Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Side 5

Fálkinn - 20.05.1949, Side 5
FÁLKINN 5 Hotel des Invalides í París. Undir hvolfþakinu á miðri myndinni er gröf Napoleons. ekki óhollara 1815 en það er í dag, en dauðsföllin voru að vísu mörg, vegna þess að Jæknisfræðin var ó- fullkomin. Margir Englendingar á St. Helenu þjáðust af lifrarveiki og Napoleon var einkar andstöðulitill gegn þessum sjúkdómi. Tíminn leið og hver dagur var öðrum likur. Nú var orðinn fullur fjandskapur milli Napoleons og landstjórans. Napoleon neitaði að tala við hann, og liann vildi lieldur ekki sjá frönsku, rússnesku og aust- urrísku fulltrúana, sem þarna voru til eftirlits. í fimm ár, frá 1816 tii dauða Napoeons 1821 sáust þeir al- drei, Lowe og hann. Svæðið sem liann mátti fara um var aðeins 15 km. ummáls, en þyrfti liann að fara lengra voru enskir menn látnir fylgja honum. í fyrstu liafði ævin þarna í Longwood verið þolanleg. Hann stytti sér stundir með þvi að tala við menn, tefla skák eða lesa upp- hátt, og keisarinn las öðrum fyrir kafla úr ævisögu sinni. Þessir kafl- ar eru mikilsverðar lieimildir vegna þess að þær fræða svo vel um per- sónulegt álit Napoleons á mönnum og málefnum, en liins vegar gefa þær oft gersamlega ranga mynd af þvi sem i raun réttri gerðist. Eitt af því eftirtektarverðasta i þcssum þáttum eru ummæli hans um hernað og liernaðarlist. „Eg hefi háð sextíu orr- ustur, en ekki lært neitt sem ég ekki vissi þegar ég háði þá fyrstu,“ segir hann. Mestu hershöfðingjar sögurnar voru að hans áliti Turenne, Condé og Friðrik mikli. Hann viður- kenndi að innrásin i Spán hefði vcrið mjög vanhugsuð — fyrsta skissa hans — og lierferðin til Rúss- lands enn meiri skissa, og hann var sannfærður um að hann hefði átt að þurrka Prússland út af Evrópu- uppdrættinum árið 1807. En Iiann iðraðist ckki eftir að hann lét skjóta hertogann af Enghien. En nú versnaði samkomulagið milli Frakkanna. Iveisarinn var að jafnaði einn sér, en hershöfðingj- arnir þrír gerðu hver um sig það sem þeir gátu til að hrella hverjir aðra, og frúrnar Bertrand og Month- olon þá ekki síður. Alltaf var verið að spjalla um og reikna út live langt mundi verða þangað til keisarinn gæti komist aftur til Evrópu. Og Na- poleon var orðinn vanstilltari á geðs- mununum en áður, hann fékk stund- um reiðiköst og hundskammaði þá alla, sem liann náði til. Hann var alltaf að vona að verða leystur úr prisundinni á St. Helenu, enda virt- ist svo sem almenningsálitið í Eng- landi hneigðist í þá átt. En á ráð- stefnunni i Aachen 1818 háru rúss- nesku fulltrúarnir fram tillögu um að hann yrði látinn verða á St. Hel- enu áfram, i gæslu Englendinga. Hin stórveldin samþykktu þetta í einu liljóði og umræðulaust — England Prússland og Austurriki. Þau virtust ekki festa trúnað á að hann væri al- varlega veikur, og ekki heldur að hann nyti ekki allra þæginda eða væri haldinn sálarkvölum. Lowe átti sökina á þessu, hann liélt sem sé að þetta væri ekki annað en upp- gerð, og lét þá skoðun koma fram í í skýrslum sínum til stjórnarinnar. Margt liefði farið öðruvísi ef Na- poleon hefði notið góðrar læknis- lijálpar, en bæði ensku og frönsku herlæknarnir sem gættu lians voru i rauninni fákunnandi — og þó einkum sá síðarnefndi, Korsikumað- urinn Antommarchi, sem Letizia móðir Napoleons og Fesch kardín- áli, frændi hans, höfðu valið til þessa starfs. Ilinn 4. október 1820 kom Napole- on í síðasta sinn út fyrir endamörk Longwoods. Nýja húsið stóra var fyrir löngu fullgert, en Napoleon kærði sig ekkert um að flytja i það Hann var orðinn sljóvur og mátt- farinn af veikindunum, hafði sifelld uppköst og þoldi fæstan mat; blóð- rásin varð liægari og liægari og var reynt að bæta úr þessu með bökstr- um, sem voru svo heitir, að þjón- arnir þoldu varla að taka á þeim, en sjálfur fann Napoleon varla til þeirra. Og minnið fór líka að bila. Enski læknirinn Arnott kemur til hans og kvartar liann þá undan hitaköstum er hann fái, svitanum og magaverkjum. „Eg finn ákafan, skerandi sársauka, mér finnst eins og ég sé skorinn með rakliníf. Fað- ir minn dó úr þessum sjúkdómi þegar Iiann var hálffertugur. Hann mundi þó ekki vera arfgengur.“ Ar- nott rannsakaði hann ítarlega og segir að þetta liljóti ag vera garna- bólga. Neðra magaopið sé óskemmt og lifrin í l'agi. Kvalirnar í magan- um stafi af teppu í görnunum. Keis- arinn segir að hann liafi jafnan liaft góða meltingu, en Arnott gefur því ekki gaum. Það er auðséð að liann heldur að þella sé ekkert alvarlegt en að keisarinn sé ímyndunarveikur. Hinn 13. apríl 1821 fór liann að lesa Montholon fyrir arfleiðsluskrá sína, og eftir það hrakaði honum í sifellu. Þegar Iludson Lowe varð loksins ljóst að lif Napoleons væri í hættu reyndi liann af heilum hug að hjálpa, eftir því sem i hans valdi stóð, en nú var það orðið of seint. Hinn 3. mai missti Napoleon með- vitundina. Hann hafði liæga nótt, en Jífið fjaraði smátt og smátt út, um klukkan tvö um nóttina sást hann bæra varirnar og hann muldraði nokkur samhengislaus orð. Monthol- on þóttist eftir á hafa heyrt að hann segði: „Frakkland — avantgarde — Josefine.“ Hann hafði verið fluttur úr litla svefnherberginu cr hann hafði not- að, inn i stofuna, og þar lá hann á sama bcddanum sem hann liafði notað öll árin cr hann var á Sl. Helenu, en á þeim bedda hafði liann líka legið nóltina fyrir orrustuna við Austerlitz. Honum var þungt um andardráttinn og hann andaði ó- reglulega, stundum heyrðist enginn andardráttur. Timinn leið hægt. í sama bili sem Antommarchi kom og laut niður að rúminu lyfti sjúkling- urinn sér ofurlitið og liallaði höfð- inu á hlið. Og svo sálaðist hann án þess að nokkur krampadráttur sæist á andlitinu eða nokkur stuna heyrð- ist. Klukkan var sex siðdegis, dag- urinn 5. mai 1821. Hann var ekki orðinn fullra 52 ára. í dauðanum varð hann einkenni- lega unglegur i andliti, þetta var ekki grátt andlit Napoleons lieldur andlit Bernadottes fyrsta, konsúls. Ekki var eitt grátt liár á liöfði lians, engin hrukka, hörundið var frísk- legt og gljáði ekki, kringum munn- inn vottaði fyrir brosi. Hann leit út eins og þritugur maður. Krufning leiddi i Ijós að liann hafði dáið úr sama sjúkdómi og faðir lians, líklega krabbameinsi- gerð í maganum, sem liann mun hafa gengið lengi með. En jafnframt sannaði einn af ensku læknunum að hann hefði gengið með Jangvinnan lifrarsjúkdóm. Þessi sjúkdómur hafði þó ekki orðið banamein hans, en hann hafði ágerst vegna óheppi- legs loftslags og vegna sálarstríðs þess, sem kvalið hafði Napoleon síðan 1819. * * * Einu sinni þegar drunginn var mestur á St. Helenu liafði Napoleon sagt: „Biðið þið hægir. Þið skuluð einu sinn enn fá að heyra Paris hrópa: Lifi keisarinn!“ Þetta hróp heyrðist i höfuðborg Frakklands 15. desember 1840, þeg- ar kista Napoleons var borin gegn- um Sigurbogann og niður Champs Elysées til Hotel d’Invalides. Þetta var grár vetrardagur með ofurlitlu fjúki og sólin var föl. Drunur heyrð- ust úr fallbyssunum, öllum kirkju- klukkum var hringt, áttatiu þúsund manns stóðu heiðursvörð með fram leiðinni. Mesta hrifningin greip fólkið þegar gamli lífvörðurinn fór hjá — afturgöngur hersins mikla, gamlir, snauðir menn, sem höfðu tekið gömlu einkennisbúningana sina af kistubotninum og skrýðst þeim í siðasta sinn. Líkvagninn með sextán hestum fyrir ók inn á torgið við Invalide- höllina og Lúðvik Filippus konung- ur gekk á móti kistunni. Soult rétti honum korðann frá Austerlitz. „Bertrand hershöfðingi,“ sagði konungurinn, „ég fel yður að leggja sverð keisarans á kistu hans.“ En Bertrand skalf svo mikið að Gourgaud varð að gera það i hans stað. Síðan stendur kista Napoleons i hvelfingunni undir Invalidekirkj- unni, kista úr rauðum porfýrsteini, Frh. á bls. í//. Minjalierbergi Napoleons. Fgrir gafli er rúmið er hann lést í. Iiista Napoleons i Hotel des Inval ides.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.