Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.05.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN Útburðir. — / París tíðkast það ennþá að nýfædd börn eru lögð við húsdyr eða ganga af mæðr- um sínum, í þeirri von að ein- hver miskunnsamur Samverji taki þau að sér. — Hér sést kona, sem fundið hefir eitt af þessum börnum. Stærsta dómkirkja Englands. — Fyrir 45 árum hófst bygging dómkirkjunnar í Liverpool. Byggingunni er ekki lokið ennþá, en þó svo langt komið að hægt hefir verið að opna kirkj- una. Var það gert í sambandi við .heimsókn Elísabetar prinsessu og hertogans af Edinburgh til Liverpool. Hér sést 13 ára kórdrengur falla á hné meðan hann réttir prinsessunni kirkju lykilinn. Til vinstri: Hörmungin í Effingham. — Þessi mynd er af hinum hræði- Til hægri: lega eldsvoða í St. Anthony- Málari með regnhlíf. — Auðvit- spítalanum í Effingham í llli- að geta verið umhleypingar i nois, þar sem um 50 sjúklingar Amsterdam, en málarinn þarna brunnu inni, þar á meðal 12 hefir hugsað sér að láta veðr- nýfædd börn. Slökkviliðsmenn- áttuna ekki leggja verkbann á irnir sjást vera að fara með eitt sig og hefir því haft með sér likið niður stigann. trausta regnhlíf. .¦. ;wv \ ýy.'k:-: -'¦'-'. : ¦''¦Í-Æ'- ¦'¦¦'¦ '¦'¦¦'¦:'¦ *\ Brúðurin labbaði til kirkjunnar og frá. — Þið sjáið hana hérna. Hún hét Bethia Burrows í ungmeyjarstandinu og er nú gift dátanum sem leiðir hana, Leslie Stevens. Frú Stevens er dóttir eins varðmannsins í Tower-kastala í London, og af þvi að hún átti heima aðeins fáein skref frá kastalakirkjunni fannst henni ekki ástæða til að aka þangað í vagni. Og fyrir bragðið varð auðveldara að komast að því að Ijósmynda hana í skrúðanum. Garry Davis „heimsborgari nr. 1", sem auglýsti sig sem best á UNO-þinginu í París, hefir nú sótt um leyfi til að mega koma til Hollands til þess að tala þar fyrir hugsjúnum sínum um alls- herjarríkið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.