Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Kolbrnn Jónsdóttir „fegursta stúlkan í Reykjavík 1950“ C. Jinarajadasa, forseti alheimsfélagsskapar guðspekinema. GÉpekifélag blonds 50 oro Kolbrún Jónsdóttir. Fegurðarsamkeppni fyrir stúlk- ur úr Reykjavík fór fram í Tivoli á vegum Fegrunarfélagsins á afmælis- degi Reykjavíkurbæjar, 18. ágúst. Tóku fjórtán stúlkur þátt i henni, en liún var einn liður í hátiðahöld- unum, sem fram fóru um kvöldið. Kepptu stúlkurnar fyrir hina ýmsu bæjarhluta. Einar Pálsson, framkvæmdastjóri Fegrunarfélagsins sá um keppnina, en dómnefnd skipuðu þessir: Thor- olf Smitli, blaðamaður, formaður, Ævar Kvaran, fulltrúi leikara, Kjart- an Guðjónsson, fulltrúi listmálara, Jóhanna Sigurjónsdóttir, fulltrúi Ijós- myndara. Sif Þórz, fulltrúi listdans- ara og Guðjón Einarsson og Bene- dikt Jakobsson, fullrúar íþrótta- manna. „Fegursta stúlkan í Reykjavík 1950“ var valin frú Kolbrún Jóns- dóttir (Þorleifssonar, listmálara). Hlýtur hún verðlaun með nafnbót- inni, en það er alfatnaður frá Feld- inum h.f. ásamt ýmsu tilheyrandi. Má liún velja það sjálf úr verslun- inni. EÍNS OG KVENFÓLKIÐ. Blöðin eru alveg eins og kven- fólkið. Bæði vilja toRa í tisk- unni, engin eftirspurn eftir göml- um árgöngum, bæði vilja alltaf hafa síðasta orðið, mönnum þykir gaman að líta á þau, þau hafa all- mikil áhrif, það er ekki hægt að trúa öllu sem þau segja, og hver maður ætti að hafa sitt eigið en ekki að fá það lánað lijá nágrann- anum. Thorolf Smith, Kolbrún Jónsdóttir og Einar Pálsson. Hinn 12. þ. m. varð Guðspekifélag íslands 30 ára. Var þess minnst í blöðum borgarinnar þann dag. Áð- ur en sérstök deild fyrir ísland var stofnuð („íslandsdeild Guðspeki- félagsins", sem nú er venjulega köll- uð Guðspekifélag íslands, hafði guðspekisfélagsskapur starfað um nærri 8 ára skeið hér á landi. Hét sá félagsskapur Reykjavikurstúkan. Stálkurnar, sem tóku þátt í feg- urðarsamkeppn- inni.. Ljósm.: Sig. Guðm. Fyrsti formaður þeirrar stúku var Jón Aðils prófessor. En um það leyti er Islandsdeildin var stofnuð, voru stúkurnar orðnar 7, en flestar munu þær liafa orðið 9. Nú eru stúkurnar 4, 2 hér í Reykjavik, 1 í Hafnarfirði og 1 á Akureyri. Fyrsti forseti Guðspekisfélags ís- lands var Jakob Kristinsson, fyrr- verandi fræðslumálastjóri, og var hann forseti þess í 8 ár. Þá tók við frú Kristin Tlioroddsen (Matthias- son) og gegndi starfinu í 7 ár, en þriðji forsetinn varð Gretar Fells rithöfundur, og hefir nú gegnt þvi starfi í 15 ár samfleytt. Guðspekisstúkurnar i Reykjavik („Reykjavíkurstúkan" og „Septima") halda vikulega fundi á vetrum, en Frh. á bls. 15. Gretar Fells, núverandi forseti Guðspekifélags íslands.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.