Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1949, Page 2

Fálkinn - 28.01.1949, Page 2
2 FÁLKINN Dostojevski Nafnið yfir þessum línum kann- ast allir við, sem nokkra nasasjón hafa af erlendum bókmenntum. Þvi að ýmsar sögur Fjodors Michailo- vitsj Dostojevski liafa verið þýddar á öll menningarmál veraldar, þ. e. m. íslensku og allir sem þær liafa lesið unna þeim öðrum skáldsög- um fremur. Dostojevski fæddist í Moskva 1821 og ólst upp á góðu heimili. Faðir hans var herlæknir, móðirin efnuð kaupmannsdóttir. Fjodor var ætlað að verða her-verkfræðingur, en hug- ur hans hneigðist brátt að bók- menntum. Þó tók hann próf i verk- fræði og gerðist starfsmaður i her- málaráðuneytinu en undi þar ekki nema tvö ár og fór nú að skrifa. 1 fyrstu bók sinni, „Fátæklingar“ heitir hún, lýsir hann kjörum lágt- settra embættismanna og var þeirri bók svo vel tekið, að segja má að Dostojevski liafi sigrað í fyrstu at- lögu. Rak nú hver bókin aðra: „Tví- farinn“, „Eiginkonan“, „Hvítar næt- ur“ og „Netta litla Njesvanov“. Þó að rit Dostojevski gæfu honum góð- ar tekjur var hann í sífelldri fjár- þröng, enda var liann ráðleysingi hinn mesti og réð ekki við spila- ástríðu sína. Einnig var hann floga- veikur og ágerðist sá sjúkdómur mjög, eftir að hann hafði verið send- ur í fangavist til Síberíu, er hann hafði tekið þátt í byltingarhreyfingu árið 1849, með þvi markmiði að koma keisaradæminu fyrir kattarnef. í Síberíu hýrðist hann í 4 ár. Hann kom þaðan gerbreyttur i huga og líkamlega bilaður. En skiln- ingur hans á sálarlifi manna hafði dýpkað og skýrst og er hann næst gaf út bók, árið 1859, eftir 10 ára hlé birtist hann sein einn helsti sálkönnuður sinnar tíðar. Þessi bók heitir: „í húsi dauðans“ og segir frá Síberíuvistinni. Næst kemur „Kúgaðir og misrétti beittir“ og þá hin mikla skáldsaga, er fyrst gerði Dostojevski frægan uin alla Evrópu: „Glæpur og refsing“ eða „Raskolni- kov“, sem hún er oft nefnd eftir söguhetjunni. í Síberiu hafði Dostojevski kynnst ungri frú, Maríu Isaev og felldi hug til hennar. Hún missti manninn skömmu áður, og árið 1857 giftust þau Dostojevski og hún, en hjóna- bandið var ófarsælt. Hann missti hana eftir 8 ára sambúð og nokkr- um árum síðar gekk liann að eiga einkaritara sinn, Önnu Snitkin, sem var miklu yngri en hann. Var hún honum hin hugulsamasta eiginkona, en sálufélag áttu þau ekkert saman, því að hún skyldi ekki skáldskap hans. Enn komst Dostojevski i tæri við yfirvöldin, m. a. fyrir að gefa út timarit, sem þótti of bersögult, og urðu hjónin að flýja land, fyrst til Berlín og þá til Dresden, en ekki undi hann þar. Til þess að eignast peninga fyrir heimferðinni gaf hann sig fjárliættuspilum á vald, með þeim árangri að hann varð að selja eða veðsetja alla muni sína. Tvær skáld- sögur reit hann i útlegðinni, „Fá- bjáninn“ og „Hinir djöfulóðu". Vin- ir hans hjálpuðu þeim nú til að komast til Genua og þar fæddist þeim barn, sem síðar dó úr lungna- bólgu og harmaði Dostovjevski það mjög. Síðar fæddist þeim önnur dóttir. Árið 1871 fluttust þau hjónin til St. Pétursborgar aftur, eftir fjögra ára útivist og fæddist þeim þriðja barnið skömmu siðar. Það var son- ur og skírður Fjodor. En nú varð Dostovjevski ekki vært fyrir lán- ardrottnum, sem liótuðu honum fangelsi. Til þess að bjarga sér úr ógöngunum varð Dostojevski að ger- ast ritstjóri að mánaðarriti og stofn- aði síðan annað sjálfur og var starf- ið tímafrekt. Þó tókst honum að ljúka annarri stærstu skáldsögu sinni á þessum árum, „Karamazov-bræð- urnir', sem átti að verða upphaf að miklum sagnabálki. En nú var heils- an og sálarþrekið þrotið, og 1881 andaðist Dostojevski, 60 ára gamall. Það sýnir frægð hans og vinsældir, að 30.000 manns fylgdu lionum til grafar. Hann naut mestrar skáld- frægðar i Rússlandi við dauða sinn, ásamt þeim Turgenjeff og Tolstoy. Maður nokkur i Bandaríkjunum var kærður fyrir „óvirðingu fyrir réttinum". Yfirheyrslan var löng, og maðurinn var dæmdur sekur og sektaður um fimm dollara. Hann tólc tiu dollara upp úr vasanum og rétti dómaranum og sagði: — Þér þurfið ekki að gefa til baka. Eg ætla að taka út á það seinna. — Herra minn, hún dóttir yðar hefir lofað að verða konan min! — Það þýðir ekkert að koma til mín til þess að bera yður upp und- an því. Þér liefðuð átt að geta skil- ið, að það hlýst eitthvað af þvi að lianga um liálsinn á henni fimm kvöld i viku! — Hvað er þetta? spurði gestur- inn. — Kindakjöt eða nautakjöt? Þjónninn: — Finnið þér það ekki á bragðinu? — Nei, ég er ekki viss um það, sagði gesturinn. — Þá getur yður víst staðið á sama um hvort er! Maðurinn setti upp sveitaverslun og kunninginn spurði hvort hann græddi mikið. — Nei, ekki er það nú að róði. Ekki nema eitt prósent! Það sem ég kaupi fyrir eina krónu, sel ég fyrir tvær. Maður einn var að halda ræðu á götuhorni i London og mest af þvi sem hann sagði voru skammir um íra. — Sýnið mér írlending, sagði hann, — og þá skal ég sýna ykkur lyddu! Bráðlega kom stór dólgur skálmandi til hans og sagði: - Hérna sérðu íra, lagsmaður! og svo bretti hann upp ermarnar. — Og hérna sérðu lyddu! sagði ræðumaðurinn, og tók til fótanna. ORÐSENDING FRA SAMVINNUTRYGGINGUM Á s.l. ári fengu um 1000 bifreiðar, sem tryggðar eru hjá oss, lækkuð iðgjöld, þar sem þær höfðu ekki orsakað neina skaðabótaskyldu í eitt ár. Lækkunin nam um 40.000 krónum. Þessi upphæð er ekki aðeins verðlaun til þeirra bifreiðastjóra, sem ekki hafa valdið neinu tjóni, heldur einnig ávöxtur af samtökum, sem stuðla að bættum hag fólksins. Samvinnutryggingar eru tryggingarstofnun, sem tryggjendur eiga sjálfir og hafa stofnað með sér til þess að efla hag sinn og öryggi. SAMVINNUTRYGGINGAR ** r#YGGlNG^ft

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.