Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 3
F Á L K f N N Leikfélag Reykjauíkur: »HA1LET« Eftir William Shakespeare - Það þótti miklum tíðindum sæta, þegar það spurðist, að Leikfélag Reykjavíkur liefði í hyggju að iaka til meðferðar „mesta snilldarverk allra leikbókmennta" (eins og Edvin Tiemroíh kailar það) — Hamlet eftir Wiliiam Shakespeare. Menn biðu óþreyjufullir eftir þvi að fá að kynnast þessu meistaraverki á sviði, ekki hvað sist, þegar það var kunngjört, að Edvin Tiemroth, hinn ungi og þekkti danski leikstjóri ætti að setja leikinn á svið og ann- ast leikstjórn. Nú er stundin komin. Sýningar á Hamlet eru byrjaðar. Þótt söguþráðurinn í Hamlet sé mörgum kunnur, þá skal hér skýrt frá efninu nokkuð: Hamlet Dana- prins fær vitneskju um það hjá varðmönnunum við Krónborgar- kastala, að vofa, sem líkist hinum nýlátna föður hans, hafi birst í virkinu. Hamlet afræður að ganga úr skugga um þetta í von um, að hann geti aflað sér betri heimilda um lát föður síns, sem hann telur hjúpað leyndardómum. Hann nær fundi af vofunni og fær þar stað- festan hinn versta grun sinn: Að Kládíus bróðir hins látna konungs hafi byrlað honum eitur, er hann svaf, og síðan gengið að því að eiga ekkjudrottninguna, móður Ham- - lets, og tckið sér konungdóm. Ham- let lofar hefndum fyrir ódæðið, og þögn yfir vissu sinni. Hann iekur og þagnareið af hermönnunum, sem sáu vofuna. — Vegna hinna miklu frétta og stórræðanna, sem hans bíða, verður Hamlet gripinn cins konar brjálæði, sem þó er að miklu leyti uppgerð, svo að hann geti bet- ur dulið áform sín. Hann skrifar samhengislaus en eldheit ástarbréf tíl Opheliu, dóttur Pólóniusar rik- isráðs. Þá ber leikfokk aS hailar- garSi, og 'aS bón Hamlets sýnir hann ákveðinn sjónleik fyrir kon- ungshjónum. Leikurinn er um morð á hertoga í Feneyjum. Sagan kem- ur heim við atburðinn, sem átt hafði sér stað i Danmörku. Hamlet fylgist ekki með leikendunum, en þeim mun betur með svipbrigSum frænda ;'!'v;#>i^;í;:rV:;?í#^^?--.Æ;;;'Si^^v.,K:.,í'i^a:i Frú liuðrún Jóhannesdóttir, Veslur- götu 77, Akranesi, vai'ð 60 ára 17. þ. m. - Leikstjóri: Eduin Tiemroth síns, bróðurmorðingjans. Kládius bliknar viS, þegar hann cr svo ræki- lega minntur d sinn eiginn gllæp, og fer brott úr salnum. Nú er Hamlet viss um að saga vofunnar er sönn. Hann bíður nú aðeins hefndar. Móður Hamlets, Geirþrúði drottn- ingu, verður einnig órótt vegna sjónleiksins og kveSur Hamlet á sinn fund, þar sem hún gefur hon- um áminningu. En Hamlet lætur hart mæta hörSu og gengur frá móS- ur sinni yfirbugaSri af blygðun og sektartilfinningu. Að beiðni hins látna konungs, sem birtist honum, skilur Hamlet þó betur við móður sina, en hann ætlaði. Pólónius rik- isráð, sem liggur á hleri, er veginn í ógáti af Hamlet, sem tók hann fyrir Kládíus konung. — ÁkveðiS er að senda Hamlet i útlegS. Tveir fyrrvcrandi skólafélagar hans eru sendir með honum til Englands, þar sem þeir eiga að sjá um, að hann fái bana. Samsæri og tilviljun koma þessum skólafélögum hans (Rósin- krans og Gullinstjarna), fyrir kattar- nef og Hamlet kemur aftur til Dan- merkur. Átakanleg sjón heilsar hon- um. Hann verður sjónarvottur að útför ungrar stúlku. Kóngur og drottning eru viSstödd. Það er Ophelía, hin gamla ástmær Hamlcts, sem borin er til grafar. Hin ógæfu- sama stúlka hafði orðið vitskert vegna óheilla Hamlets, dauða föður síns og fjarveru bróður sins, Laer- tes. Hún hafði gengið um höllina, sungiS og stráS blómum, en loks drukknað i á. ¦— Þegar Hamlet sér, að þaS er Ophelia, sem borin er til grafar, missir hann stjórn á sér af sorg. Hann hleypur niSur í gröf- ina og lendir í ybbingum við Laer- tes, sem er nýkominn heim aftur. Laertes vill ólmur drepa Hamlet, því að hann telur hann hafa veriS óheillavald fjölskyldu sinnar. Þetta hugarfar Laertes ætlar Kládíus kon- ungur sér aS nota iil þess aS losna viS Hamlet. Hann leggur á ráSin um skylmingar, þar sem Laertes og Hamlet eiga aS reyna meS sér. SverSsoddur Laertes er eitraSur, en Hamlet grunar ekkert. Til þess að vera öruggur, ef Hamlet skyldi ekki skeinast af sverSi Laertes, þá brugg- aSi Kládínus eiturblöndu til að gefa Iíamlet. Hamlet sóttist vel, og droitn ingin grípur eiturglasið til þess að drekka fyrir honum. Hamlet skeinist siðan örlitiS, en nær siðan sverSi Laertes og kcmur sári á hann með því. Drottningin og Lacrtes deyja bæSi, en áSur hefir Laertés skýrt Hamlet frá launbruggi konungs, og Hamlet rekur Kládius i gegn, áSur en hann hnígur sjálfur niSur dauS- ur af sárinu. SviSsetning Edvins Tiemroth er mjög góð og sviðið vel nýtt. Bak- hluti þess var aSskilinn meS for- tjaldi, og þar var búiS sérstakt sviS, meSan atriSi fóru . fram á framsviðinu. Með þessu móti urSu engin hlé milli atriSa. Heildaráhrif Frh. á bls. U. Sýrumorðið — svonefnda hefir vakið feikna umtal í Englandi. Það hefir orðið uppvíst um verksmiðjueigandann John Haigh að hann hafi drepið fólk og eytt líkunum með ýmiss konar sýr- um, svo að ekkert er eftir af þeim. Hér sést Haigh leiddur í réttarhaldið, þar sem hann hélt því fram að ómógulegt væri að sanna morð á hann, úr því að engin væru líkin til að sýna í málinu. ::!:::.:.o.:;:.:.:.:í:;:::.;.:.:v:!:.::::::::::::::::::::::::::.' \" 'ý'A-'- 'í.-r-ú :>-.::'' ¦¦......¦ ¦. ., , . ¦. ,¦¦ ¦ . . ..... ¦. . ¦ ..¦.¦,¦ ¦..:...¦¦ í skjóli Gíbraltar-klettsins. — Einn liður l kennslu enskra flug-. manna er sá, að þeir eru látnir fln'iga til Gibraltar til að læra að rata á þennan mikilsverða stað. Hér sést áhöfnin af Lan- caster-flugu vera að athuga uppdrættina áður en haldið er af stað tit Englands aftur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.