Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1949, Page 12

Fálkinn - 20.05.1949, Page 12
12 FÁLKINN 21. ÚT í OPINN þegar enginn sér til. En þau eru svo mörg að það mundi taka marga klukkutíma að finna þau öll. Þeir sem hafa umsjón með skjalasafninu okkar mundu aldrei leyfa þetta, jafnvel þótt ég hafi tiiltrú í flokknum Þegar bréfin eru komin í skjalasafnið á annað borð er ómögulegt að ná þeim þaðan. — Þá verðið þér að fara með mig þang- að sem skjölin eru. — En sú tillaga? sagði hann háðslega. — Hver á ég að segja að þér séuð. Trotski eða konungurinn af Siam. — Þér getið sagt að ég sé þýskur félagi. Eg tala yel þýsku, svo að þér þurfið ekki að óttast að þetta komist upp. Við gætum sagt að ég sé nýkominn frá Hollandi og að við hefðum grun um að sum bréfin sem þér hafið fengið séu fölsk. Þér getið sagt að eina leiðin til að ganga úr skugga um þetta sé að ég fái að sjá bréfin. Og þér verðið að leggja áherslu á hve áríð- andi það sé að fá vitneskju um livort bréfin séu fölsk eða ekki, því að það geti varðað ykkur alla fangelsi. Archer iiugsaði sig um snöggvast. — Jæja. Eg hugsa að það sé hægt. En ég felli mig eklci við það. Eg tala við yður í fullri alvöru. Eg vildi ekki vera í yðar sporum ef okkar menn kæmust að raun um að þér eruð ekki sá, sem þér segist vera. Fyrst og fremst ætla ég að segja yður að staðurinn sem við geymum skjöl okkar á er best varði staðurinn í landinu. Flokk- urinn neyðist til að vernda skjölin sin og sína rixenn. Eg ræð yður í einlægni frá að koma þangað. — Eg lield varla að þér þurfið að óttast að þeir komist á snoðir um liver ég er. Eg þori óhræddur að hætta á það. Eg verð að sjá bréfin og heldur fyrr en seinna. — Jæja, sagði Arclier og stóð upp. — Þér getið þá ekki sagt að ég hafi elcki aðvarað yður. Eg ætla að síma og sjá hvort nokkur er við, sem getur hleypt okkur inn. Það getur verið að allt sé lok- að. Klukkan er tíu. En cg býst samt við að einhver sé á verði. Hann fór út og var í burtu svo sem fimm mínútur. Gregory heyrði að hann talaði í simann frammi í anddyrinu. Hann kink- aði kolli til Gregorys þegar hann kom inn aftur. — Það cr í lagi. Við getum komið slrax. Það er um 20 mínútna leið í bíl. — Ágætt, sagði Gregory og stóð upp. — Það er bifreið hérna úti og bíður eftir mér. Eigum við þá að fara? Gregory fór inn í bílinn án þess að gera tilraun til að heyra heimilisfangið sem Archer nefndi við bílstjórann. En hann notaði tækifærið til að stinga hakakross- inum í leynivasann á slifsinu sínu. Það DAUÐANN fyrr um kvöldið. Bifreiðin ók fyrst góðan spöl til austurs og beygði svo norður að ánni. Gregory kannaðist við sig hér og hvar þangað til bifreiðin ók yfir Old Kent Road og svo austur aftur, í áttina til Bermondsey. Þetta var ekki beinlinis fyrirmyndarhverfi, en Gregory hafði ekki heldur búist við að marxistar mundu geyma leyniskjöl sín í nágrenni við lögreglustöðina. Hér var miklu dimmara vegna jiess hve göturnar voru þröngar. Á leiðinni útskýrði Gregory hvað hann ætlaðist fyrir. — Af því að ég geri ráð fyrir að þriðji maður verði viðstaddur ætla ég að láta sem ég sé Þjóðverji. Eg nota einn til tvo klukkutima til að athuga plöggin með yð- ur. Eg mun segja að flest bréfin séu ckla en nokkur tek ég frá og tel þau grunsöm. Eg get lesið þessi bréf og fengið hugmýnd um hvað er að gerast. Að minnsta kosti svo mikla að ég geti séð hvort það er salt eða ekki, sem þér segið mér síðan. Þegar þvi er lokið skal ég ekki nauða á yður frekar, og ég skal eyðileggja plötuna að myndarskrattanum, sem sýnir yður svo grunsamlegan hjá henni Pearl litlu. Archer virtist gera sig ánægðan með þetta. Skömmu síðar stansaði bifreiðin á gatnamótum og þá sagði hann: — Nú er ekki langt eftir. Yið verðum að ganga síð- asta spölinn. Gregory skyldi vel að Archer vildi ekki láta bílstjórann sjá hvert þeir færu. Archer var kunnur maður og myndir af honum voru oft í blöðunum. Gregory fór út úr bilnum og borgaði bílstjóranum. Þeir gengu fram götuna án þess að tala saman. Gregory liélt að Archer mundi reyna að villa hann með þvi að fara hlið- argötur sitl á livað í þessu völundarhúsi. En ekki varð séð að liann reyndi það. Þeir fóru til hægri og síðan fyrstu götuna til vinstri. Svo benti Arclier á lítið samkonm- hús, sem mótaði fyrir í myrkrinu. Það virt- ist loka götunni. — Hér er staðurinn, muldraði Archer. Þegar þeir komu nær réyndi Gregory að rýna inn í myrkrið. Þarna var livergi skímu að sjá. En í daufri glætunni ffá tunglinu gat hann séð móta fyrir svörtum húsþökunum við ofurlítið ljósari himin. Yfir þökunum grillti liann í Ijósar grann- ar rákir. Hann þóttist sjá að það væru möstur á skipi og að þeir væru staddir við skiþakviarnar í Thames. Þetta var eftir lokunartíma og því eng- inn maður í veitingasálnum í þessu sam- komuhúsi. Archer fór fram lijá aðaldyr- unum á horninu og hélt áfram niður sund- ið. Þar nam liann staðar við dyr og hringdi. Tvö stutt og eilt langt merki. Þeir biðu nálægt fimm mínútur þangað til opnað var og þeir heyrðu mannsrödd: — Halló, ert það þú? — Já, svaraði Archer með djúpri bassa- rödd. — Það er ég og hann er með mér félaginn, sem ég talaði um i símanum. — Iíomið þið inn, sagði maðurinn. Hann hélt uppi hurðinni þangað til þeir voru komnir inn fyrir. Svo læsti hann og skaut brandi fyrir. Þetta var lítil forstofa og skuggaleg. Gregory tók eftir að yfir dyrun- um .var slálplata, sem hægt var að draga niður ef lögreglan reyndi að gera húsrann- sókn þarna, og stór rafmagnsbjalla var á hillu á vegánum. Maðurinn fór með þá upp stiga. Þetta .var lágur maður og lotinn, miðaldra. Gre- gory sá hann ekki sæmilega fyrr en þeir komu upp og inn í skrifslofulierbergi, en þar var góð birta. Með öllum veggjum voru skjalaskápar úr stáli. — Þetta er félagi Cliivers, sagði Archer og kynnti manninn fyrir Gregoi-y. — Kröner, sagði Gregory og hneigði sig að þýskum sið áður en hann rétti fram höndina. — Það gleður mig að kynnast yður, félagi Cliivers. — Eg gat ekki sagt það í símanum, Chivers, sagði Archer. En svo er mál með vexti að félagi Kröner er nýkominn frá Þýskalandi með ískyggilegar fréltir. Hann hefir grun um að sum bréfanna sem við höfum fengið frá félögum okkar séu föls- uð. Þess vegna fannst mér best að koma með hann hingað til að ganga úr skugga um þetta. Chivers var liæruskolinn með hvasst nef. Það virtist koraa á hann þegar hann lieyrði þetta og fór að tala um Iivaða afleiðingar þetta gæti haft. Gregory setti á sig hvert orð sem hann sagði. Honum kom ekki við livað marxist- arnir höfðust að, en liann varð aldrei of fróður um mennina, sem hann átti við að eiga. Það gat komið lionum að notum sið- ar, er liann reyndi að komast í samband við félaga þeirra í Þýskalandi. En liann græddi lítið á því sem þeir sögðu. Þeir nefndu ekki nöfn og gáfu engar upplýsingar. Allt í einu kom honum í hug að þeir töl- uðu aðeins lil málamynda og hans vegna, til þess að seinka bréfaskoðuninni. Og er hann hafði fengið þennan grun leit hann á þá og sá að hann hafði rétt fyrir sér. Þeir reyndu árangurslaust að leyna því hve órótt þeim var. Þeir vonuðust eftir að eittlivað mundi gerast. Að vörmu spori heyrði hann fótatak í stiganum. Ilann sá nú vel, að liann liafði gefið Archer ágætt tækifæri til að veiða hann í gildru, er hann liafði gerst svo á- fjáður i að fara með honum á þennan leynda stað. Arclier hafði talað lengi í símann áður en þeir fór frá Walsingham Terrace. Hann gat hafa gefið Chivers og fleirum fyrirskipanir og búið þá undir heimsóknina. Gregory gramdist að liann skyldi ekki hafa haft með sér skammbyssu. Þá hefði hann verið betur staddur. Ilefði Iiann grun- að að hann ætti að koma á svona stað mundi hann ekki hafa verið vopnlaus. En

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.