Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Síða 7

Fálkinn - 24.03.1950, Síða 7
FÁLKINN 7 Þau sættust. — Umberto fyrrum Italíukonungur og Marie José kona hans hafa nú hist aftur í fyrsta skipti eftir að þau skiídu árið 19b6. Umberto hefir sem sé heimsótt konu sína, sem býr á Merlingen, skammt frá Gen- eve, með börnin. En Umberto á heima í Portúgal. — Hér sjást hin endursameinuðu hjón á gangi skammt fyrir utan Geneve. Konunglegt fólk á Möltu. Elizabeth Englandsprinsessa gerði sér nýlega ferð til Möltu, til þess að heimsækja Filippus bónda sinn, sem er foringi á herskipi, er hefir bækistöð á Möltu. — Hér sjást hjónin njóta útsýnisins yfir höfnina í Valetta, höfuðborg Möltu. Heimsókn í Indlandi. — Soldáninn í Muscat, sem er ríki í Aust- ur-Arabíu við innsiglinguna í Persaflóa, fór í heimsókn til Ind- lands í byrjun desember og átti tal við breska stjórnarfulltrú- ann þar. — Á myndinni sést soldáninn (í miðju) ásamt sir Archibald Nye, aðalfulltrúa Bretlands í lndlandi (t v.) og forsætisráðherra Indlands, Sliree C. Rajgopalachari. FRÉTTAMYNDIR Bevin til Ceylon. — Bevin utan- ríkisráðherra fékk hjartabilun á aðfangadagskvöld en jafnaði sig furðu fljótt og hélt af stað til Ceylon um nýárið, en þar átti hann að sitja ráðstefnu bresku samveldislandanna, sem hófst 9. apríl. — Hér er Bevin bros- andi út undir eyru (hann á svo hægt með að brosa út undir eyru því að hann er svo munnstór). Afreksverki lokið. — Flugmennirnir úr „loftbrúnni til Berlín“ hafa nú lokið störfum, og fyrir nokkru tóku enslcu konungs- hjónin á móti þeim við hátíðlega athöfn. Og Lbndon vildi líka fagna mönnunum, sem unnu „kalda stríðið“ um Berlín, svo að borgarstjórinn bauð þeim til hádegisverðar í Guild Hall. — Á myndinni, sem er frá kynningunni fyrir hádegisverðinn, sést omeríski generalmajórinn W. H. Turner (t. h.) heilsa sir Frederich Rowlands borgarstjóra — eða Lord Mayor. Nýr erkibiskup. — Hinn nýi erkibiskup í París, æðsti Icirkju- höfðingi Frakklands, Feltin kardínáli, hefir fyrir skemmstu verið settur inn í embættið. Hér sést erkibiskupinn við þá athöfn. Fáni Georgs V.— Á skipasmíða- stöð enska flotans í Chatham var hátíðleg athöfn nýlega, er einka- fána Georgs konungs fimmta var „lagt upp“. Venjulega fer þessi athöfn fram undir eins og konungur deyr, en í þetta skipti hafði verið gerð undantekning og orrustuskipið, sem bar nafn konungsins látið nota fánann áfram. En nú er herskipið „HMS — Hér sést hinn kunni franski Georg V“ komið í varaflotann, stjórnmálamaður, Jules Moch, og getur því ekki notað kon- vera að tala við blaðamenn fyr- ungsfáuiann lengur. — ir utan Elysee-höllina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.