Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 8
FÁLKINN Ivan Arvanoff: MANNAVEIÐAR í SVEITUNUM kringum fjallið Irsche Wand leynast nokkur smáskot hér og hvar í skógin- um, og eru oft margar mílur á milli þeirra. Það eru skógar- höggsmenn, smalar og skógar- verðir, sem eiga heima í þeim. Kringum öll húsin eru sterkar girðingar, sem ekki verður kom- ist gegnum. Húsin eru öll með sama lit, sem er svo líkur skóg- arlitnum, að maður tekur ekki eftir þeim fyrr en komið er al- veg að þeim. Þau eru hljóð og dauð þarna í ríki þagnarinnar. Óvíða eru konur í þessum hús- um, og hvergi börn. Mennirnir sem lifa ævi sina í þessum híhýlum hafa reynt margt. Fleslir þeirra eru ekkju- menn, sem harma konur sínar. Einn daginn flaug furðufrétt um byggðina, fregn sem gerði út af við kyrrðina í einu vet- fangi. Hræddir og æstir þutu menn milli bæja og sögðu hver öðrum hræðileg tiðindi: — Eg talaði við Grigori To- majaga í dag við svörtu lindina. í nótt hvarf svartflekkótta geit- in hans. Gætið þið vel að ykk- ur, — það er vafalaust djöfull- inn, sem er kominn hérna í skóginn! — Alexei Pirota segir að þið skuluð setja logandi kerti í gluggana. Ófreskjan drap hund- inn hans, svo að segja við þrösk- uldinn hjá honum. — Demeter Sikora hefir svar- ið við hinn heilaga kross, að hann skuli drepa villimanninn. Hann elti konuna hans heim undir bæ í dag. Hún var náföl og skalf eins og espilauf. Það var eins og hræðslan við hættuna sem ógnaði myndaði hring kringum fjallið. Fyrir innan þann hring hafði sólin misst alla sína fegurð. Hræðsl- an kom hinum rólegu, harð- gerðu mönnum til að hnykla brúnirnar, og hrukkurnar urðu dýpri og dýpri. Demeter Sikora var sterkur og hraustmenni, hræddist ekki neitt — ekki einu sinni björn- inn. En er þeir höfðu lagst í levni með lmíf a i hendinni, við- búnir að ráðast á útilegumann- inn, var ekki laust við að hann fyndi til hræðslu. Hann vissi ekkert nánar um þetta villidýr. Félagar hans sögðu að það væri maður, þeir höfðu séð hann öðru hverju í mikilli fjarlægð þjóta fram hjá eins og skugga. Veslings konan hans, hún Anuka, hafði orðið svo hrædd þegar ófreskjan elti hana, að ómögulegt var að reiða sig á það sem hún sagði. Hún fullyrti að þetta væri mann- eskja með holdi og blóði. Maðj urinn var kafloðinn á bringunni og í andlitinu, augun voru blóð- hlaupin og þegar hann dró and- ann vældi hann eins og úlfur. Og samt var Demeter Sikora jafnan í fyrirsát og alltaf að brýna stóra veiðihnifinn sinn. GEISLAR kvöldsólarinnar skinu eins og gull milli trjánna, en kaldan súg lagði gegnum skóg- inn svo að gult laufið, sem fall- ið hafði, feyktist til og frá. Þetta sumar hafði útilegu- maðurinn gert íbúunum kring- um Irsche Wand stórtjón. Hann hafði stolið búpeningi og brauði og meira að segja ásælst tóbak- ið þeirra. Hann var slægur eins og refurinn, sterkur eins og björninn og djarfur eins og djöfullinn sjálfur. Það var ekki nokkurt viðlit að komast i færi við hann eða ginna hann. Fá- tæku rútensku bændurnir reyndu árangurslaust að fela það litla sem þeir áttu, en hann fann það, hann vissi allt, eins og hann sæi til þeirra inni í þeirra eigin húsum, þegar þeir héldu að enginn sæi til sin. Þá bar það við einn kaldan þokumorgun að Demeter Sik- ora hóf gönuhlaup sitt milli bæjanna í Irsche Wand og hrópaði eins og vitlaus maður: — Hjálp! Hjálp! Hún Anuka er horfin! Horfin! Hún var heima þegar ég kom heim í kvöldmatinn. -Hún gaf mér kvöldmatinn, og svo var ekki meira vatn inni og hún tók skjóluna og fór út að brunnin- um. Þá heyrði ég allt í einu að kallað var á hjálp og flýtti mér út. En árangurslaust. Eg leitaði dyrum og dyngjum, en fann hana ekki. Hún var horfin. Óður og kjökrandi hreytti hann orðunum út úr sér og flýtti sér svo áfram á næsta bæ! Hann hljóp milli bæja í þrjá daga án þess að eira nema augnablik á sama stað og að heita mátti matarlaus. Loks hneig hann út af, hálfmeðvit- undarlaus. ÞEGAR hann raknaði við aft- ur var stofan full af fólki. Ein- hver tók í axlirnar á honum og hristi hann. Þegar hann stóð upp sá hann að allir í sveitinni höfðu safnast saman hjá hon- um, eins og þeir vildu honum eitthvað. Nú vaknaði þjáning hans aftur og hann spurði, ön- ugur og örvæntandi í senn: — Hvað viljið þið mér. Grigori Tomajaga — það var hann sem hafði hrist hann — svaraði: — Þú hefir beðið um hjálp. Nú erum við komnir! Augun í honum ljómuðu þeg- ar hann heyrði þetta, og það kom roði í kinnarnar á honum út af voninni. Hann sá að það var morgunn. Hann renndi aug- unum til mannanna, sem stóðu kringum hann. Allir voru þeir vopnaðir, með öxi í hendi og hníf við beltið. — Hvað hefir ykkur komið tjaman um? Tomajaga varð aftur fyrir svörunum: — Við erum margir. Kring- um tuttugu og f jórir. Við sláum hring kringum bælið hans í skóginum og eltum hann svo þangað til við náum honum. Sikora sagði ekki neitt. Hann leif aftur rannsóknaraugum á mennina sem stóðu kringum hann, það skein beinhörð harð- neskja út úr augunum á þeim. Enginn hikaði, enginn var í vafa. Þeir voru eintómur vilji, harðir eins og steinn, fastir sem fjall. Hann reis hægt upp, virt- ist dálítið riðandi, en rétti svo úr sér. Hann slokaði í sig úr stóru mjólkurskálinni þangað til hún var tóm, þvoði sér síðan í framan úr köldu vatni, tók öxina, sem lá úti i horni, girti sig beltinu með hnífnum og hélt út i skóg. Hinir fóru á eftir honum án þess að mæla orð, tilbúnir í allt. Nú hófst leitin, en þeir slógu ekki hring því að þeir voru of fáir til þess. Þeir nálguðust hellisskútann í hálfhring, eins og þegar þeir voru á veiðum. En þeir voru ekki á dýraveið- um núna heldur á mannaveið- um. Tomajaga og Sikora höfðu gert hernaðaráætlunina í sam- einingu. Ef annarhvor þeirra kæmi auga á manninn áttu þeir að gefa merki, blístra hvellt og lengi. Þeir stefndu beint á hell- inn. Þegar merki væri gefið áttu hægri og vinstri fylkingar- armur að hraða sér áfram og umkringja hellinn. Trén voru hrímguð og sólin komst óhindruð niður milli trjánna. Allt lauf var fallið af þeim og þess vegna gátu þeir séð langt inn í skóginn. Tomajaga varð fyrstur til að koma auga á hann. Hann leið fram á milli trjánna eins og skuggi, en samt skildist Grigori undir eins að þetta var hann. Hann blístraði merkið, eins og um talað var, svo hvellt að það skar í eyrun. Mennirnir hröð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.