Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 það var venjulega ekki þörf á að ganga vopnaður í London, sérstaklega þegar hann hafði aðeins ætlað í Kennington, þar sem Archer átti heima, því að það var skikk- anlegt hverfi. Fótatakið heyrðist aftur. I sama bili tók Gregory eftir hve Archer gaf honum nán- ar gætur. Það var eitthvað í augnaráðinu, sem færði honum heim sanninn um að hugboð hans hafði ekki logið. Hann hófst handa án þess að hika. Hann sveiflaði vinstri hnefa og sló Chiv- ers bylmingshögg undir hökuna. Samtimis lyfti hann hægri fæti og sparkaði Archer í hnéð. Þegar Gregory átti við ofurefli lét hann aldrei nægja hálfnað verk. Hann hafði oft bjargast úr kröggum og það var vegna þess að hann vílaði aldrei fyrir sér og dró ekki af. Hann heyrði aftur fótatakið í stiganum. Nú var það nær. Þungt fótatak, og hann heyrði að það voru fleiri en einn sem komu ofan að. Væru þetta mennirnir sem héldu vörð í húsinu og Archer og Chivers voru að bíða eftir þeim, þá var hann kominn í slæma klípu, nema hann gæti slegið þessa tvo í rot og komist á burt úr húsinu áður en hinir kæmu. Archer hafði horft á Gregory og varð alls ekki forviða. Hann hljóp til hliðar er Gregory sparkaði. Greip þunga bók og kast- aði í hausinn á honum. Gregory beygði sig og nú heyrði hann að fótatakið varð hraðara. — Helvitis rottan! öskraði hann og sveif á Archer. — Sjálfur eruð þér rotta! öskraði Archer á móti.er þeir ultu báðir á gólfinu. Hurðinni var hrundið upp og Gregory sá tveimur stórum mönnum bregða fyrir er þeir komu inn. Þeir voru eins og fyrr- verandi hnefakappar. Gregory sleit sig af Archer og komst á fætur. Hann þreif stól og vingsaði honum fyrir sér er hann æddi að þeim kappanum, sem nær var. Einn fóturinn rakst beint i munninn á manninum. Hann rak upp óp af sársauka, riðaði og datt aftur á bak út i opnar dyrnar, en félagi hans náði i stólfótinn og rykkti stólnum af Gregory. Archer var kominn á fætur aftur og kom nú æðandi. Gregory stöðvaði hann með því að reka honum högg í hjartastað. Archer greip i skriborðið og stóð þar riðandi og hálfmeðvitundarlaus eftir höggið. Hinn kappinn hafði stokkið til hliðar og mið- aði nú bylmingshöggi á kjálkann á Gre- gory. Hann vatt sér undan eins og köttur, svo að höggið lenti ekki á honum með fullum krafti, en samt datt hann á gólfið. Hann bar báðar hendurnar fyrir andlitið og velti sér eftir gólfinu þangað til hann rakst á einn skjalaskápinn. Komst á lmén og þreif stóra blekflösku sem stóð á skrif- borðinu og þeylti henni af öllu afli á kappann, sem hafði gefið honum höggið. — Varaðu þig, Summers! hrópaði Ar- cher, en aðvörunin kom um seinan. Flask- an kom í bringuna á manninum. Hún brotnaði ekki en tappinn hraut úr og blekið spýttist um hann allan. Svo datt flaskan og fór í mél á gólfinu. Chivers hafði komið fyrir sig fótum aft- ur, en það hafði Gregory líka gert. Hann beygði sig, greip úlnliðinn á litla mannin- um með annarri hendi, en hinni í jakka- kragann, og sveiflaði honum kringum sig. — Komdu, Ben! hrópaði Summers til félaga síns með blóðuga munninn, og kom vaðandi móti Gregory. — Áður en Chivers veslingurinn vissi af hafði Gregory nærri því brotið úlnliðinn á bonum um leið og hann þeytti honum á lappirnar á Summers. Hann datt og þegar hann kom æðandi með boginn nautshaus- inn og blóðið lagandi úr munninum, gaf Gregory honum högg undir bringubeinið svo að hann riðaði, en Gregory vatt sér til hliðar, hoppaði yfir lappirnar á Summers og út að dyrunum. Honum óx hugur er hann komst framhjá ofsækjendum sínum þremur. Ef hann kæmist ofan stigann áður en hnefakapp- arnir næðu sér aftur mundi hann fá tíma til að ná slagbrandinum frá og forða sér út í myrkrið. Og þegar hann kæmi út á götuna gat hann kallað á hjálp. Það voru litlar líkur til að Archer og stoðir hans langaði til að blanda lögrcglunni í málið. Gregory var aðeins meter frá dyrunum þegar Archer henti stól í fæturna á hon- um. Stóllinn hitti hann utanvert i fótinn og hann hrasaði og datt. Áður en hann komst á fætur hafði Ben snúið sér og kom vaðandi. Gregory greip um ökklana á hon- um og gat fellt hann. Hnefakappinn datt þvert yfir Gregory, sem gat snúið sig undan honum og var kominn á hnén þeg- ar Summers óð að honum á ný. Gregory rétti upp hendurnar til að verja andlitið, en i sama bili fannst honum eins og þungur múrsteinn kæmi í hnakkann á sér. Chivers hafði gripið reglustiku úr stáli og barði henni í hnakkann á honum. Gregory riðaði um stund, hálfmeðvit- undarlaus. Handleggirnir hengu máttlaus- ir og Summers barði hann i andlitið. Af því að höggið kom ofan að og lenti ekki á hökubroddinum varð hann ekki meðvit- undarlaus, en hann datt út af. Áður en hann gæti komið fyrir sig nokkurri vörn höfðu báðir bnefakapparnir lagst ofan á hann. Ben spýtti formælingunum út úr blóð- ugum hvoftinum og sló Gregory tvö hnefa- högg í andlitið og þrýsti báðum lmjánum að bringunni á honum svo að hann náði ekki andanum. Hann engdist sundur og saman af kvölum, en þeir sneru honum á grúfu. Undu svo báða handleggi hans aftur fyrir bak og bundu saman hendui'n- ar. Svo reistu þeir hann upp, stóðu um stund másandi og bölvandi og settu hann svo á stól. Gregory hengdi hausinn. Hann var hálf- rænulaus. Og inni í höfðinu var líkt og hann væri stunginn með tveimur stórum nálum. Honum fannst eins og hægra eyrað væri orðið tvöfalt, eftir höggið sem hann hafði fengið hjá Summers. Og það blæddi úr nefinu á honum eftir höggin sem hann hafði fengið í andlitið. Og hann verkjaði sáran í kviðinn eftir meðferðina, sem hann hafði fengið úti í ganginum. Eins og í þoku heyrði hann Archer benda hnefaköppunum tveimur. Svo heyrði hann rödd hans. Það var eins og hún kæmi úr fjarska. — Eg aðvaraði yður, var það ekki. Þér neydduð mig til að lofa yður að koma með mér, og nú hafið þér fengið makleg mála- gjöld. Gregory reyndi að kinka kolli, en hon- um fannst eins og heilinn rynni allur fram í ennið. Það var eins og hann væri laus, og honum lá við að æpa af sársauka. Hann kenndi ekki neins haturs til Archers. Það var honum sjálfum að kenna að hann var kominn í þessar ógöngur. Hann hafði gert þá skissu að vanmeta andstæðing sinn. Jafnvel i Englandi var það fásinna að koma óvopaður á svona stað. Archer hélt áfram að tala. Nú heyrðist röddin greinilegar. — Þér eigið einn sök- ina á því, sem orðið er. Nú þekkið þér staðinn og hvað getur aftrað þvi að þér komið hingað aftur með lögregluna. Skjöl- in okkar eru örugg hérna. Við getum ekki flutt allt þetta safn. Við eigum á hættu að ýmsum af bestu meðlimum okkar verði varpað í fangelsi og þeir Iátnir sitja inni árum saman. Það mundi eyðileggja okkar félag algerlega. Grikkurinn sem þér ætl- uðuð að gera mér sýnir, að þér álitið að hagsmunir þjóðarinnar séu ofar hags- munum einslaklingsins. Okkar hagsmunir eru alþjóðlegir. Þess vegna verðið þér að borga gjaldið fyrir að hnýsast i okkar mál. TJr því að við höfum tekið yður getum við ekki sleppt yður. Gregory leit hægt upp og horfði á Ar- cher. Þeir ætluðu þá að hafa hann i haldi þarna til þess að komast hjá húsrannsókn? Það kom sér ekki vel, en hann gat ekkert við því sagt. Það mundi líka reynast erfitt fyrir þá að hafa hann í haldi lengi. Sir Pellinore vissi að hann ætlaði að heim- sækja Archer og þegar Gregory kæmi ekki aftur til að gefa skýrslu mundi sir Pelli- nore vafalaust setja Scotland Yard á ann- an endann til að leita að honum. Bílstjór- inn sem hafði ekið Archer og Gregory mundi finnast. Lögreglan mundi hafa strangar gætur á Archer. Hann mundi ekki geta komist á þennan stað án þess að lög- reglan yrði þess vör. Og jafnvel þótt lög- reglan fyndi hann ekki þá vissi Gregory að mennirnir, sem settir yrðu til að gæta hans, mundu einhverntíma ekki vera nægi- lega athugulir. Hann ætlaði síðar að hugsa ráð til að komast úr þessu einkafangelsi, sem hann var kominn í. Hann tók nú eftir að andlit Archers varð fölt og þreytulegt. Það var eins og hann hefði afráðið að gera eitthvað sem þyrfti mikillar áreynslu. Svo heyrði hann að hann sagði hátt og skýrt: — Við getum ekki haft yður hér sem fanga um óákveðinn tíma. Og eftir að þér hafið komist að hver skjölin okkar eru, getum við ekki heldur sleppt yður. En skipakviarnar eru hér á næsta horni. Við verðum að senda yður í dálitla lágnættis- sundferð. XVIII. Rolturnar fá sitt. Þótt hálfrænulaus væri, skildi þó Gre- gory smám saman bve alvarlega horfði fyr- ir honum. Hann var bandingi, algerlega á valdi Archers og þessara kempna hans, sem voru líkari gorilla-öpum en mönnum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.