af tilviljun hafði verið upp- götvað i rannsóknarstofu danskrar lyfjaverksmiðju. Lyf þetta, sem var í pilluformi — líkt og algengar „höfuðverkjapillur“ átti sinn þátt í að reisa Jens Hansen við aftur og gera hann að sómakærum atorku- manni á ný, ásamt siðferðilegri að- stoð fjölskyldu- hans og umönnun læknisins. Tilraunir margra ára, sem allar höfðu farið út um þúfur, til að hjálpa honum heppnuðust nú fyrir kraft þessa undrameðals, á tæpri viku. Eg vildi að sem fiestir hefðu tækifæri til að tala við þenn- an mann í dag’ •— tala við liann og fjölskyldu lians, liina aldurhnignu foreldra lians, konu lians og börn. Hamingjusamari fjölskyldu mynd- urðu vart fyrir hitta, því að hér er um að ræða fjölskyldu, sem eftir áratuga vonbrigði, hefir á næsta undursamlegan átt, endurheimt trúna á lífið og framtíðina. Dr. Martensen-Larsen hefir fram að þessum tima haft um 300 sjúklinga þessarar tegundar, undir liöndum — og notað við þá „Antabus“ („anti“ = gegn, „abusus" = misnotkun) og um 70% þessara sjúklinga hafa ýmist hlotið algjöran bata eða mjög mikla bót. Það væri freistandi að kynna ýms dæmi í þessu sambandi — því að af miklu er að taka — eu aðeins tvö skulu nefnd. Eiginkona kaupmanns nokkurs úti á landi, 30 ára að aldri, móðir 2 barna, liafði komist upp á það að verða þátttakandi í kvennamiðdög- um, þar sem áfengið var ekki spar- að, Þar komst kona þessi á bragð- ið. Samkomur þessar með krásum sinum og venjum urðu lienni, smám- saman ekki nög, hún fór að neyta áfengis seinni hlula dags og á kvöld- in. Að nokkrum árum liðnum var hún farin að neyta 10—15 vín- staupa á dag, og auðvitað kom þessi áfengisnautn hennar niður á heim- ilinu, bitnaði á því, í auknu hirðu- leysi og vanstjórn. Maður liennar gat illa sætt sig við þetta, eða þá liitt að kona lians fékk livað eftir annað vinnukonunni börn þeirra í liendur og sagði lienni að gæta þeirra, meðan hún sjálf, ým- ist var í kvennahófunum og undi þar við mat og drykk, eða sat lieima í hægindastól ofuröivi. Þannig kom maður hennar að henni livað eftir annað, er hann kom lieim frá vinnu. Þegar maðurinn óskaði l)ess, að hún reyndi hina nýju lækningaað- ferð um meðhöndlun áfengissjúkl- inga, var hún þvi í fyrstu mjög andvíg. Hún gat illa sætt sig við að verða af þeirri ánægju að neyta „lítilsháttar“ áfengis, og þeirrar gleði sem hún taldi því vera samfara. En hún sér nú. þrátt fyrir það, ekki eftir því, í dag er hún ham- ingjusöm móðir og húsmóðir á heimili, þar sem gleði og sæla rik- ir. Hún lýsir því yfir nú, 9 mán- um eftir aðgerðina, að sig þjái eng- in minnsta löngun í áfengi. Og i stað kvennahófanna með stríðum á- fengisstraumi, sem áður fyrr voru hennar aðalhugðarefni hfefir hún nú eignast ýmiskonar önnur áhugamál, en af áhugamálum hennar nú, ber samt Iiæst heimili hennar og börn. — Síðara dæmið, sem ég vil nefna, er af 50 ára gömlum um- boðssala. Þessi umboðssali átti við fjárhagslega erfiðleika að etja fyrir nokkrum árum siðan - þá tók Iiann það ráð, sem ýnisum verður á að grípa til þegar erfiðleikar steðja að, að „hressa“ taugarnar við með áfengisneýslu. En það er eins og máltækið segir: Fyrst tekur maður- inn eitt staup, svo tekur staupið annað staup og loks tekur staupið manninn. Svo íór hér. Áfengisneysla umboðssalans jókst og varð honum næsta óviðráðanleg ástríða. Og þegar hann kom til dr. M. Larsen var hann á góðri ieið með að verða króniskur drykkjumaður. Meðan á læknisaðgerðum stóð var haun ekki alítaf sem ábyggilegastur. Hann laug að lækninum. Tók ekki pillur sinar inn reglulega, gat þess- vegna drukkið í laumi. Þrátt fyrir þessa erfiðleika tókst lækninum að Ijúka nauðsynlegum aðgerðum gagn- vart honum, svo að sex viknum loknum var löngun hans í áfengi horfin. Siðan eru liðnir 8 mánuðir og hann hefir staðið sig með prýði. Af þeirri reynslu, sem þegar er fengin, er ekki annað sjáanlegt en Antabus-aðgerðir gegn áfengissýk- inni, muni fara sigurför um mann- heim, og valda gjörbyltingu i jneð- ferð áfengissjúklinga. En ef mað- ur vill vera hreinskilinn -—, befir lækning slíkra fram að þessu oftast verið vonlítil — eða að minhsta kosti bæði langvinn og kostnaðar- söm fyrir sjúklingana og þjóðfélag- ið i heild. Uppgötvun „Antabus" skeði af einskærri tilviljun. Forstjórinn fyrir efnárannsóknar- deild hinnar víðkunnu dönsku lyfja- yerksmiðju „Medicialco" dr. med. Erik Jákobsen, var ásamt aðstoðar- manni sinum dr. pharm. Jens Hald að vinna að rannsóknum á efni, sem heitir „tetra-ælyl-Hurmadisulfið" bversu mikilfengt það væri gegn onnum. Báðir þessir menn eru í hópi hinna snjöílustu visindamanna á sviði lifefnafræðinnár, og þeir hafa sett fram ýmsar snjallar lífefna- fræðilegar hugmyndir, og út frá þeiin hugmyndum látið sér detta í hug að nota efni ]>að er þeir voru að rannsaka, gegn innvortis orma- sýki, en fram að þessu hafði það ver- ið notað útvortis, gegn kláða og út- brotuni. Um langan tima reyndu þeir efni þetta á kanínum, og það kom i Ijós að hugmynd þeirra reyiidist rétt. Nú var aðeins eftir að reyna þetta við menn. Innan sviga sagt, urðu þeir fyrir vonbrigðum, ])vi gagnvart mönnum varð þetta cfni áhrifalaust að því er tók til innvortis ormasýki, en slík vonbrigði sem ])essi, koma ofl og iðulega fyrir þá, sem vinna að rannsókn ýmissa lyfja. En áður en

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.