Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN uðu sér fram, varlega en á- kveðið. Nú komu þeir líka auga á hann. Honum skaut upp hér og hvar, aðeins augnablik í einu, og fann sér svo afdrep á milli. En veiðimennirnir voru þaulæfðir, árvakir og létu sér ekki fipast. Þeir sóttu fram með aðdáunarverðri stillingu, en eldur brann úr augum þeirra og blóðið hamaðist í æðunum og þeir önduðu hratt og djúpt með opnum munninum. Þeir voru gagnteknir af því sem var að gerast. — Mörgum þeirra sýnd- ist þetta vera björn, sem þeir sáu bregða fyrir. En þegar hon- um brá fyrir næst var þetta maður. — Hálfur maður, hálf- ur björn. Þetta var ógeðsleg sjón. Þegar leið á daginn var þeim orðið ljóst að þeir höfðu slegið hring um útilegumanninn. Hann gat ekki komist undan úr þessu. Nú þurftu þeir ekki að vera hljóðir lengur. Þ.eir kölluðust á og urðu því háværari sem leng- ur leið á. Tomajaga bölvaði sér upp á að þessi ófreskja væri björn. Hann hafði séð skepnuna í hundrað metra fjarlægð. En Alexei Pirota var jafn hárviss um að þetta væri maður — hann hafði ekki verið nema fimmtíu skref frá honum. Hringurinn varð þéttari og nú sáu leitarmennirnir að það voru tvær verur inni í hringn- um, maður og björn. Fyrst í stað virtist maðurinn taka óvinum sínum með mestu stillingu. Hann hélt að ekki væri nema um tvo—þrjá menn að ræða og þá treysti hann sér að hafa í fullu tré við. Hann labb- aði heim í skútann sinn, og þeg- ar hann tók eftir að menn nálg- uðust hann úr öllum áttum, var um séinan að hyggja á undan- komu. — Hann varð hræddur. Hann hafði verið veiddur í net, og maður i stað hvers möskva. Hann missti stjórn á sér, hljóp til og frá, reyndi bæði til hægri og vinstri hvort ekki væri smugu að finna, opið sund til frelsis- ins. En árangurslaust — hvergi nokkur von. Manngarðurinn varð þéttari, ofsækjendur hans f ærðust nær. Hann f ann hvernig hatrið blossaði móti honum, og vissi að hann átti ekki neinnar miskunnar að vænta. Þá tekur hann eftir að björn hefir gengið í gildruna um leið og hann. Hann hefir nánar gæt- ur á honum, fylgist með öllum hreyfingum hans til að forðast hann. En þegar honum skilst að björninn er hræddur líka og tekur meira að segja ekkert eftir honum, en hugsar aðeins um hættuna sem hann er stadd- ur í, hættir hann að hafa á- hyggjur af birninum. Hann hleypur fram og aftur og hugs- ar ekki um neitt nema hvernig hann eigi að komast undan, al- veg eins og björninn. VEIÐIMENNIRNIR verða því hávaðasamari því nær sem þeir koma. Hróp þeirra verða tíðari og hærri. Þeir urðu að öskra kjark hver i annan, er þeir sáu manninn og björninn þarna beint fyrir framan sig. Nú voru þeir komnir svo nærri að þeir sáu greinilega vaxtarlag manns- ins og andlitsfall. Maðurinn virtist silalegur, en jafnframt óhemju sterkur. Hárið var sítt og flókið, og skeggið var líka villimannslegt. Augun svört og hvöss. Maðurinn hafði ekki ann- að vopn en kylfu. Þetta var hræðileg sjón. Mað- urinn horfði óttasleginn gring- um sig eins og dýr i gildru, kastaði hausnum sitt á hvað, eins og ólmur griðungur. Hann urraði líka alveg eins og björn, öskraði. — Rjörninn var villtur og hræddur eins og barn í voða. Hann stóð upp á afturlappirn- ar og horfði i áttina til mann- anna, hvort hvergi væri smuga. Og þegar hann seig niður á framlappirnar aftur og labbaði til og frá var hann likastur sneyptum hundi. Maðurinn var miklu hættulegri en björninn. Hann hafði enn von um að geta komist undan, flúið. Maðurinn var eins og dýr, sem reitt hefir verið til reiði, albúinn til að drepa. Hringurinn var nú orðinn svo þéttur að mennirnir gátu séð hver annan, þvers yfir. Allt í einu hljóp maðurinn frá vinstri hlið til hægri og björninn í gagnstæða stefnu. Stórt tré var á milli þeirra svo að þeir sáu ekki hvor annan. Þeir hlupu báðir sama megin við tréð og rákust á, svo hastarlega að báð- ir duttu kylliflatir. Maðurinn varð fyrri til að átta sig aftur. Vitstola af reiði barði hann björninn bylmings- höggi i hausinn með kylfunni. Rjörninn vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Hann hafði ekki búist við neinni árás úr þessari átt. Honum hafði skilist að verið væri að ofsækja mann- inn, alveg eins og sjálfan hann. Nú hristi hann hausinn, öskraði eins hátt eins og hann gat og bjóst til atlögu. Villiæðið brann úr augum hans. Hringurinn varð þrengri og þrengri. Hann var ekki orðinn meiri en tuttugu skref i þver- mál, og fjarðlægðin varð minni með hverri sekúndu. Nú voru ' þeir komnir alveg að villimann- inum og birninum, sem börðust upp á líf og dauða. Þeir stóðu tilbúnir með axirnar og biðu eftir úrslitum af viðureigninni. Maðurinn og dýrið höfðu gleymt öllu kringum sig. Hvor- ugur þeirra hugsuðu nú um veiðimennina, sem stóðu kring- um þá. Þeir dönsuðu í hring og börðust eins og hnefakappar. Það var eins og kylfan væri gróin föst við höndina á mahn- inum, hún buldi í sífellu á hausnum á birninum, en hann reyndi að koma sér undan högg unum. Rlóðið rann út úr kjaft- inum og nefinu á birninum, en maðurinn hafði líka fengið á- verka, þvi að holdið hékk i tætlum á honum hér og hvar. Veiðimennirnir stóðu enn í hring, — það var eins og þeir væru negldir við jörðina. Ró þeirra var vitnisburður um þrek, sem erfitt væri að þjálfa, orku sem gat gengið fram af manni. Andlitin voru róleg, en eldur brann úr aug- unum og hjartað hamaðist í brjóstinu á þeim. En það var eins og vilji þeirra og orka lam- aðist af hildarleiknum, sem háð- ur var fyrir augunum á þeim. Þeir stóðu þarna og gátu hvorki hreyft legg né lið. Inni í hringnum varð björn- inn smátt og smátt að lúta í lægra haldi fyrir manninum, sem öskraði af sigurvissunni. En allt í einu varð honum fóta- skortur. Höndin, sem reidd hafði verið til höggs, hneig nið- ur og tók manninn með sér í fallinu. 1 sama augnabliki kasl- Frh. á bls. U. NOKKRAR NORÐRARÆKUR. Frh. af bls fí. Brandssyni. Allt hefir þetta verið einkennilegt fólk, sumt sveitarhöfð- ingjar en aðrir umkomuleysingjar og ólánsmenn, en allt á sér þá sögu, sem á einhvern hátt víkur frá því, sem algengast er. Og þarna eru myndir af ííðaranda og lífskjörum, sem eru svo gerólík því sem nú er orðið. Unga fólkið nú á dögum heldur stundum að leita þurfi aftur í forneskju að öld ncyðarinnar, hungursins og flakkar- anna, en hún er svo nærri að afar þess og ömmur geta vafalaust oft sagt því sitthvað úr þeim heimi, upplifað af sjálfu því. Hinir gömlu flakkarar eru nú liðnir undir lok, hungurvofan hefir orðið að ganga í hjörg um sinn og meðferðin á oln- bogabörnunum, sem urðu að þiggja af sveit er orðin mannúðlegri en var. En það er gott að unga fólkið viti að þetta allt er ekki fjarri, svo að það skilji hvað það á gott. Sögufélag Húnvetninga hefir vafa- laust meira í handraðanum svo að leyfilegt er að gera sér von ura fleiri bækur af sama tagi og þessa. Göngur og rétíir. Það var heppi- leg hugmynd af „Norðra" að efna til útgáfu lýsingar á afréttarsvæð- unum á íslandi og tilhögun gangn- . anna í öllum héruðum landsins. Að foriagið hefir ráðist i þetta gefur manni ástæðu til að álykta, að bæk- ur þess um landið og ýmsa hætti þjóðlífsins, svo sem „Ódáðahraun" Ólafs Jónssonar og „Söguþættir landpóstanna" hafi ekki fallið í grýtta jörð hjá lesendum, og er það vel. Fjallmennirnir, er ráku ié á vorin og söfnuðu því á haustin, voru lengi vel einu landkönnuðir íslands, og starf þeirra svo merkilegur þáttur í þjóðlífinu, að í rauninni er það undravert hve litið hefir verið um hann skrifað. En leitunum er það að þakka að menn hafa haft nokkurn veginn heildarkynni af öllum ó- byggðum landsins á umliðnum öld- um, áður en skemmtifcrðir hófust í óbyggðirnar. Safn afréttalýsinganna í eina heild verður því, eða ætti að verða, samfelld lýsing allra ís- lenskra óbyggða, sem orðið gæti ómetanleg fróðleikslind öllum þeim, sem þeim vilja kynnast. Ritstjóri bókarinnar, Bragi Sigur- jónssoní hefir fengið staðkunnuga nienn til að lýsa hver sínum af- rétti og að þvi er ráða má af af- réttalýsingu þeirra fimm sýslna, sem 1. bindi bókarinnar nær til, hefir hann sett þeim nokkrar reglur um tilhögunina. Flestir höfundarn- ir hafa gert skilmerkilega grein fyr- ir máli sínu, en aðrar lýsingarnar eru snubbóttar, svo sem af Siðu- mannaafrétti, sem að vísu ekki er stór, og af Holtamannaafrétti sem þó er stórt og merkilegt landsvæði. Yfirleitt leggja sögumennirnir meiri áherslu á að segja frá dagleg- um atburðum i fjallaferðunum og tilgreina örnefni en að lýsa lands- háttum. Lesandinn fær glögga grein fyrir þvi hvernig skipt er i leitir og minna um hvernig umhorfs er á leitarsvæðinu. Það hefði verið til mikillar glöggvunar ef hver höfund- ur hefði tekið sér ákveðinn sjónar- liól, þar sem viðsýnast er yfir af- réttinn og reynt að lýsa honum í heild og svo landskostunum, og í öðru lagi þeim merkilegu náttúru- fyrirbrigðum, sem vera kunna á hverjuni stað. Þvi að örnefnin ein verða lítils virði. Sumar lýsingarn- ar veita lesandanum nokkuð af þessu en aðrir ekki. Leiðunum er að vísu lýst, en til þess að hafa þeirra lýs- inga sæmileg not þarf lesandinn helst að hafa góðan uppdrátt við hendina er hann les. Og kem ég þar að því, sem mér finnst aðalgallinn á bókinni. Hún yrði að miklu meira Frh. á bls. 11. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar H.ialtested Skrifstoía: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprent

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.