Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 6
 FÁLKINN Nokkrar »Norðrabækurci í gildum bókapakka, sem ég fór að glugga í fyrir nokkru, verður mér fyrst litið á bók eftir Kristján Eldjárn fornleifafræðing, sem hann kallar „Gengið á reka". Eg hafði áð- ur lesið ýmislegt eftir þennan unga vísindamann og haft gaman af, og það réð því að ég las þessa bók fyrst. Og það er gaman að fara á fjör- urnar með Kristjáni Eldjárn. Hann skrifar lipurt og fallega, og hann kann að segja þannig frá að við cr- um börn í fræðum hans, getum haft ánægju af þvi og skilið hvað hann er að segja. Og svo hefir hann lag á að gera lcsandann forvitinn, og efnið sem hann hefir valið í þessa þætti er þannig vaxið, að menn langar til að fræðast um það. Manni þykir merkilegast að lesa um rómversku peningana, sem fundust hér um árið austur i Hamarsfirði og höf. telur benda á að þar hafi verið á ferð sægarpur frá Englandi, fimm hundruð árum fyrir land- námstið. — Næst kemur fornleifa- fundurinn í Kaldárhöfða, sem enn er í fersku minni. Þarna er lýsing á gröf hins forna höfðingja og gerð grein fyrir því, hvenær hann hafi ver- ið uppi og lýst útförum slíkra manna, svo aðgengilega að lesandinn lifir upp viðburðina. Það er fróðleikur út af fyrir sig að fa að sjá hvernig fornfræðingarnir fara að endurskapa sögu og atburði út af menjum, sem ófróðir menn geta ekki dregið nein- ar ályktanir af, en í því tilliti er þessi þók einnig mikill fengur. Frásagnir höf. af fornmenjunum skammt frá Gunnarssleini á Rangár- völlum verða lesnar af athygli af öllum þeim sem þekkja Njálu. Og þá eru menn ekki síður forvitnir um lýsingar þær, sern höf. gefur um hið enska silfur Egils Skallagríms- sonar og rök þau sem höf. leiðir að því, að sýnishorn af því hafi fundist fyrr á tímum. Mér þætti ekki ólíklegt, að einhver tæki upp á því að eyða sumarfríinu sínu í að leita að kistum Aðalsteins kon- ungs, eftir að hafa lesið þerínan þátt. Ein greinin er um húsarústir í Austmannadal í Grænlandi. Þar ger- ir höf. samanburð á byggingarlagi íslendinga í Grænlandi og heima — hvernig grænlensku kuldarnir hafa orðið til þess að breyta tilhögun bæjanna, og hvernig byggingalag hefir breyst í líka átt hér á landi, án þess að líklegt sé að sú breyting hafi verið gerð eftir grænlenskri fyr- irmynd. ¦— 1 síðasta þættinum, um Ufsakrossinn gerir höf. grein fyrir gerð róðukrossins fyrr og siðar og hvernig stíllinn gerbreytist. Segir þarna frá ýmsum örðum gömlum róðukrossum, sem hér hafa varð- veist, bæði erlendum og innlendum. Væntanlega hefir Kristján Eld- járn af svo miklu að miðla, að gera má ráð fyrir framhaldi af þessum þáttum hans. Því að fæstir munu lesa bók þessa svo, að þá langi ekki i meira af sama tagi. Þorleifur Bjurnason varð kunnur maður fyrir „Hornstrendingabók" sína sem út kom fyrir sex árum. Nú hefir hann sent frá sér skáld- sögu. „Hvað sagði tróllið?" heitir hún. Sagan gerist í umhverfi Horn- strendingabókar og segir frá ung- lingnum Agnari, sem er kominn af dugnaðarfólKi en lenti á flækingi, uns hann fær góðan samastað hjá myndarbóndanum Einari á Hóli, sem tekur tryggð við hann. Það eru töggur í piltinum, sem andstreym- inu hefir ekki tckist að drcpa, og hann verður afbragð annarra manna bæði sem fyglingur og bátasmiður, en þær iþróttir þykja göfugastar á sögustöðunum. En húsmóðir hans er allskyld konu Pótifars, þeirri sem Móse-bækurnar segja frá, og Agnar fær hlutverk Jósefs. Og undir eins og Einar gamli er skilinn við tekur hann við búsforráðum og giftist ekkj- unni Elinborgu nauðugur — enda þótt lesandinn mætti halda, af þvi sem á undan er fariðt að hann hefði meiri bein í nefinu. Sagan er góð sem byggðalýsing og ýmsar nlannlýsingarnar eru góð- ar, fyrst og fremst á Einari bónda En sem skáldverk er hún glompótt. Agætir sprettir innan um, en hins vegar talsvert mikið af bláþráðum. Og aðalpersónunni eru alls ekki gerð full skil. En sé lýsingin rétt fræð- ist lesandinn vel af bókinni um dag- legt líf Hornstrandarmanna og hug- arheim þeirra. „Drengurinn þinn" heitir bók eft- ir sænskan prest, Frithiof Dahlby, sem Freysteinn Gunnarsson hefir þýtt. Eg efast um að komið hafi út á íslensku bók, sem lýsir skátalíf- inu og tilgangi skátahreyfingarinn- ar betur en þessi, enda er höfund- urinn löngu kunnur á Norðurlönd- um fyrir starf sitt í þessari hreyf- ingu. Og hann er frjálslyndur í skoðunum, leggur ekki strangar lífs- reglur en telur vænlegast að tregsta einstaklihgnum til að gera af eigin dáð það sem best má fara. Hann vill ekki bæla æskuna eða aga hana, heldur örva hana. Bókin er skemmtileg, full af dæm- um úr daglega lifinu, vel sögðum smásögum, sem hitta markið betur en almennar hugleiðingar og ráð- leggingar. Það eru ekki aðeins stálp- aðir unglingar, sem geta lært af þessari bók heldur hver fullþroska maður, og kennararnir ættu ekki síst að lesa hana með athygli og notfæra sér hana. Paradis bernsku minnar heitir bók eftir Evu Hjálmarsdóttur. Þar segir frá bernskuminningum hennar frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Höf. hefir átt margfróða ömmu, sem sagði henni sögur og kenndi henni vísur og kvæði. Frásögnin er látlaus en sönn og ég geri ráð fyrir að fyrir mörgu uppkomnu fólki rifjist upp líkar endurminningar við lestur þessarar bókar Evu. Landsendanna á milli hafa sömu sögurnar, þul- urnar, gáturnar og lausavísurnar lif- að hjá fólki. En nú er hinum fróðu ömmum mjög tekið að fækka i land- inu og þeirra fróðleikshjal þagnar, svo að vel er að bókfest sé eitthvað af því sem þær skröfuðu og styttu bæði börnum og fullorðnum skamm- degisstundirnar með i þá daga, sem engin dagblöð eða útvarp voru til. Það er líka gaman að lesa lýsing- una á betri stofunni í Stakkahlið. Hún sýnir eftirtektargáfu og gott minni höfundar, alveg eins og lýs- ingin á dvölinni á Seyðisfirði og því, sem á dagana dreif þar. ¦— Þarna er ýmsu haldið til haga, sem gott er að glatist ekki. „Bcrðu mig til blómanna" er saga um býflugurnar, starf þeirra og lifn- aðarhætti, skrifuð fyrir unglinga — ein af þessum bókum, sem ætlað er að kynna lesandanum þætti úr n'ált- úrufræðinni i söguformi og gera efnið léttanlegra með því að gera persónur úr dýrunum. Eg felli mig aldrei við ævintýraformið á heilli samfelldri bók, þó að það sé gott á stuttum sögum, því að jafnaði verð- ur frásögnin endurtekningasöm og fábreytileg þegar fram i sækir, ,jafn- vel þótt söguhetjan breyti um um- hverfí, eins og býflugan Maja gerir í þessum sextán kapítulum bókar- innar. En alltaf gerist þó eitthvað, svo að ekki er að efa að börnum þyki gaman að heyra þessi ævintýri eða lesa þau sjálf. Höfundurinn er þýskur og heitir Waldemar Bonsels og hefir þessi bók hans verið þýdd á fjölda tungumála. íslenska þýðingin er lipur, gerð af Ingvari Brynjólfssyni. Nokkrar lit- prentaðar myndir prýða bókina. Jónsvökudraumur norska skálds- ins og blaðamannsins Olavs Gullvág er mikil bók að vöxtum og útgef- andi hefir gert hana enn stærri en þurfti með því að nota óþarflega mikinn pappír i hana. Það liggur við að manni þyki nóg um þá of- rausn, núna á pappírsskömmtunar- öldinni, þó að bókin eigi góðan frá- gang fyllilega skilið. Þvi að hún er merkileg, sönn og heillándi og höf- undurinn er ef til vill frcmstur þeirra, sem nú rita á sæmilega ómengað landsmál í Noregi. Það eru fræðandi myndir úr norsku þjóðlífi, sem bók- in geymir milli spjaldanna og lit- sterkar lýsingar fólks og atburða, svo að engin hælta er á að bókin eignist ekki vinsældir. Hún á það fyllilega skilið. Og vegna frágangs- ins, sem er stórum iburðarmeiri en ég hefi séð á nokkurri skáld- sögu í Noregi eftir stríð, er Iíklegt að hún verði mikiðnotuð sem gjafa- bók. Þýðingin er kjarnmikil og falleg eins og vænta mátti af Konráði Vil- hjálmssyni. Dýrasögur Böðvars á Laugavatni eru ein ánægjulegasta bókin, sem ég hefi lesið lengi. Hér talar gam- all búhöldur og hestamaður, scm eigi hefir látið við það sitja að láta skcpnurnar þjóna sér heldur veitt þeim nána athygli og getur sýnt fram á, að þær eru ekki eins „skynlaus- ar" og sumir vilja vera láta. Gaml- ir lesendur „Dýravinarins" kannast við margar af þessum frásögnum Böðvars, en er þær cru lesnar í sam- hengi í einni bók gefa þær fjöl- skrúðuga og býsna hugnæma heild- armynd, sem margir hafa gott af að skoða, ekki síst þeir, sem dags daglega umgangast skepnur svo blindandi, að þeir gera sér ekki grein fyrir tilfinningum þeirra og vitstarfi. Þvi að likar sögur og Böðvar segir í bók sinni mundu ef- laust margir geta sagt, ef þeir veittu betur en þeir gera athygli ýmsum smáatvikum úr ríki dýranna, sem þeim er nákomnast. Háfleygar ræður um dýraverndun verða eins konar hjóm i samanburði við hinar látlausu frásagnir Böðvars á Laugavatni. Hann segir hverja sögu eins og hún gengur og talar jafnan af samúð. Hann notar engin stóryrði um hestaníðinga og horkónga, en skeyti hans munu þó hitta slíka menn þannig, að þá svíður undan þeim. Meðferð á skepnum hefir stórbatn- að síðustu hálfa öld, sumpart fyrir opinberar ráðstafanir, sem leggja refsingu fyrir dýraniðslu, en þó einkum fyrir aukna menningu þjóð- arinnar. „Dýravinurinn" gamli hóf nierkið þar og síðan hefir starfinu verið haldið áfram fyrir atbeina ýmissa góðra manna. En þó er mikið ógert. Og drepa mætti á i því sam- bandi, að skólunum væri sæmd i þvi að starfa betur á þessu sviði en þeir hafa gert. Eg held að það væri hcillaráð að nota Dýrasögur Böðv- ars á Laugavatni til lesturs í skól- um, því að auk sjálfs efnisgildisins eru þær smekklega skrifaðar og á góðu máli, og framsetningin þannig, að börn og unglingar munu hafa gaman af þéim. — Einar E. Sæ- mundsen skógfræðingur, hefir að sögn höfundar farið höndum um handritið og átt hlut að því að bók- in kom út, og ber að þakka honum fyrir það. Svipir og sagnir úr Húnaþingi er safn til 11 þátta um ýmiss konar fólk, sem uppi yar í Húnavatnssýslu á síðustu öld. Stendur Sögufélagið Húnvetningur að útgáfu þessari, en síra Gunnar Arnason frá Skútustöð- um hefir séð um hana. Þetta er eitt hinna mörgu rita sem komið hefir út um þjóðlcg fræði á siðustu árum og er fjölbreytt og læsilegt. Höfundar þáttanna eru fjór- ir Magnús Björnsson hefir skráð þátt um Þórdísi Ebenesersdóttur, annan um sjóslysin á Skagaströnd 1879 og 1887 og hinn þriðja um Guðmund Skagalin og son hans Hjört spóalæri. Jón Illugason frá Braltahlíð skrifar þrjá þætti: Af Gísla Brandssyni, Hjalta Sigurðssyni og Hlaupa-Kristinu. Bjarni Jónsson fjóra: Um Upphaf Skeggjastaðaætt- ar, Guðmund ríka í Stóradal, Magn- ús og Sesselju og Jón á Snærings- stöðum, og loks skrifar sira Gunn- ar um Guðmund á Bollastöðum Gísla son. Það er í stuttu máli um þessa þætti að segja að allir eru þeir góðir og sumir ágætir. Þáttur hinn- ar merkilegu konu, frú Þórdísar er efni í stóra skáldsögu, þvi að skap- ferli hennar er vel til þess fallið að skáld geri tilraun til að skýra skipti hennar við Guðmund á Vindhæli og Hillebrandt kaupmann. Guðmundur er líka merkilegur maður og lendir 4 þeim fádæmum að vcrða að standa í margra ára málaþrasi til þess að losna við hreppstjórn. En þarna eru fleiri persónur sem gaman er að. Sá sem les t. d. þátt- inn um Hlaupa-Kristínu gleymir henni ekki, fremur en Guðmundi Skagalin og Hirti spóalæri, eða Gisla Frh. á bls. 9.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.