Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 ljóshærða stúlku. Hún endurtók þetta oft og talaði svo eitthvað um óheiðarlega fram- komu sína. Hún gæti þess vegna ekki heimtað að aðrir kæmu heiðarlega fram gagnvart sér. Við fáum að heyra meira, þegar hún hefir hvilt sig. Hún hefir orðið fyrir svo mikilli taugaáreynslu." „Eg skil,“ sagði Jane og sneri höfðinu, svo að golan hristi hárið frá augunum. George lá ennþá á hnjánum og leit upp til hennar spyrjandi. „Það er svo að sjá, sem fyrrverandi eigin- maður þinn hafi neitt gamalla bragða.“ Röddin var blátt áfram og erfitt að greina, hvort nokkuð lá bak við hana. „Já, það er víst,“. svaraði hún. „Ó, George! Eg kenni svo í brjóst um hana og hann. Eg hélt, að honum hefði þótt svo vænt um hana, að hann hefði hætt þessari vitleysu. Og mér hefir alltaf fundist, að henni hafi heppnast það, sem mér mistókst, og þess vegna hlyti ég að vera gölluð á einhverju sviði — “ „Eg veit það,“ svaraði hann þýðlega og beið. „Hún er svo yndisleg," sagði Jane, „og svo geðþekk." Þetta er ótugtarlegt. Hann hefir engan rétt til þess að fara svona með hana. Mér finnst ég bera ábyrgð á þessu. — Ó, George! Hvað gerði ég rangt? 1 hverju mis- heppnaðist mér?“ „Sjáðu nú til,“ sagði George ákveðið, stóð allt í einu á fætur og tók þétt í axlir hennar. „Þér hefir alls ekkert misheppnast. Mér finnst þetta vera næg sönnun, þó að sannanir þurfi ekki. Eg hefi fylgst með, hvað þú hugsar í þessum efnum, en beðið eftir tækifæri til þess að koma þér í skilning um sannleikann. Nú liggur hann fyrir framan þig.“ „Ted hefir aldrei verið neins virði. Og hann er ennþá ónytjungur. Hann mun aldrei lag- ast, og þú hefðir aldrei getað fengið áorkað neinu til hins betra. Þér hefir fundist sökin hvíla á þér, af því að hann hafði aldrei lært að meta þig eins og hann mat Lee. Ekki satt?“ „Eg hefi verið svo hrædd um það,“ sagði Jane dauflega. „Jæja, hélt George áfram, „nú hefir hann farið frá Lee. Hann 'hefir ekki kunnað að meta hana heldur. Sannfærir þetta þig ekki um, að þú hefðir aldrei getað bætt hann neitt? Hún getur það ekki heldur.“ Hann hristi axlir hennar dálitið til. Víður, glettinn munnurinn brosti skilningsgóðu brosi. Augu Jane fylltust af tárum. Það var sem þungu fargi væri létt af innri vitund hennar. Það fór skjálfti um hana. Líkaminn titraði og hún varð óstöðug á fótunum. Fargi efans var létt af henni. Óttinn hafði aldrei verið á bjargi reistur. Framtíðin birtist nú í nýju ljósi. Það var engin ástæða til að óttast misheppnan í hinu nýja hjónabandi. „Eg held að það væri rétt, að þú færir inn og litir á sjúklinginn," sagði læknirinn og sleppti takinu á öxlum hennar. Hann sá, að Jane hafði stórlétt. Lee opnaði augun, en deplaði augnalokunum mjög ótt, þegar birtan skein á andlitið. Hún varð undrandi á svipinn, er hún litaðist um í ókunnu herberginu. Hún reyndi að muna, hvað skeð hafði, meðan hún var að vakna til lífsins. Hún vippaði fótunum fram úr rúminu og reis á fætur, en hún var óstyrk í hnjánum. Síðan gekk hún út að glugganum og horfði niður græna brekkuna ofan að sjónum. Er hún sá öldurnar hamast tilgangslaust á strönd- inni, rifjaðist allt upp fyrir henni. Hin langa ferð hennar yfir meginlandið var eins og alda, sem leitar til strandar, því að hún hafði ekki annað markmið en að komast til Jane fremur en aldan að ná til strandar. Hvað við tæki var henni ráðgáta. Hún ætlaði bara að færa Jane bollana, segja henni allt af létta og treysta því, að hún gæti hjálpað. Hún hafði komist alla leið. Hún var í húsi Jane. Ljótri hugsun skaut upp kollinum í hug hennar. Hún snarsnerist við, þegar dyrnar voru opnaðar, starði óttaslegin á Ijóshærða, grá- eygða stúlkuna með dökka augnaumgerð og alvarlegan munnsvip, sem kom inn með morg- unverð á bakka. ,yEg heyrði, að þú varst farin að hreyfa þig,“ sagði Jane blátt áfram. „Hvernig líður þér?“ Lee starði á hana án þess að svara. Jane setti bakkann frá sér og sagði glaðlega. „Fáðu þér nú bita, Lee. George segir, að þú hafir sérstaklega gott af því að borða heil ósköp núna.“ „Eg vissi ekki, hvert ég átti að leita annað,“ sagði Lee hikandi og mjakaði sér í áttina til Jane með framrétta hönd. „Eg mátti til með að koma, Jane. En hvað hefir komið fyrir? Eg ætti ekki að vera hér. En mér fannst —“ „Auðvitað áttu að vera hér,“ sagði Jane glaðlega. „Sestu nú niður og reyndu að borða. Þú hefir orðið fyrir áfalli — smávegis tauga- æsingi, segir George. George er himinlifandi. Og við erum bæði svo ánægð með að hafa þig hérna.“ „Himinlifandi?" spurði Lee undrandi. „George er læknir,“ útskýrði Jane. „Hann fæst við venjuleg læknisstörf, en er annars sálfræðingur að upplagi og áhuga, þótt ekki hafi hann gert neitt stórt á því sviði ennþá. Hann hefir hingað til notað okkur George fyr- ir sálgrennslanir sínar, og nú erum við svo fegin, að þú skildir einmitt vera hjá okkur, þegar þú fékkst aðsvifið. Það er jafnvel enn- þá ánægjulegra en að þú skildir skrifa mér og færa mér tesettið." „Georgie?“ „Sonur okkar,“ svaraði Jane. „Ef þú hefir ekki heyrt í honum ennþá, þá er það hreinasta furða. Og ég get fullvissað þig um, að þú átt eftir að heyra mikið í honum. Það er rétt — sestu niður og fáðu þér bita. Það er nógur tími til þess að tala saman seinna." Það var eitthvað róandi við nærvist Jane. Lee létti. Hún fann til öryggiskenndar. Þetta var sannkallaður griðastaður. Framkoma Jane bar það með sér. Lee bragðaði á kaffinu og fann þá, að hún var banhungruð. Jane stóð nú við gluggann og horfði út. Hún sneri sér ekki við fyrr en Lee hafði lokið við að borða, stóð upp og sagði: „Þakka þér fyrir.“ Röddin var mild. „Mér líður miklu betur núna. Eg held að ég geti farið. Eg skammast mín annars fyrir að hafa lagst svona upp á ykkur og þakka þér kær- lega fyrir, að þú hefir ekki tekið það illa upp fyrir mér.“ „Láttu nú ekki svona,“ sagði Jane snöggt og sneri sér frá glugganum. „Þú komst til mín til að tala um eitthvað við mig, og mér þykir vænt um það. Mig hefir langað svo til að sjá þig, síðan ég fékk bréfið frá þér, og þú ert ekki síður yndisleg en ég átti von á. Heldurðu ekki að við ættum að spjalla ofur- lítið saman, áður en George kemur aftur úr húsvitjununum og Georgie vaknar og setur allt á annan endann? Eða viltu geyma það, þangað til þú ert orðin hressari?“ „Nei, nei,“ sagði Lee fljótt. „Mér líður á- gætlega. En ég veit ekki hvers vegna ég ætti — ég veit ekki, hvers vegna ég var eiginlega að koma hingað — hvers vegna ætti ég að búast við því, að þú viljir hlusta á — “ En hin róandi og vingjarnlega framkoma Jane ásamt nokkrum spurningum knúði fram alla söguna. „Þetta kom mér í skilning um“, sagði hún loks vonleysislega, „að ég hefi engan rétt til að reiðast óheiðarlegri framkomu annarrar konu í minn garð, þar sem ég hefi gerst sek um sams konar athæfi áður. Eg get ekki leng- ur borið neina virðingu fyrir mér, og ég get ekki farið aftur til Teds eins og allt er í pottinn búið. Samt elska ég hann ennþá, jafn- vel eins og hann er — “ Orðin runnu út í sandinn, og eftir augna- bliks þögn sagði Jane: „Ef til vill er þetta ekki eins slæmt og þú hefir talið sjálfri þér trú um. Ef til vill hefir þú líka gert þér of háar vonir í fyrstu, búist við of miklu. Það er ekki víst, að þú öðlist nokkurn tíma allt, sem þú hefir þráð, en það er þó einhvers virði, sem þú hefir þegar öðlast. Annars varstu að biðja mig að lýsa Ted eins og hann er frá mínum bæjardyrum séð.“ „Já, gerðu það fyrir mig, Jane,“ bað Lee enn. Jane varð alvarleg og dálítið undarleg á svipinn fyrst. Síðan stóð hún á fætur, gekk hægt út að glugganum og starði út. „Eg skal reyna, Lee,“ sagði hún alúðlega, án þess að líta við. Röddin var undarlegt sam- bland af meðaumkun og undrun — undrun yfir því, hvernig umræðuefnið virtist létta þungu fargi af hennar eigin sál. „Eg er núna loksins búin að gera mér ákveðnar skoðanir um hann. Þú átt þinn þátt í því. En ég held, að ég sé viss í minni sök núna, að því er varðar Ted. Hún sneri sér frá glugganum og horfði framan í Lee. Augnaráð hennar var einlægt og fölskvalaust. „Hann mun ekki breytast," sagði hún ákveð- ið. „Þú getur ekki breytt honum, og það hefði ég ekki getað heldur. Eg hefi lengi verið að ergja mig út af því, að ég mundi hafa getað það, en nú er ég viss um, að það er rangt.“ „Annars skal ég segja þér það, Lee, að Ted elskar þig. Hann elskar þig eins mikið, og hann getur nokkurn tíma elskað nokkra konu, miklu meira en hann elskaði mig. Þess vegna hefði ég aldrei getað breytt honum. Eg held að hann muni aldrei breytast. Hann virðist aldrei ætla að slíta barnsskónum. Eg veit að hann elskar þig, Lee, af því að það var ekki auðvelt fyrir hann að biðja mig um skilnað. Ted leiðist rifrildi. Hann vill sneiða hjá deil- um og óþægindum og lifa lífinu eins létt og hann getur. Þess vegna þarf mikið til þess, að Ted fari að biðja um skilnað. Eg skildi það strax, þegar hann vildi skilja við mig, að eitt- hvað mikið hafði komið fyrir. Það var engin stundarhrifning. Hann varð að gera eitthvað í málinu. Eg skildi þetta, þegar ég var komin yfir reiðina, sem svall mér í brjósti lengi á eftir. Og siðar fór ég að hneigjast meira og meira að því að kenna mér um allt. Mér fannst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.