Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 4
FÁLKINN ÞEGAR Napoleon var ungur lautin- ant í setuliðinu í Auxonne árið 1788 hélt liann minnisbók. Síðustu orðin i einu minnisbókarheftinu eru þcssi: „St. Helena, lítil eyja í Atlantshafi. Ensk nýlenda." Hann kynntist þessari eyju betur síðar. Það er vitað að eftir að Napoleon hafði orðið að afsala sér völdum i annað sinn, 22. júní 1815, eftir ósigurinn við Waterloo, hafði hann hug á að komast til Ameriku. Þar hefði hann getað lifað sem frjáls maður það sem eftir var ævinnar. Og Frakkar hefðu látið þetta gott heita, — þeim var nóg að hann færi úr landi. En Napoleon hikaði á síðustu stundu, enda var mjög af honum dregið eftir Waterloo-ævin- týrið. Hann gaf sig á vald Breta — gekk um borð i herskipið Bellere- phone 14. júli 1815. Hugmyndin um að senda Napole- on íil St. Helenu var i rauninni gömul, hún hafði komið fram hjá konungssinnunum, sem gerðu sam- særiS gegn Napoleon áriS 1800, og Talléyrand aðhylltist hana siðar. Á St. Helenu var hollt loftslag og stað- urinn var svo iangt frá Evrópu að lítil hætta var á að Napoleon tæk- ist að gera spell þar framar, ef hann væri á St. Helenu. Napoleon var sameiginlegur fangi bandamanna, en þeir fólu Englendingum aS gæta hans. Napoleon sem keisari. að hann væri ánægður með ævina á St. Helenu, heldur af því að hann mun jafnan hafa gert sér von um að komast þaðan sem frjáls maður með leyfilegum hætti. Þegar Lowe stakk upp á að byggja nýtt og betra hús handa honum i Longwood svar- aði Napoleon að þess þyrfti ekki með „Eftir tvö ár er nefnilega ný stjórn komin í Frakklandi eða Englandi, og þá verS ég látinn laus." AfbrýSisemi og öfund var líka meSal Frakkanna innbyrSis. Þeim var þjappaS saman eins og síld í tunnu í skonsunum í Longwood, og bæSi þaS og annaS gerSi þeim lífiS súrt. Mennirnir sem fóru með Na- poleon til St. Helenu vor sumpart þeir sömu, sem veriS höfSu meS honum siSustu daga hans i Frakk- landi, og vert er að geta þess að aðeins einn þeirra -- Bertrand hers- höfðingi — hafði verið nákunnug- ur honum í lengri tíma. Hinir voru aS vísu hollir Napoleon en ástæð- urnar til þess að þeir höfðu farið i útlegð með honum voru mjög mis- munandi. Greifinn de las Cases var hámenntaður og gerhugall maSur, sem bar takmarkalausa virðingu fyr- ir keisaranum og hefði vaðið eld fyrir hann — en jafnframt gekk hann með þann draum aS verða sagnritari Napoleons svo að nafnið las Cases skyldi á ókomnum öldum HIPÖLEOM á St. Helenu Bellerephone kom til Torqay i Suður-Englandi 24. júlí og hélt svo áfram til Plymouth. Fjöldi fólks safnaðist að skipinu til að sjá þenn- an fræga fanga, sem hafði átt í höggi viS England i 15 ár, en hann fékk ekki aS fara í land og fékk heldur Jkki svar viS bréfi, sem hann sendi prinsinum er hafði ríkisstjórn. Ör- lög hans voru ráðin. Hinn 7. ágúst var hann fluttur i skipið Northum- berland og eftir 70 daga siglingu sá hann land á St. HeJenu. Skipið varpaði akkerum á Jamestown-höfn 15. október 1815. Jamestown er í grösugum dal með hitabeltisgróðri, en þarna var nú sumar og mikill hiti, svo að sjá varð keisaranum fyrir kaldari verustað. Var nú haldið upp í fjöll, og eftir níu kílómetra ferð var komið upp á hásléttu, þar sem trjágróður var Jítill. Þar var sveitabýli sem Long- wood hét, og frægt er orSið sem fangelsi og dánarstaður Napoleons mikla. Á bænum var aðeins hlaða og fjós, en hlaðan hafði veriS skinn- uð upp og gerð að sumarbústað handa landstjóranum. En þessi húsa- kynni voru mikils til of lítil fyrir gestina, því að um 50 manns voru i fylgd meS Napoleon. VarS aS stækka hlöðuhúsið og meðan á því stóð var Napoleon til húsa hjá ensk- um kaupmanni í Jamestown. En í desember gat hann flutt í húsakynn- in. Þegar hann sá staðinn fyrst fannst honum sem hann mundi una sér vel þar. En hann vissi ekki að þarna var oft þoka og staðvindar mánuðum saman. En það var ekki um aðra staði að velja. Það var litið um húsnæði á St. Helenu þá, — ekki nema skálar og kofar, þeg- ar kom út fyrir Jamestown, en þar var óþolandi hiti. Náttúran var yndisleg en ef til vill dálítið svæfandi og einhaef, trén sígræn og gulnuðu aldrei né felldu iauf. Veðráttan mild en miklar veðurbreytingar. Stundum lá sjór- inn spegilslóttur og brennandi sól bakaði gróðurinn, en á næsta augna- bliki lagðist þétt þokulag yfir allt, svo að maður sá ekki nema sex fet framundan sér. Og svo kom rok og þeytti þokunni burt, sólinni brá fyrir sem snöggvast en svo fór að rigna •— úðarigning, sem stundum stóS kortér en stundum heila viku. Samkomulag útlaga og varðmanna þeirra hlýtur að^vera viðkvæmt mál, hvernig sem farið er að. í þessu til- felli var það erfiSara en ella mundi vegna þess aS þarna áttu í hlut ívær þjóSir ólíkar i huga. Frakk- arnir í Longwood voru í augum Englendinga eins og Frakkar flestir — léttúðugir, málugir, lygnir, kröfu- harðir og rellóttir. Hins vegar fannst Frökkum Englendingurinn vera gikkslegur, smámunasamur og óbil- gjarn. En samt fór nú allt skaplega fyrst i stað, þangað til nýi land- stjórinn, Hudson Lowe kom til St. Helenu 1816. Hudson Lowe var, svo vitnað sé í franska sagnfræðinginn Aubry, alls ekki sneyddur ýmsum góðum kost- um ¦— góður ættjarðarvinur og dug- legur stjórnandi, réttlátur og óbrot- inn í lifnaðarháttum og gæddur nokk urri velvild. En hvað tilfinningar og greind snerti var hann fremur lé- lega af guði gefinn. Hann var hik- andi og tortrygginn, smásmyglisleg- ur og skorti bæði tilfinningarnæmi og háttvisi. Lowe féll illa við Frakka og Frakkland, en han nhafði séð Napoleon á vigvellinum og gerði sér háar hugmyndir um hann. En áður en hann fór frá Englandi hafði Bathurst lávarður, hermála- ráðherrann, sem fyrirleit keisarann og vildi gera honum sem mesta bölv- un, lesið honum textana. Hvert orS af munni yfirboðara sins var eins og lagabókstafur fyrir Lowe, og Bath- urst eggjaði hann til meiri harð- leikni við Napoleon en Lowe hafði ætað sér að beita. Hins vegar var alls ekki auðvelt að umgangast Napoleon; liann setti sig aldrei úr færi að ergja Lowe og samkomulagið milli þeirra varð fljótlega svo bölvað, sem frekast var hægt að hugsa sér. Þegar frá leið varð ákveSin hugmynd eins konar trú hjá landstjóranum: Að Napoleon mundi reyna að flýja. Lowe hafði mikið herlið á eyjunni, þrjú fót- gönguliðs-„regiment" og fimm „kompani" stórskotaliðs, fallbyssur voru svo hundruðum skipti með- fram ströndinni og herskip sifellt á sveimi í kring. Auk þess var sérstak- ur vörður hafður uni Longwood, en samt varS hræSslan við flótta Na- poleons eins og martröð á Lowe og gerði honum lífið súrt. í þessu efni varð hann og fyrir áhrifum frá London — enska stjórnin var si- hrædd um að hinn frægi fangi mundi strjúka. Sífelldar fhigufregnir gengu um samsæri, sem gerð hefðu verið í þeim tilgangi að frelsa keisarann, en mest var þetta lygi. Napoleon mun aldrei hafa hugsað til þess sjálfur að flýja — ekki vegna þess verða nefnt í sambandi við nafn Napoleons. Hershöfðinginn de Month olon fór með keisaranum bæði af hollustu og út af neyð, hann átti ekki eyrisvirði og var brennimerkt- ur maður, þvi að hann hafði fyrst gengið á band með konungsættinni og síðan flækst til Napoleons aftur. Eins stóð á um Gourgaud hershöfð- ingja, sem tvímælalaust var best gefinn allra þessara manna og í rauninni heiðarlegur maður og rétt- látur, en mjög ánægður með sjálfan sig, vantaði jafnvægi og var eng- inn mannþekkjari. Las Cases fór 'heim 1816 og Gourgaud tveim ár- um síðar. * * * Seinni hluta ársins 1817 versnaíSi heilsa keisarans. Loftið var svo rakt, sérstaklega vetrarmánuðina mai—september, og keisarinn fékk ýmsa kvilla: kvef, taugagigt, hita, hálsbólgu og fleiri kvilla. 1 mars hafði hann fengið bólgu i fætur og í október skýrir læknir hans, O'- Meara, landstjóranum frá þvi, að sig gruni að hann sé með lifrarbólgu. Það var enginn vafi á því að þetta stafaði af loftslaginu, og O'Meara tók ekki þá ástæðu alvarlega og lét ekki Napoleon fá þá aðbúð sem þurfti. Nútima sagnaritarar hafa hreins- að mikiS til i því moldviSri, sem þotast hefir upp um vist Napoleons á St. Helenu. Það hefir sýnt sig að Lowe var engan veginn samvisku- laus kvalari heldur smásmyglisleg- ur nuddari, og það hefir líka sann- ast, að bandamenn sendu ekki Na- poleon til St. Helenu í þeim tilgangi að stytta honum aldur í loftslaginu þar. Loftslagið á St. Helíena var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.