Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 14
14- F Á L KIN N MANNAVEIÐAR. Frh. af bls. 9. aði björninn sér ofan á hann. Það var úti um hann. Og fyrst nú hrutu einhver orð upp úr manndýrinu. Það var hræðilegt, langt neyðaróp: — Manneskjur! Hjálp! Það fór kippur um manngarð- inn, eins og þegar stormur hristir tré. Mennírnir gleymdu hatrinu og hefndinni, þeir gleymdu ránsferðunum og hræðsl unni. Allir gagntókust af einni einustu hugsun: Manneskja — manneskja í neyð! Eins og samkvæmt skipun réðust þeir á björninn, reiddu axirnar og mölvuðu á honum hauskúpuna. STEINDAUTT hræ bjarnarins lá í grasinu, en hin lífsveran, „vættur hálfsköpuð milli manns og dýrs" engdist sundur og sam- an í blóði sínu. Svo reis hann upp og skimaði kringum sig. Um augnablik hvarf blóðþorst- inn úr augum hans, stórum og starandi. Hann þreif til kylf- unnar, ekki til að hafa hana að vopni heldur til að styðjast við, nota hana sem staf eða hækju, — og riðaði svo áleiðis að hellisskútanum sínum. Þó hljóp Sikora á eftir hon- um og hrópaðí: — Hvar er Anuka? Maðurinn svarar, hægt og drungalega: Komdu með mér! Hægt og með erfiðismunum koma þeir að hellisskútanum, og augnabliki síðar ljómar Demeter Sikora af gleði og er með Anuku í faðmi sér. Hún hlær og grætur í senn. Kvöldroðinn er slokknaður. — Sólin gekk til viðar í haf af gulli, svo að kvöldið varð enn dimmara á eftir. Bráðum var komið svartnætíismyrkur. HAMLET. Framhald af bls. 3. leiksins voru mjög sterk, þótt því verði að vísu ekki neitað, sem víð- ar hefir verið bent á, að ýmsir leikendanna eru ekki nógu skýr- mæltir. Lárus Pálsson leikur Hamlet og gerir harin því hlutverki ágæt skil. Þótt vafalaust megi setja út á ým- islegt við leik hans, er ekki hægt annað en að dást að honum í heild. Framsetning hans afbragðs góð í sumum atriðunum, en of þvögluleg í öðrum, og látbragðið er ágætt, þótt undan verði að skilja tilburð- ina við skylmingarnar. Haraldur Björnsson leikur Pólóníus rikisráð, og er hann þar í einu af bestu hlut- verkum sínum um iangt skeið. Gestur Pálsson leikur Kládíus konung mjög vel, þótt oft hafi hann gert eins vel áður. Regina Þörðardóttir leikur Geirþrúði drottningu, og ger- ir því lagleg skil. Hildur Kalman leikur Ophelíu, og leysir hún það prýðilega af hendi. Mun ekki á margra færi að skiljast eins vel við atriðið, þegar Ophelia er orðin vit- skert og kemur sönglandi inn i höllina. Gunnar Eyjólfsson ieikur Leartes og sómir sér vel i hlutverk- inu. Sama má einnig segja um Jón Sigurbjörnsson, sem leikur Hóraz, vin Hamlets. Brynjólfur Jóhannesson leikur fyrsta grafara, og það er ó- þarfi að taka það fram, að hann gerir það ágætlega. Aðrir leikarar eru: Róbert Arnfinnsson, Klemens Jónsson, Valur Gíslason, Jón Aðils, Herdís Þorvaldsdóttir, .Lárus Ing- ólfsson, Hendrik Berndsen, Karl Ragnarsson, Valdimar Helgason, Þor- grímur Einarsson og Steindór Hjör- leifsson. Sjaldan hefir annað eins blóma- skrúð sést á leiksviðinu i Iðnó eins og í lok frumsýningarinnar, og átti leikstjórinn drjúgan skerf þar í. VITIB ÞHR NAPOLEON. Frh. af bs. 5. og yfir dyrunum að hvelfingunni eru letruð hin frægu orð úr erfða- skrá Napoleons: „Eg óska að duft mitt hvílist á Signubökkum, innan um frönsku þjóðina, sem ég hefi elskað svo heitt." —=X: PRJÓN: Frh. af bls. 11. að þér getið dregið stóran síma- staur upp úr jörðinni á 5 mín- útum. En til þess þarf maður þrýsti- loftsáhaldið, sem sést á mynd- inni. Þrýstingurinn í hvorum „tjaknum" er 50 smálestir, og með keðjunum, sem brugðið er um stólpann, draga þeir hann upp á 5 mínútum. Með venju- legum handaflsverkfærum þarf maður tvo tíma til að taka upp stólpann. anna eru saumaðar hneppslur sem hneppt er á hnappa að aftan. Hlýr- arnir lagðir i kross. Á báðum skálmum eru á réttunni teknar upp lykkjur á 4 sokkaprjóna nr. 10 og prjónaðar slétt um Ieið, svo prjón- aðar 5 umf. brugðið (allar 1.) og fellt • af á sléttu prjóni. Með þessu fæst slétt og falleg brún. STOFNGESTIR. Skuggamarkaðs-veitingastöðunum i Wien var lokað einn góðan veður- dag," því að sannanir höfðu fengist fyrir þvi að þeir seldu veitingar fyrir okurverð og hefðu á boðstól- um ýmislegt góðgæti, scm var ó- leyfilega fengið. Daginn eftir voru þessir staðir opnaðir aftur. Eigend- urnir höfðu sem sé hótað að birta í blöðunum nöfn allra opinberra embættismanna, sem verið höfðu stofngestir hjá þeim. KJARNGOTT DÆMI Negrapresturinn Jonatan Brown i Capetown var að halda ræðu og minntist m. a. á helvíti. Til þess að sannfæra áheyrendur sína um kval- ir þær, sem þar biðu syndugra sálna sagði hann: „Þið hafið öll séð hvít- glóandi járn, þegar það er tekið úr eldinum. En það er álíka heitt og maður fengi ís-ábæti í helvíti." OLD ENGLAND. Athugun hefir leitt í ljós að 3% af Englendingum halda, að Banda- rikin séu enn ensk nýlenda. Það verður óþægileg uppgötvun fyrir þessi 3% að komast að raun um að þetta er alveg öfugt ¦— að minnsta kosti í fjarhagsmalum. að nú hefir veröldin fengið úr- aníum-æði í stað gullæðisins í gamla daga. Vegna hins háa verðs á úran og verðlauna, sem ýms ríki hafa heitið þeim sem finna úr- an, hafa þúsundir manna látið freistast til að fara að leita að þessu cfni. Hafa þeir með sér tæki til þess að finna hvort efnið sé í jörðinni, þar sem þeir fara um, og eru næm fgr- ir radium-útgeislun. Sést mað- urinn á myndinni með þetla tæki. — Háa verðið á úran stafar af því, að það er notað í atómsprengjur. að í Astralíu hefir verið tekin upp ný aðferð við trjárækt, sem hefir þann kost, að tréð ber fljót- ar ávöxt en áður. Trjábolurinn er látinn halda sér en greinar og sporar skorið af. Losað um börkinn með því að stinga venjulegum hníf 2—3 cm. inn í tréð. — Græðikvistarn- ir, sem helst eiga að vera með 5 blómhnöppum, eru yddir og stungið inn í holuna, sem gerð hefir verið í börkinn, og síðan borið vax eða vaselín á sam- skeytin. Kvisturinn grær fliót- lega við stofninn. Egils ávaxtadrykkir að ljósið fer 18 miJljón kílómetra á mínútu, eða 10.000 milljarð kílómetra á ári. Og þessi vega- lengd er kölluð ljósár og notuð sem mælikvarði á vegalengdirn- ar í himingeimnum. Með berum augum getur maður séð nálægt 3000 stjörnur, en í sjónaukum stjörnuturnana sjást milljónir af stjörnuþokum og margar vetrarbrautir, og ó- teljandi stjörnur í hverri. Myndin sýnir eina af nálæg- ustu stjörnuþokunum. Á máli stjörnufræðinga heitir hún M81, og er í stjörnumerkinu Stóra- birni. Hvernig þessi stjörnuþoka er núna vita menn ekki, því að myndin er af þokunni eins og hún var fyrir 1.600.000 árum, þótt hún sé tekin í ár. Ljósið hef ir nefnilega verið þann tíma d leiðinni til jarðarinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.