Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.08.1950, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 CHARLES LITLI I SÓLSKINI. Litli Charles, ríkiserfingi Breta er daglegur gestur í St. James Park í London þegar gott er veður, án þess að vegfarendur veiti því athygli. Hér hefir barnfóstran staldrað við til þess að lofa litlu telpunni að tala við snáð- ann. 1 GLEÐSKAP — Þegar sir Stafford Cripps fjármála- ráðherra Breta sést á mynd þá er að öllum jafnaði alvörubragur á um- hverfinu. Það er ekkert spaug að vera fjármálaráðherra Breta núna, og þess vegna eru það venjulega andlit á- hyggjufullra fjármálaráðunauta, sem sjást kringum hann. — Þessi mynd er undantekning, sem staðfestir regluna. Hér sést fjármálaráðherrann á Covent Garden-leikhúsinu í þeim erindum að taka á móti ballettsveit leikhússins, sem þá var nýkomin úr sýningarferð til Ameríku og hafði haft hálfa mill- jón dollara upp úr krafsinu. Það eru lika peningar, hugsar sir Stafford með sér, og þess vegna verður hann að vera glaðlegur, þegar hann þakkar dans- fólkinu fyrir gjaldeyrishjálpina. SAMBAND — EN HVE LENGI? Þegar myndin er tekin, er enn sam- band yfir brúna milli Hongkong og þess hluta Kína, sem er á valdi komm- únista, og Kínverjar fá að fara óhindr- að á milli. Breskir og kínverskir her- menn standa augliti til auglitis, hver- ir við sinn brúarsporð, og ennþá hefir ekki gerst neitt misjafnt á milli þeirra. En hve lengi stendur það?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.